Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 10
Föstudagur 29. janúar 1982 10_________________________________ efnahagsráðstafanirnar Adgerðir rlkisstjórraarinnar í ef nahagsmálum NÆG ATVINNA HÖFD AD UEHMRUÓSI vid mörkun efnahagsstefnunnar ■ Ríkisst jórnin ■ Horfur um ytri skilyrði þjóðarbúsins og aflaverðmæti hafa breyst til hins verra frá þvi er þjóðhagsáætlun fyrir árið 1982 var lögð fram á Alþingi i október 1981. Útlit er fyrir, að áfram haldi erfiðleikar i efnahagslifi við- skiptalanda okkar. Þetta ástand heldur niðri verði og dregur úr sölu á ýmsum framleiðsluvörum Islendinga. Þegar hefur gætt sölutregðu á áli og kisiljámi og blikur eru á lofti um verðlag og söluhorfur áeinum mikilvægasta markaöi lslendinga, Bandarikja- markaði. Þá hefur og oröið brestur i' ein- um mikilvægasta fiskstofni landsmanna, loðnustofninum. A siðastliðnu hausti var þvi spáð að unnt yrði að veiða i ár svipaö magn og veitt var á siðasta ári. Útflutningsverðmæti loðnuafurða var I fyrra um 420 millj. kr., eða tæp 8% af verðmæti útfluttra sjávarafurða. Arið áður var þetta hlutfall um 13%. Nú er talið, að ekki verði unnt að veiða nema hluta þess magns, sem gert var ráð fyrir. t október s.l. var talið, að Ut- flutningur á árinu 1982 myndi vaxa um 3-4%. Nú eru hins vegar likur á, að útflutningstekjur tslendinga vaxi ekki i ár. Þjóðar- tekjur tslendinga og þjóðarfram- leiðsla munu þvi standa i stað eða jafnvel dragast saman á þessu ári, en það hefur ekki gerst siðan árið 1975. Vegna þessarar versnandi stöðu i þjóðarbúskapnum og til þess að koma i veg fyrir vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla, ber til þess brýna nauðsyn, að gerðar verði sérstakar ráðstafanir i efnahagsmálum. Markmiö í efna- hagsmálum Höfuðmarkmið rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum verða hin sömu og sett voru fram i efna- hagsáætlun frá31.desember 1980. Þessi markmið eru: öflugt atvinnulif og næg at- vinna fyrir alla landsmenn. Hjöðnun verðbólgu. Trygging kaupmáttar. A liðnu ári tókst að ná þessum markmiðum. Langvarandi samdráttur i efnahagslifi viða um heim gerir tslendingum erfiöara að halda uppi nægri atvinnu. Þetta tókst þó á nýliðnu ári og rikisstjórnin mun áfram hafa það að leiðarljósi við mörkun efnahagsstefnunnar, að tryggð verði næg atvinna fyrir alla landsmenn. Rikisstjórnin mun miða aðrar aðgerðir sinar i efnahagsmálum við það, að þessu höfuðmarkmiði verði náð. Vegna ytri aðstæðna verður torsóttara i ár en i fyrra að ná stórum áfanga i hjöðnun verð- bólgu. Asiðasta ári lækkaði verð- bólgan einsog að var stefnt úr um 60% sem hún hafði verið i undan- farin tvö ár, niður i um 40%. Rikisstjórnin hefur nú að nýju sett sér markmið i efnahagsmál- um, sem hún telur raunhæf við núverandi aðstæður i þjóðarbú- inu. Stefnt verður að þvi, að verð- bólgan frá upphafi til loka ársins 1982 verði ekki meiri en um 35% og að hraði verðbólgunnar verði kominn niður i um 30% á siðari hluta ársins. A liönu ári tókst með hjaðnandi verðbólgu að verja kaupmátt ráð- stöfunartekna almennings, en án sérstakra aðgerða i upphafi árs- ins hefði kaupmátturinn rýrnað. Rikisstjórnin mun einnig á þessu ári leggja áherslu á að verja kaupmátt eins og kostur er. Nýtt vid- miöunarkerfi Rikisstjórnin mun nú þegar stofna til viðræðna við samtök launafólks og aðra hagsmuna- aðila atvinnulifsins um við- miðunarkerfi, sem gæti komið i stað núverandi visitölukerfis og tryggt kaupmátt og jöfnun lifs- kjara en væri laust við höfuð- ókosti þess kerfis, sem nú gildir. M.a. verði reynt aö finna leið til þess, að ráðstafanir til að jafna orkukostnað landsmanna valdi ekki aukinni verðbólgu. Þá mun rikisstjórnin hefja við- ræður við aöila að verð- myndunarkerfi sjávarútvegs og landbúnaðar um breytingar á ■ Frá Alþingi skipan þeirra mála, sem stuðlað gætu að hjöðnun verðbólgu, en tryggt um leið afkomu i greinum þessum. Atvinnumál Það er forsenda frekari árangurs i' efnahagsmálum og grundvöllur vaxandi þjóðartekna á næstuárum, að atvinnuvegirnir búi við traustan grundvöll. Rikis- stjórnin mun kappkosta að bæta og jafna starfsskilyrði atvinnu- veganna og um leið stuðla að hag- kvæmari fjárfestingu i atvinnu- tækjum en verið hefur. t þessu skyni hefur verið ákveöið að lækka launaskatt i iðnaði og fiskvinnslu úr 3,5% i 2ý5% og stimpilgjöld af afurða- lánum úr 1% i 0,3%. Jafnframt verður heimild til álagningar að- stöðugjalds samræmd. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir aðgerðum til styrktar ein- stökum iðngreinum, sem eiga i vök að verjast vegna innflutnings á vörum, sem eru seldar á óeðli- lega lágu verði vegna opinberra styrktaraðgerða i framleiðslu- landinu. Á næstu mánuðum verður gerð sérstök úttekt á iðnaði og fisk- vinnslu með hagræðingu, aukna framleiðni og betri nýtingu fjár- muna fyrir augum. Sérstaklega verður endurskoðuð tollheimta af tækjum tíl atvinnureksturs til þess að bæta möguleika á fram- leiðniaukningu i þessum grein- um. Með tilliti til þess, að ekki verður hjá þvf komist, að loðnu- flotinn fái i auknum mæli heimild til þorskveiða, verða settar strangari reglur til að kom a i veg fyrir frekari stækkun fiskveiði- flotans, án þess þó að stöðva nauðsynlega endurnýjun. í þessu sambandi verður úreldingar- sjóður fiskiskipa efldur. Peningamál Með sérstökum aðgerðum i peningamálum mun rikisstjórnin reyna að tryggja, að þessi þáttur efnahagslifsins stuðli að auknu jafnvægi og hjöðnun verðbólgu. Aætlanagerð um peningamál verði notuð i þvi skyni, að þróun helstu peningastærða miðist við þann ramma, sem efnahags- stefna og markmið rikisstjórnar- innar myndar. Aðhald i peningamálum verði aukið með ýmsum ráðstöfunum og látið ná til allra þátta, sem áhrif hafa á þróun útlána og peningamagns. Meðal annars verði sveigjanlegri bindiskyldu beitt i þessu skyni. Lagt verði að innlánsstofnunum að gæta ýtr- asta aðhalds í útlánum, þannig að þau verði i' samræmi við efna- hagsstefnuna. Unnið verður að þvi að draga úr fjármagnskostnaði, m.a. með lækkun vaxta í samræmi við hjöðnun verðbólgu. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir nýrri lagasetningu um með- ferð hagnaðar Seðlabanka Is- lands. Erlendar lántökur Ráðstafanir verði gerðar til þess að draga úr erlendum lán- tökum. 1 þvi skyni verður leitað samkomulags við viðskiptabank- ana um aukna þátttöku innlendra lánastofnana i fjármögnun fram- kvæmda. Stefnt verður að þvi að auka innlendan sparnað til þess að draga úr þörf á erlendum lánum. Ýmsir möguleikar verða kannaðir f þessu sambandi, þar á meðal að nota skattalög i auknum mæli til þess að örva sparnað. Verðlagsmál t verðlagsmálum verður við það miðaðað draga úr opinberum afskiptum af verðmyndun og auka svei gjanl ei ka i verð- myndunarkerfinu, samkvæmt frumvarpi, sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum. Tekið verður upp nýtt fyrirkomulag, sem miðar að þvi að verðgæsla komi i vaxandi mæli i stað beinna verðlagsákvæða. Stuðlað verði að hagkvæmari innkaupum til landsins. Sveitarstjórnir fái heimild til þess aðbreyta gjaldskrám fyrir- tækja sinna sem nemur hækkun byggingarvisitölu, án sérstaks leyfis frá rikisvaldinu. Dregið úr hækkun verðlags Rikisstjórnin mun á næstu mánuðum draga úr hækkun framfærslukostnaðar með lækk- un tolla og auknum niður- greiðslum á búvöru. Þessar aðgerðir eiga að draga úr ársfjórðungshækkunum verð- lags á fyrri hluta ársins um 6%. Kostnaður við þetta, ásamt lækkun launaskatts og stimpil- gjalda, mun verða nálægt 400 millj. kr. Fjár verður aflað með eftirfarandi hætti: Sparnaður í rlkisrekstri Rikisstjórnin mun beita sér fyrir niðurskurði á rikisútgjöld- um og fyrir sparnaði i rekstri rikisins og stofnana þess. Dregið verður úr útgjöldum rikisins um 120 millj. kr. í ár. Önnur fjáröflun Það fé,sem ætlað vará fjárlög- um til niðurgreiðslna og til þess að mæta óvissum útgjöldum i launa- og kjaramálum, verður notað i þessu skyni. Lagður verði skattur á banka og sparisjóði. Lagt verði á sérstakt tollaf- greiðslugjald við tollmeðferð vöru, samkvæmt nánari reglum, sem kynntar verða á næstunni. Greiðslufrestur á aðflutnings- gjöldum, svonefnd tollkrit, verður tekin upp i áföngum frá næstu áramótum að telja en þvi fyrirkomulagi er ætlað að stuðla að hagkvæmari innkaupum og al- mennri hagræðingu i inn- flutni ngsverslun. Jafnframt verða gerðar ráðstafanir til þess aðþessi breyting komiekki niður á islenskum iðnaði. Lán til húsbyggjenda Rikisstjórnin mun taka til sér- stakrar athugunar vanda þeirra, sem i fyrsta sinn kaupa eða byggja eigið ibúðarhúsnæði. Lán Húsnæðisstofnunar til húsbyggj- enda sem byggja i fyrsta sinn, verða hækkuð og teknar verða upp viðræður við banka og spari- sjóði um lengingu lána húsbyggj- enda og ibúðakaupenda með skuldbreytingu svipaðri þeirri, sem framkvæmd var á siöasta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.