Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. febrúar 1982. þingfréttir Þjóðskjala- safn fær allt Safnahúsið til afnota ■ „Hvað er að gerast i mál- um Þjóðskjalasafns Islands? Hver hafa orðið viðbrögð menntamálaráðuneytis og ráðherra að fengnum niður- stöðum og tillögum skjala- vörslunefndar, sem ráðuneyt- iðskipaði i okt. 1980 til að gera tillögur um vörslu og grisjun embættisgagna er Þjóðskjala- safnið á samkvæmt gildandi lögum að veita viðtöku? Má vænta þess að hreyfing komist á þessi mál á nýbyrj- uðu ári, sem er 100. afmælisár Þjóðskjalasafns íslands?” Þessar spurningar lagði Sigurlaug Bjarnadóttir fyrir menntamálaráðherra, og gat þess i leiðinni að geymslurými safnsins væri alls óviðunandi, skjöl eru geymd á mörgum stöðum og fámennt starfslið hefur enga aðstöðu til að halda safninu i þvi horfi sem til er ætlast. Fyrirspyrjandi sagði brýna nauðsyn að endurskoða á- kvæði um hvaða skjöl eigi aö varðveita og hverjum að henda. Þau kynstur af pappirsflóði sem safninu berast væri ekki allt þess eðlis að neina þýðingu hefði að varðveita það. í þvi sambandi benti Sigurlaug á gögn frá dómstólum um afsagða vixla og fleira af þvi tagi. Það hefði enga sögulega eða menningarlega þýðingu að varðveita þetta allt saman en geymsla gagnanna kemur i veg fyrir að hægt sé að varð- veita það sem mikilvægara sé með sómasamlegum hætti. Þjóðskjalasafnið þarf á 25 þúsund hillumetrum að halda til að sómasamlega sé aö þvi búið hvað geymslurými snert- ir. Til samanburðar benti Sigurlaugá að Landsbókasafn íslands hefði yfir 15 þús. hillu- metrum að ráða. Ingvar Gislason mennta- málaráðherra sagði að mikið skýrsluflóð dyndi yfir Þjóö- skjalasafn og væri naumast hægt að varðveita allt sem þangað bærist, en erfitt væri að segja fyrir um hvað á að varðveita og hverju að henda. Væri nauðsyn á að koma safn- inu i nútimahorf og bæta úr þeim þrengslum sem það býr nú við. Ákveðið er að fá erlendan sérfræðing i þessum málum til ráðgjafar um mál Þjóðskjalasafnsins, og islenska sendiráðið i Kaup- mannahöfn hefur nú milli- göngu um að fá tiltekinn sér- fræðing til starfans. Fyrirhugað er að Lands- bókasafn flytji i Þjóðarbók- hlöðuna þegar hún verður fullbyggð. Sagði menntamála- Ingvar Gislason. ■ Sigurlaug Bjarnadóttir. ráðherra að mikil áhersla væri lögð á þá framkvæmd og vonaðist hann til að byggingin yrði fullgerð eftir 4 ár. Þjóö- sl jalasafn og Landsbókasafn eru nú til húsa i Safnahúsinu og hefur siðarnefnda safnið 2/3 byggingarinnar til afnota. Ráðgert er að Þjóðskjalasafn- ið fái allt húsið þegar Lands- bókasafn flytur og með ný- tiskulegri geymsluaðferðum en nú tiðkast ætti það að veröa fullnægjandi. Guðrún Helgadóttir lagði á- hersluá að setja þyrfti ný lög um varöveislu skjala. Sigurlaug þakkaði mennta- málaráðherra fyrir greið svör, og sagði gleðilegt að á alþingi væri gefinn svolitill timi til að fjalla um menningarmál og sögu þjóðarinnar, en öll umræða þar væri að koðna niður i si- felldum umræðum um efna- hagsmál og visitöluleik. Oó Þjódhagsstofnun spáir minni verðbólgu en Verslunarráð „UM 40% TIL — segir Ólafur ■ „Ég hef litið um þessa spá þeirra að segja. En miðað viö þá hækkun sem við höfunt áætiað að verði á framfærsluvisitölunni við útreikning nú i febrúar þá fáum við um eða yfir 40% hækkun frá upphafi til loka ársins út úr okkar reikningum”, svaraði óiafur Daviðsson, forstöðumaöur Þjóð- hagsstofnunar er Tintinn bar undir hann 51% verðbóiguspá FRAUPP- LOKA ÁRS” Davíðsson. forstjóri Verslunarráðs islands, sem sagt var frá i Tlmanum i gær. Ólafur sagði þá gengið út frá svipuðum forsendum og gert er i spá Verslunarráösins, þ.e. að engar grunnkaupshækkanir verði á árinu, viðskiptakjör komi inn i og auknar niðurgreiðslur sam- kvæmt yfirlýsingu rikisstjórnar- innar. Mestan mun sagði hann koma fram á útreikningi Þjóö- hagsstofnunar og spá verslunar- ráðsins varðandi siðustu hækkun ársins, en þá spáir Verslunarráð- ið 13% hækkun, eins og fram hefur komið. Hækkun framfærsluvisitöiu frá upphafi til ioka ársins 1981 sagði Ólafur áætiaða um 42%. En ná- kvæmar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en hækkunin nú i febrúar hcfur veriö reiknuð út. —HEI „Notum ekki skrúfur, nagla, bolta eða tappa” — segir Johnny Sörensen, húsgagnaarkitekt ■ Tveir danskir húsgagnaarki- tektar, Rud Thygesen og Johnny Sörensen, opna sýningu á hönnun sinni að Kjarvalsstöðum, vestursal, i dag klukkan 14. Blaðamaður Timans hitti annan þeirra Johnny Sörensen að máli að Kjarvalsstöðum i gær, og þá kom fram i máli hans að sýning þessi hefur farið viða um heim m.a. til Bandarikjanna, Japan, Bretlands og Sviss. — Hvað er það sem er sérstakt við þessa sýningu? „Danskur húsgagnaiðnaður hefurá undanförnum árum staðið með miklum blóma, þrátt fyrir allar þær þrengingar sem annars eru i Danmörku. Húsgagna- iðnaður okkar byggi á langri hefð sem á undanförnum árum hefur mjög verið þróuð. Við t.d. höfum sérhæft okkur i að hanna létt ein- föld og sterk húsgögn, við notum ekki skrúfur, nagla, bolta eða tappa, heldur reynum að hanna húsgögnin þannig að hlutarnir beri hver annan. Áður en við sendum húsgögnin á markað eru þau vandlega próf'uð. Þau þurfa að standast margskonar þolraun- ir. Við hölum einnig sérhæft okkur i smiði barnahúsgagna,” sagði Johnny. A sýningunni má einnig finna ljós sem eru hönnuð af þeim félögum auk ýmissa smáhluta og verkfæra. —Sjó. ■ llönnun þeirra Rud Thygesen og Johnny Sörensen miðar aö þvi að húsgögnin falli vel aö likama fólks. Timamynd: GE. Verkamannabústaðir í J?0\)Lrin\)íLr Suðursandsbraut 30, 105 # JWyhJUVUS, Reykjavík. Simi 81240 Umsóknir Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir umsóknum um kaup á 176 tveggja til fimm herbergja ibúðum, sem eru i byggingu við Eiðsgranda i Reykjavik. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri ibúðir, sem koma til endursölu siðari hluta árs 1982. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara ibúða gilda lög nr. 51/1980. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9 -12 og 13 -16. Umsóknum skal skila eigi siðar en 27. febrúar n.k. Óafgreiddar umsóknir frá nóv. - des. 1981 verða einnig taldar gildar um þessar ibúðir, nema umsækjendur tilkynni um annað. Stjórn verkamannabúst. i R.vik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.