Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 5. febrúar 1982. Utgefandi: Framsoknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þorarmsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefansdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guóbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifsvofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjivik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — VerðT lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuói: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Áaetlun um landnýtingu Eins og áður hefur verið sagt, hefur Davið Aðalsteinsson, ásamt fjórum þingmönnum öðr- um, flutt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landnýtingaráætlun. Efni tillögunnar er, að rikisstjórnin láti gera fyrir árslok 1983 drög að landnýtingaráætlun, sem miðast við sem hagkvæmasta nýtingu land- gæða og nái þessi áætlun ekki aðeins til land- búnaðar, heldur einnig ferðamála, útivistar og náttúruverndar og annarra viðkomandi þátta. I ræðu sem Davið Aðalsteinsson flutti, þegar hann mælti fyrir tillögunni, fórust honum m.a. orð á þessa leið: ,,Við bændur viljum að sjálfsögðu hafa sem mest írelsi til athafna en gerum okkur þó ljósa grein fyrir þörf eðlilegrar skipulagningar. Hún mun reynast stéttinni til framdráttar i hvivetna og siðast en ekki sizt stuðla að bættum þjóðarhag. Margt fleira þarf auðvitað að taka til umfjöllun- ar, þegar lögð eru á ráðin um skipulega nýtingu landgæða, svo sem skógrækt og nýtingu hlunn- inda enda þótt þeim þáttum verði ekki gerð skil hér. En landnýting tekur til fleiri þátta en búskapar. Með breyttum þjóðfélagsháttum og auknum áhuga almennings á útivist, umhverfismálum og náttúruvernd verður deginum ljósara að fjalla þarf um landnýtingu á breiðum grundvelli. Ferðamál eru að sjálfsögðu einn þáttur landnýt- ingar i ljósi náttúruskoðunar og útivistar. í þessu sambandi vil ég minna á þá möguleika, sem fyrir hendi eru i auknum fjölda ferðafólks hingað til lands og auknum ferðalögum íslendinga sjálfra á sinni heimaslóð og gæti orðið drýgri tekjulind. Hin náttúrulegu gróðurlendi eru viðkvæm fyrir óhóflegum ágangi, hvort sem er af völdum fénaðar eða manna. Með bættum skilyrðum til ferðaiaga um óbyggðir landsins þarf margs að gæta. Öll meðferð gróðurlendis er i sjálfu sér náttúruverndarmál. í fjölmörgum tilfellum verð- ur ekki komizt hjá röskun lifrikja, það vitum við öll. Mestu varðar þó að leita jafnan þeirra leiða sem minnstri röskun'valda. Við viljum auka á hagsæld okkar i þessu landi, jafnframt þvi, sem við stuðlum að aukningu landgæða i bráð og lengd til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Það er von okkar flutningsmanna, að landnýtingaráætlun geti stuðlað að æskilegri þróun á þessu sviði”. Davið sagði i ræðunni að mikilvægt spor hefði verið stigið með landgræðsluáætluninni frá 1974, en ný landgræðsluáætlun, sem nær til áranna 1982-1984, liggur nú fyrir Alþingi. ,,Okkur flutningsmönnum þessarar tillögu”, segir Davið, ,,þykir eðlilegt og nauðsynlegt, m.a. til að fylgja þvi starfi eftir, að gerð verði viðtæk áætlun, sem taki til hinna fjölmörgu þátta landnýtingar, svo sem nýtingar beitilanda, ræktunar skóga og meðferðar lands til útivistar”. Þetta er tvimælalaust eitt merkasta málið, sem nú er fjallað um á Alþingi. Þ.Þ. Stjórnsamir stét leiðtogar stappa í land verndarmei Nokkur ord I tilefni af ályktunum verkalýösforingja ui Blöndu, eftir Rósmund G. Ingvarsson Nýlega hafa stjórnir nokkurra stéttarfélaga i Húnavatnssýslum sentfrá sérsameiginlega ályktun um virkjun Blöndu og hliöstæðar stjórnir á Sauðárkróki apað eftir. Alyktun þeirra húnvetnsku mun hafa verið send dagblöðunum, sjónvarpi, hljóðvarpi og auk þess til iönaðarráöherra, 12 þing- manna annarra, rafmagnsveitu- stjóra og allra hreppsneíndar- manna i þeim sex sveitarfélögum sem staöið hafa i samningaþóif i um virkjunina. Yfirskrift samþykktár hún- vetninga er þannig: ,,A sameigin- legum fundiallra stjórna stéttar- félaga f Austur- og Vestur Húna- vatnssýslu sem haldnir voru aö Hótel Blönduósi og i Félags- heimilinu Hvammstanga 10. jan. 1982 var eftirfarandi ályktun gerð”. (Slyngir eru þessir hún- vetningar.) Vafasöm vinnubrögð Alyktunin, sem á eftir kemur, hefur að geyma ýmsar órök- studdar fullyrðingar með vafa- sömu sannleiksgildi. í fyrsta lagi virðist óeðlileg og vafasöm starfsaöferð að stjórnir félaga séu á þennan hátt aö blanda sér inn i viðkvæmt deilumál án þess aö bera þaö undir félagsfundi, deilumál sem kemur öðrum meira við en þeim. 1 öðru lagi er í ályktuninni tekin afstaða með til- högun I, sem hefur i för með sér meiri eyðingu gróðurlendis en dæmi eru til um mannvirkjagerð hérlendis til þessa, en réttmæti slikra framkvæmda hlýtur ávallt að orka tvimælis. Siðan er settur inn kafli um uppbyggingu meðal- stórra atvinnufyrirtækja á Norðurlandi og látið i það skina að virkjun Blöndu sé forsenda þess að það sé hægt, sem er auð- vitað rangt. Reyndar er ekki gert ráð fýrir öðru en að hefja undir- búning að þessari uppbyggingu meðan á virkjun stendur.svo ekki viröist ætlunin að þau verði tilbú- in til að nýta orkuna þegar hún kemur. Ekkert kemur fram i ályktuninni hverjir eiga aö hafa forgöngu um þessa uppbyggingu eða hverjir eigi aö leggja fram fjármagn. Hins vegar má lesa milli lina að ætlast er til að upp- byggingin verði i kaupstöðum og kauptúnum. Betra seint en aldrei Uppbyggingarþátturinn hefur nær alveg gleymst i allri umræðu virkjunarsinna til þessa, nema hvaö upp hefur skotið hugmynd- um um stóriðju á þessum eða hin- um staönum i kjördæminu, en þær hafa hrunið til grunna jafn- harðan. Vissulega er fagnaðar- efni ef menn eru loksins að byrja að vakna til vitundar um nauösyn þess að skapa markað fyrir ork- una i nálægum byggðarlögum og við staðsetningu slikra atvinnu- skapandi fyrirtækja þarf aö gæta þess aö sveitirnar verði ekki út- undan. En þau mættu gjarnan risa á undan Blönduvirkjun eða samhliða haini. Það er eitthvað annaö en rafmagnsleysi sem tef- ur slika uppbyggingu. Það eru trúlega fremur verðbólguáhrifin með vöntun á rekstrargrundvelli. Ennfremur er i ályktunum stéttaleiötoganna kafli um at- vinnumál og Blönduvirkjun sögð nauðsynleg til að bæta atvinnu- ástandið. Þá er fullyrt að landiö sem undir væntanlegt lón fer not- ist ibúum kjördæmisins betur þannig,en eins og það hefur verið notað. Og loks ersvo vikið aö hin- um fámenna hópsem standi gegn tilhögun I og sagt að fundurinn telji að stjórnvöld eigi að tryggja með nauösynlegum aögerðum að framkvæmdir við virkjun geti hafist. Enhverjareru þessar nauðsyn- legu aðgerðir? 1 fréttatilkynningu iðnaðarráöuneytisins til fjölmiðla 27. nóv. s.l. segir að rikisstjórnin hafi samþykkt að Blönduvirkjun verði næsta meiriháttar vatns- aflsvirkjun enda takist sam- komulag við heimamenn. Verði ekki ráðist i' Blönduvirkjun nú verði Fljótsdalsvirkjun næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun. Samkvæmt þessu er ljóst aö eignarnám við Blöndu kemur ekki til álita að sinni. Hvað vill þessi verkalýðsforysta láta gera? Kannast fólk við kjöroi'ðin? Greinilegt er að það sem þessir verkalýðsforingjar og margir fleiri sækjast eftir, er vinnan við sjálfa framkvæmdina. Þeir halda að þeir komist þarna i uppgripa- vinnu, eða að þeir geti komið skjólstæðingum sinum og vélum þarna að. Þetta mun vera stærsti hópur svonefndra blöndunga sem menningarmál Tveir kunningjar Sinfóniuhljómsveitin endaði fyrra misseri vetrarins með Beethoventónleikum þar sem flutt voru tvö af merkustu og vin- sælustu verkum skáldsins, fiðlu- konsertinn og 5. sinfónian. Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði, en Dmitry Sitkovetsky spilaði á fiðlu. Sitkovetsky þessi fæddist i Bakú við Svartahaf áriö 1954, af frægu tónlistarmannakyni, en fluttist til Bandarikjanna fyrir nokkrum árum. Mun frægöarsól hans veraá hraöri uppleiö um þessar mundir, og full ástæða til aö leggja nafnið á minnið, þvi vafalitiö eigum við eftir aö heyra til hans oft i framtiðinni. Enda er skemmst af þvi aö segja aö hann lék fiðlukonsert Beethovens með dæmafáum glæsibrag og heillaöi hljómsveitina meö sér i mjög eftirm innilegum flutningi. Hljómsveitin stóð sig sem sagt meö miklum ágætum og sérstak- lega mætti kannski nefna faggott- leik Hans P. Franzsonar — Hans hefur alveg óvenjulega fallegan fagott-tón — og samleik horna, klarinetta og fagotta. Eftir lang- varandi lófaklapp lét Sitkovetsky tilleiðast að taka aukalag, cha- connu fyrir einsamla fiðlu eftir Bach, og þóttust þá kunnáttu- menn ekki þurfa frekari vitna við um snilli fiðlarans. Ég held aö fyrsta tónlistar- minni mitt sé 5. sinfónia Beet- hovens, á 78-snúninga plötu frá His Master’s Voice. Ætli Furt- wangler hafi ekki stjórnað. Fimmta sinfónian a la Jacquillat er talsvert ööruvisi en þýska út- gáfan af henni — það vantar ör- lagaþungann, en i staöinn er kominn rómanskur léttleiki og hraði. Svona mun Toscanini raunar hafa spilaö Beethoven og bótti möreum hnevkslanlegt. ,,Ég held þú þekkir alla hérna” En sama hver stjórnar: þessi sinfónia er engri lik — dæmalaust stórkostlegt listaverk frá upphafi til enda og það var hún lika i flutningi Sinfóniuhljómsveitar Is- lands á dögunum. Raunar held ég að léttvigtarstefna Jacquillats skili bestum árangri meö okkar litlu hljómsveit, þvi þaö er varla hægtaö ná verulegum þunga með þriðjungi of fáum strengjum. Annars má marka nokkuö hvernig Beethoven sjálfur hugsaði þessa sinfóniu flutta, sem og önnur verk sin af samtimalýs- ingu á stjórnpallshegðun hans. Sú lýsing á raunar við 7. sinfóniuna og þá var skáldið orðið mjög svo farið á heyrn, en hélt þó áfram að stjórna og spila á pianó. Louis Spohr kynntist Beethoven á árun- um 1812-16, og tók þátt i konsert sem hann stjórnaði og þar sem flutt voru nýjustu verk hans. Spohr segir i sjálfsævisögu sinni: ,,Þótt ég hefði heyrt margt af hljómsveitarstjórn Beethovens, kom hegðun hans mér samt i hæsta máta á óvart. Beethoven hafði vanið sig á að gefa túlkunaratriði til kynna með hvers kyns furöulegum likams- hreyfingum. I hvert sinn sem sforzando kom sló hann hand- leggjunum sundur i offorsi. Piano táknaði hann með þvi aö beygja sig niður og þvi neðar sem hann vildi hafa tóninn veikari. 1 cres- cendóinu reis hann upp hægt og hægt og þegar fortebyrjaði stökk hann upp. Ef hann vildi hnykkja enn á, öskraöi hann á hljómsveit- ina án þess þó aö taka eftir þvi sjálfur”. Af þessu er ljóst, að Beethoven vildi enga hálfvelgju i flutningi verka sinna — i þeim eru styrk- breytingar jafnmikilvægar og tónhæðarbreytingar. Ekki þarf að taka það fram, að Háskólabió var þéttsetið og kom- ust færri að en vildu. Þannig er þaö jafnan þegar Beethoven er fluttur, enda er það sjálfsögð menningarskylda að flytja fleiri eöa færri af stórverkum hans á hverjum vetri. Hinir ungu þurfa aö kynnast þeim i lifandi flutningi og við hin eldri erum jafnan jafnánægð að hitta aftur gamla vini — sjá mynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.