Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 29.01.1982, Blaðsíða 23
Föstudagur 29. janúar 1982 31 Keflavlk Fulltrúaráð framsóknarfélaganna heldur fund i Fram- sóknarhúsinu mánudaginn 1. febr. n.k. kl. 20.30. dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar fyrir árið 1982. Bæjarfulltrúarnir Hilmar Péturssonog Guðjón Stefánsson og Guðmundur Margeirsson bæjarritari skýra fjárhags- áætlunina. 2. Kosning uppstillingarnefndar 3. önnur mál. Jóhann Einvarðsson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu sunnudaginn 31. jan. n.k. og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Ef miðstjórnarmenn sjá sér ekki fært að mæta þá ber að tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta (simi 24480) Stjórnin Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessa- staðahrepps Fundur mánud. 1. febrúar kl. 8,30i Goðatúni 2. Sameiningarmálin rædd. Mætum vel ömmuhillur byggjast á'einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar I2sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Stjórnin Furuhúsið h.f. Þorrablót Laugardaginn 30. jan. verður þorrablót framsóknarfélag- anna i Reykjavik haldiö með glæsibrag i Hótel Heklu. Húsið opnað kl. 19. Að venju verður sitthvaö sér til gam- ans gert og skemmtiatriði að sjálfsögðu heimasmiðuð. M.a. flytur Auöur þórhallsdóttir minni karla og minni kvenna flytur Kristján Benediktsson. Veislustjóri: Sigmar B. Hauksson Hljómsveitin Marz leikur fyrir dansi eitthvað fram á sunnudagsmorgun. Verð er mjög hóflegt. Enn er hægt að panta miða i sima 24480. Framsóknarfélögin Austur Skaftafellssýsla Almennur fundur verður að Hótel Höfn sunnudag 31. jan. ’82 kl. 20.30 Fundarefni: Efnahagsráðstafan- ir rikisstjórnarinnar. Frummælendur: Tómas Árnason viðskiptaráðherra og Halldór As- grimsson alþingismaður. Allir velkomnir Framsóknarfélag Austur-Skaftafcllssýslu F.U.F. í Reykjavik Almennur félagsfundur verður haldinn að Rauðarárstig 18. 4. febrúar kl. 20,30. Dagskrá: 1. Innritun nýrra félaga. 2. önnur mál. Stjórnin Prófkjör á Akranesi Sameiginlegt prófkjör allra flokkanna á Akranesi fer fram i gamla Iðnskólahúsinu við Skólabraut laugardaginn 30. jan.ogsunnudaginn 31. jan.kl. 10-16 báða dagana. Þeir sem hugsa sér að styðja Framsóknarflokkinn i þessum kosningum eru h vattir til að taka þátt i prófkjörinu. Opið hús verður kosningadagana i Framsóknarhúsinu við Sunnubraut milli kl. 14 og 17. Komið^spjallið og fáið ykkur kaffi. Kosninganefndin Ráðstefna um sjávarútvegsmál SUF boðar til ráðstefnu um sjávarútvegsmál i Festi Grindavik laugardaginn 30. janúar og hefst ráðstefnan kl. 10. f.h. Dagskrá: Ræöa Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. 1. Staðan i sjávarútveginum Framsögumenn: Aðalsteinn Gottskálksson frkv.stj. Dal- vik, Eirikur Tómasson útgerðarstj. Grindavik og Kristján Pálsson frkv.stj. Ólafsvik. 2. Gæða og sölumál Framsögumenn Sæmundur Guðmundsson, Reykjavik, Sigurður Markússon framkvæmdarstjóri Reykjavik. Fyrirspurnir og frjálsar umræður eftir framsöguræður. 3. Framtiðarskipulag i sjávarútvegi Árni Benediktsson frkv.stj. Reykjavik. 1 framhaldi af erindi Árna verða pallborðsumræður um framtiðarskipu- lag isjávarútvegi þar sem framsögumenn o.fl. taka þátt . Ráðstefnustjóri: Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Ráðstefna þessi er öllum áhugamönnum um sjávarút- vegsmál opin. Þátttaka tilkynnist i sima 91-24480. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605: VIDEO- narkaoumnnI hahraborújo Höfum VHS mvndhönd og original spóiui i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14— 18 og sunnudaga frá kl. 14— 18. Auglýsið * i Tímanum SLEPPIR ÞÚ BENSÍNGJÖFINNI VIÐ MÆTINGAR Á MALARVEGUM? meðal annarra orða Poppið 1981 ■ Bitlaárin 1963 '1967 voru ákaflega merkilegur tlmi I popptónlistl okkar tslendinga. Alda enskra tónlistaráhrifa skall á okkur af mikl-| um þunga og unglingar gátu raunar tæpast komist undan þvi aðl vera meö I bylgjunni. Fjölmargir strákar keyptu sér gitara og | magnara og heill hellingur af hljómsveitum var stofnaður. llljóm-l sveitir sem æfðu i bilskúrnum en komu örsjaldan fram opinberlega. I ■ Nokkrar hljómsveitir náðu að þróast af bilskúrastiginu og hvert landssvæði að eiga sina hljómsveit, Hljómar úr Kefla- vik, Dúmbó af Akranesi, Straumar úr Borgarnesi, Log- ar i Vestmannaeyjum, Mánar af Selfossi o.s.frv. Menn sem hófu feril sinn i þessum hljómsveitum og öðr- um hafa siðan i 10-15 ár verið uppistaðan i islenskum dans- hljómsveitum og endurnýjun hefur verið tiltölulega hæg. Þar var m.a. kennt um diskótekunum sem á áttunda áratugnum þrengdu mjög að hljómsveitum þannig að að- eins þeir reyndustu höfðu at- vinnu. Nýbylgjan ríður yfir Á árinu 1981 varð ákaflega ánægjuleg breyting á þessum málum sem raunar nálgast byltingu. Heill hópur af nýjum hljóm- sveitum kom fram á sjónar- sviðið og þar með margir efni- legir strákar og stelpur. Og það eru þeir bestu úr þessum hópi sem eiga eftir að verða stjörnur næstu ára. M'argar þessara nijóm- sveita hafa þegar leikið inn á hljómplötursem að visu eru á- kaflega mismunandi að gæð- um en sýna þó flestar kraft, leikgleði og hjá mörgum fjalla textar um ýmis þjóðfélagsleg fyrirbrigði. Sem dæmi um gróskuna má nefna að nú er veriö að gera kvikmynd i fullri lengd um rokk i Reykjavik eins og það gerist nú. Það voru Bubbi Morthens og Utangarðsmenn sem voru brautryðjendur þessara nýju hljómsveita. Nú hafa þeir horfið al sjónarsviðinu og nýj- ar hljómsveitir komið i stað- inn og má t.d. nefna Bara- flokkinn sem er frá Akureyri og reykvisku hljómsveitina Þey. Þessar hljómsveitir hafa bryddað upp á ýmsum nýj- ungum i tónlistarliíinu og þeirra merkust eru tónleikar sem hafa verið áberandi und- anfarin misseri. Og þetta form gefur miklu fleiri hljómsveit- um tækifæri til að reyna sig heldur en dansleikjaspila- mennska enda er hún af öðr- um toga spunnin. Gróskutímabil Hver timi heíur sinn móral og sina tisku og striðsmálning, skritinn klæðaburður og und- arleg hljómsveitarnöfn hafa kannski villt mörgum eldri sýn þannig að þeir hafa ekki komið auga á að þrjú siðustu misserin hafa að mörgu leyti verið svipuð árunum 1963-1967 hvað grósku i unglingapopp- inu áhrærir. Haukur Ingibergsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.