Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 2
Föstudagur 5. febrúar 1982. í spegli Tímans Umsjón: B.St. og K.L. Systkini kittast eftir 39 ára adskilnad ■ — betta er kraftaverk, sagfti Manya Kornbilt, þegar hún nýlega loks sá bróöur sinn, Harry Nagelsztajn, eftir aö hafa staöiö i þeirri trú i 39 ár, aö hann heföi dáiö i fangabúöum nasista i Auschwitz. ■ Manya Kornbilt og bróöir hennar, Harry Nagelsztajn, fallast I faöma, þegar þau hittast, eftir aö hafa hvort um sig staöiö i þeirri trú i 39 ár, að hitt heföi dáiö i útrým- ingarbúöum nasista I Auschwitz. Manya var 17 ára og Harry 16 þegar hún og bróöir hennar voru allt i einu umkringd af her- mönnum meö hakakross- merki á skyrtunum. Þau voru þá stödd á brú i nánd viö heimili sitt i Póllandi, i grennd viö rússnesku landamærin. — Hlauptu, þetta er gestapó, sagöi hún viö bróöur sinn, en hann svaraöi: — Þaö get ég ekki. Þeir skjóta mig þá. Þau voru flutt til út- rýmingarbúöanna i Auschwitz. Og þar með skildust leiöir. En svo geröist þaö aö Manya kom i heimsókn til ísrael og hitti þar ýmsa vini fjölskyldunnar, sem höföu komist af úr „Hel- förinni”. Kemur þá upp úr kaf- inu, að einn frændann minnti aö hann heföi fengiö bréf frá Harry skömmu eftir strið og heföi þaö veriö póstlagt i Newcastle i Bretlandi. Þá fór boltinn aö rúlla og haföist upp á Harry i simaskrá Newcastle. Má nærri geta, hvort Harry hefur ekki brugöiö i brún, þegar hann fékk upphringingu frá Tonca, Oklahoma og ókunnug rödd spuröi, hvort hann væri ekki Chaim Nagelsztajn frá þorpinu Hruvelszow i Austur-Pól- landi. Mundi hann hvernig hann hafði falið sig i heystakki með systur sinni Manya fyrir nasist- unum? Fyrst i staö datt honum ekki annaö i hug en að hér væri um illkvitt- iö gabb aö ræöa en ekki leið á löngu uns upplýstist að hér var hin löngu horfna systir ljóslifandi komin. Manya brá sér til Eng- lands til að hitta bróöur sinn og urðu þar fagnaðarfundir. — Eftir öll þessi ár, þekkti ég hann strax, segir Manya. — Ég var svo taugaóstyrk að ég skalf og nötraöi. En þessir endurfundir eru kraftaverk! Var læstur inni í skáp fyrir 300 árum — afleiðingarnar enn að koma í Ijós ■ Að sumu leyti var William litli Hoby hepp- inn litill drengur. Hann átti heima á fallegu sveitarsetri i Englandi, faöir hans var vellauöug- ur og vel metinn fræöi- maður og móöir hans sem var gædd miklum andleg- um og likamlegum hæfi- leikum, var náin vinkona drottningarinnar, Elisa- betar I. En sá galli var á gjöf Njarðar, aö William litli átti erfitt meö nám. For- eldrar hans höföu fjöl- mörg tungumál á valdi sinu, en hann gat ekki einu sinni lært sitt eigið móöurmál. Og ekki bætti það úr skák, aö hann var meö fádæmum ósnyrti- legur. Skriftin hans var nánast ólæsileg, stafsetn- ingin fyrir neöan allar hellur og blekslettur þöktu allar siöur i stila- bókunum hans. Satt best aö segja var William fjöl- skyldu sinni til skammar og oftar og oftar kom það fyrir aö móöir hans baröi hann sundur og saman i örvæntingu sinni. Dag nokkurn missti hún alveg þolinmæðina, lokaði drenginn inni i skáp ásamt námsbókum og stilabókum og hét hon- um þvi, aö þar skyldi hann dúsa, þar til hann hefði lært námsefniö sómasamlega. Siöan lagöi hún af staö til London. Þaö var svo mikið um aö vera og skemmtilegt viö hiröina i London að lafði Elizabeth Hoby steingleymdi syni sinum. Það liöu þvi margar vikur áður en hún dreif sig heim. Þar fann hún son sinn látinn þar sem hún haföi skiliö hann eftir inni i skápnum. En nú fylltist hún iörun og allt til dauöadags, áriö 1609 gat hún ekki fyrirgefið sér það sem hún hafði gert. En iörunin náöi út yfir gröf og dauöa segir sagan þvi aö enn þann dag i dag má sjá glæsilega en sorg- mædda konu rangla um húsiö og er laföu Eliza- beth Hoby sögö vera þar á ferð. Þaö þykir renna stoöum undir þessa sögu, aö þegar miklar viögerðir fóru fram á sveitarsetr- inu áriö 1840 rákust verkamennirnir á slitnar gulnaöar stilabækur. Skriftin var ósnyrtileg og blekslettur um allt. En viða hafði blekiö runniö út, þar sem tár höföu fall- ið! ■ Gullmedaliuhafarnir Rodnina og Alexander Zaitsev höföu nærri ient f klfpu, þeg- ar upp komst aö þau höföu brotiö keppnisregiur. Skemmdarstarfsemi á skautasvellinu ■ Þvi var eiginlega sleg- iö föstu, aö sigurvegarinn i keppninni yröi unga fallega skautadansmær- in. En strax, þegar hún haföi rennt sér út á ísinn fóru viprur um andlit hennar og engu var likara en aö hún fengi flogköst svo að nærri lá, aö hún missti jafnvægiö. Hún lauk viö atriöiö sitt, en meö sömu kippunum og skrykkjunum, svo aö dómararnir sáu sér ekki annaö fært en að færa hana niður i einkunn. Hún yfirgaf svelliö flóandi i tárum. Hermdarverka- mennirnir i skauta- heiminum höföu enn veriö að verki. Einhver haföi dembt kláðadufti niöur á hrygg- inn á henni. En þaö var engin leiö aö finna út, hver heföi veriö hér aö verki, þvi aö allir keppi- nautar hennar höfðu keppst við aö óska henni heilla með þvi að faðma hana aö sér áöur en hún fór út á svellið. Nú er svo komiö i skautaiþróttinni meö auknum auglýsingum, að stórar fjárhæðir eru i veði. Samkeppnin harön- ar þvi stööugt. Þaö hefur haft i för meö sér, aö sumir miöur heiöarlegir keppendur hafa fallið fyrir freistingum og gert keppinautunum ýmisleg- ar skráveifur, sem geta haft áhrif á úrslitin. Nú eru þjálfarar farnir að innprenta sinu fólki, aö það skuli aldrei leggja skautana frá sér, ekki einu sinni smástund, þar sem ekki taki langan tima aö eyöileggja brýninguna meö þvi aö renna steini yfir skautajárnin. Kjólar hafa veriö skornir i tætl- ur, skrúfur, sem festa járnin viö stigvélin, losaöar og reimarnar skornar svo aö þær hafa bara hangið á bláþræöi. A æfingum temja sumir sér að rekast á keppinautana óvart náttúrlega, en meö ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Alþjóölegar keppnis- reglur segja aö karl- maðurinn megi ekki styöja dömuna sina fyrir neöan mjööm þegar hann lyftir henni upp. Þaö gerðist fyrir tveim árum, stuttu fyrir vetrarólympiuleikana i Lake Placid, að þáver-, andi gullmedaliuhafar Alexander og Rodnina Zaitsev, voru kærö fyrir að hafa brotið þessa reglu. Kvikmynd, sem tekin hafði veriö af parinu á æfingu staöfesti þetta, enda hélt ameriskur þjálfari þvi fram, aö þetta væri venja þeirra. En þar sem máliö var viökvæmt var það þagaö i hel og tóku þau hjónin þetta sem viðvörun. Þau tóku siöan þátt I keppni Ólympiuleikanna og héldu sinum gullverð- launum, eins og ekkert hefði i skorist. Það sakar ekki að hafa góð sambönd ■ Eitthvað er augn- svipurinn á þessari ungu stúlku kunnuglegur. Mik- ið rétt, hér er komin systurdóttir sjálfrar Sop- hiu Loren og er ekki nóg meö aö hún sæki augn- svipinn til hinnar frægu móöursystur sinnar, hún hefur lika hugsaö sér aö feta i fótspor hennar og reyna fyrir sér á leik- listarsviöinu. Alessandra Mussolini heitir hún og er 18 ára. Nýlega var sýndur i italska sjónvarpinu fyrsti sjónvarpsþátturinn henn- ar. Þar söng hún við undirleik föður sins, djasspianistans Ramano Mussolini og þótti takast dável. Aö visu segir hún sjálf að það þurfi bæði hreysti og heppni til að komast áfram i skemmtanaiðnaðinum, en varla sakar aö hafa góð sambönd lika. En Alessandra á fræga ættingja aöra en Sophiu. Hvaöa álit hefur hún t.d. á Benito Mussolini, ein- ræðisherranum, sem gekk i bandalag við Hitler og hlaut að lokum hláleg- an dauödaga? — Ég ber mikla viröingu fyrir afa minum og dái hann mik- iö, svarar hún. E r reiðhjóla- þjófnaður smámál? ■ Maöur nokkur í Livingstone i Zambiu gekk inn á lögreglustöö- ina og baöst aöstoöar. Hjólinu hans haföi veriö stoliö og þvi fannst hon- um eölilegast aö leita á náöir lögreglunnar. En, þvi miöur. lögregluþjón- inum, sem var á vakt, þótti máliö ekki nógu stórbrotiö. Kvaöst hann hafa yfriö nóg aö gera viö aö leysa stærri afbrota- mál, liann heföi engan tima til aö skipta sér af s I i k u s m á m á I i, s e m hjolaþjófnaöur er. Hjól- eigandinn haföi þá engar vöflurá, heldur brá sér út fyrir dyrnar og greip næsta reiöhjól. sem hann sá. Þaö reyndist vera i eigu lögregluþjónsins. Síöan hefur hvorki spurst til hjóls né þjófs! Miskunnsami skatt- heimtumaðurinn ■ Skattheimtumaöurinn Karl Fieder var rekinn úr starfi og kærður fyrir að hafa „misnotað” al- mannafé. Hann haföi lát- iö glepjast af óprúttnum skattgreiðendum, sem sögöu honum hrikalegar sögur af þvi, hvaö þeir væru alltaf óheppnir og i miklum kröggum. Hann hreinlega endursendi þeim stórar fjárfúlgur. En þegar hann var sjálfur kominn i þessa klipu rann þessum „viðskiptamönn- um" hans blóöiö til skyld- unnar. Þeir hafa nú stofn- aö sjóö til aö endurgreiöa skattayfirvöldum fyrir hans hönd þaö fé, sem hann haföi útdeilt til hinna „þurfandi". Nú þegar hafa safnast saman um 340.000 kr. isl. ■ Alessandra Mussolini fetar i fótspor frænku sinnar, Sophiu Loren.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.