Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 18
Föstudagur 5. febrúar 1982. Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Á kvikmyndahátíd: Að svíkja með bros a vor Angi Vera. Sýningarstaður: Regnboginn. Leikstjórn og handrit: Pál Gábor. Aðalhlutverk: Veronika Papp, Tamás Dunai, Erzsi Pásztor, Eva Szabó. Myndataka: Lajos Koltai. Framleiðandi: Hungarofilm, Ungverjalandi, 1978. ■ Þessi ungverska kvikmynd er eftirminnileg lýsing á áhrif- um Stalinisma á venjulegt fólk. Að Gábor blandar inn á milli gamansömum atriðum og ást- um og hefur söguhetjuna unga og fallega stúlku, verður aðeins til þess að gera gagnrýnina á vinnubrögð Stalinista, og aðlög- u.m fólks að þeim, enn beittari. 1 stuttu máli fjallar myndin um nokkra Ungverja, á mis- munandi aldri, sem verða þeirr- ar náðar aðnjótandi fyrir ýmsar sakir, að komast á skóla ung- verska kommúnistaflokksins árið 1948, þegar kommúnistar eru að treysta tök sin á landinu og þjóðinni. Vera Angi er ung aðstoðarstúlka á sjúkrahúsi og hún kemst i skólann fyrir að hafa á játningar- og sjálfsgagn- rýnisfundi með fulltrúum flokksins gagnrýnt vinnubrögð- in á sjúkrahúsinu og borgara- lega háttu yfirmanna þar. Skólinn er til þess að þjálfa væntanlega starfsmenn flokks- ins, og þar rikir sama einræði, foringjahollusta og sjálfsgagn- rýni, sem svo er kölluð. Vera aðlagast þessu kerfi svo frábær- Smekkleysa Elding yfir vötnum. (Lightning over Water). Sýningarstaður: Kegnboginn. Leikstjórn og aðalhlutverk: Michoias Ray og Wim Wenders. Myndataka: Edward Lachman. Framleiöendur: Road Movies, Gmbh, Wim Wenders Berlin og Viking Film, Stokkhólmi, 1980. lega, að hún ris upp ótilneydd á sjálfsgagnrýnisfundi með full- trúum flokksins i lok skólans og skýrir frá ástarfundi, sem hún átti með einum af leiðbeinend- unum á námskeiðinu — ungum, kvæntum manni, sem þar með lendir i ónáð með öllu sem þvi fylgdi i Austantjaldslöndum á þessum tima. En Vera fær hrós fyrir, og flokkurinn gerir hana að blaðamanni á flokksblaði fyrir hollustuna. Gábor lætur þvi ósvarað i myndinni, hvort Vera Angi er virkilega svo blind i hollustu sinni við nýju „fjölskylduna”, þ.e. flokkinn, og svo saklaus, að hún geri sér ekki glögga grein fyrir afleiðingum gerða sinna — eða hvort hún er einfaldlega svona lævis og fölsk á leið sinni upp metorðastigann i kommún- istaflokknum. Ýmis atriði myndarinnar eru hreint afbragð. T.d. er kaflinn um sjálfsgagnrýnisfundinn svo áhrifamikill, að hann ætti að lækna flesta af trú á þann kommúnisma, sem enn heldur ýmsum rikjum Austur-Evrópu i járngreipum. ■ „Elding yfir vötnum” er sú ómannúðlegasta smekkleysa, sem ég hef séð á hvita tjaldinu i mörg ár. Kvikmyndin segir frá sam- skiptum þýska leikstjórans Wim Wenders og bandariska leikstjórans Nicholas Ray, þeg- ar sá siðarnefndi á mjög skammt eftir ólifað. Fjallar myndin fyrst og fremst um það, hvernig krabbameinið étur upp likama Rays, og það svo að hann nánast deyr fyrir framan myndavélina. Inn á milli er skotið löngum skotum af Wim Wenders i ýmsum stellingum, sem eiga að sýna óskaplegar áhyggjur hans af þvi að vera nú að gera þessa mynd, en samt heldur hann áfram að mynda Ray svo til fram i andlátið. 1 eftirmála er svo sett drykkju- veisla, eins konar erfidrykkja, þar sem kvikmyndagerðar- niennirnir skála og skemmta sér vel. Þegar leikstjórar verða jafn uppteknir af sjálfum sér, og kvikmyndagerðinni sem alfa og ómega lifsins, eins og Wim Wenders hér, þá eru þeir komn- ir á hættulegar brautir. Um- hyggja sú, sem Wenders og fleiri láta i ljósi fyrir Ray, virk- ar aðeins sem hræsni þegar miskunnarlaust auga mynda- vélarinnar er látið stara undan- bragðalaust á gamlan, hrum- an mann, sem er að falla i val- inn fyrir óhugnanlegum sjúk- dómi. Það hlýtur að teljast til mann- réttinda að fá að deyja i friði og með nokkurri virðingu, jafnvel þótt menn séu frægir, og án þess að minni spámenn leggist á þá eins og blóðsugur. — ESJ. Elias Snæiand Jónsson skrifar ★ ★ Angi Vera O Elding yfir vötnum ★ ★ ★ Kona flugmannsins ★ ★ Systurnar ★ ★ Eldhuginn ★ ★ Private Benjamin ★ 1941 ★ ★ | Hamagangur i Hollywood ★ Jón Oddur og Jón Bjarni Stjörnugjöf Tímans ★ * * * frábær • * * * mjög gói • * * góð • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.