Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. febrúar 1982. UÖISiíi 19 menningarmál AMADEUS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ AMADEUS EFTIR PETER SHAFFER Þýöing: Valgaöur Egilsson og Katrln Fjeldsted. Hljóöband: Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld Lýsing: Arni Baldvinsson Leikmynd og búningar: Björn G. Björnsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason Þaö veröur ekki annað sagt en aö stóru leikhúsin hafi lifgaö upp á skammdegiö aö þessu sinni. Tvö mikil verk eftir Halldór Laxness eru á fjölunum, Hús skáldsins og Salka Valka aö ógleymdum Kisu- leiknum ungverska. En allt eru þetta verk, sem verulega athygli hafa vakið. Og maöur var naumast búinn aö nudda stýrurnar úr augnum og jafna sig eftir útgeröina og sorgina i leik- húsinu viö Tjörnina, er ný óham- ingja var komin á svið Þjóöleik- hússins og nýr galdur var tekinn viö, Amadeus Mozart. Stóru leikhúsin eru oft skömmuö.Menn telja að þau hafi af sér opinbera peninga, og sem enn . verra er aö fyrirgefa, aö þau hafi af fólki mikla og stóra skemmtan. — En nú kveður viö annan tón, fögnuöur rikir og eng- inn talar um opinbera peninga. Amadeus Leiki*itiö Amadeus verður lik- lega aö teljast til bókmennta- verka, þarsem ímyndun er troöið i götin á sögunni. En það verður aö hafa í huga aö gátan um höfund Njálu er ekki eina óleysta þraut sögunnar. Til eru menn sem trúa þvi aö Jón Austmann hafi komist á skip meö peninga Reynistaöabræöra og aðrir halda að Mozart hafi endilega veriö drepinn með rottueitri, i stað þess að deyja Ur innanmeinum af lög- legri gerð. Orðið Amadeus mun þýða ,,sá sem Guð elskar”, og mun svo hafa verið aö sönnu i mörgu tilliti, hvað Mozart áhrærir. Hann er að minnsta kosti einn af snillingum siðari alda. Byrjaði feril sinn, sem undrabarn I píanóleik, og var eftirsótt barn keisara og hertoga um alla Evrópu. Siöar gjörðist hann afkastamikiö tónskáld og samdi af meiri hæfileikum og öryggi en þekkst hefur i vorum kontrapunkti. í leikskrá er þessum undra- manni lýst m.a. á þessa leið: Mozart „Hann dó ungur aöeins 35 ára, en skildi eftir sig fjölda tónverka, hvert ööru glæsilegra. Aö margra áliti er hann sá tindur i tónlisar- sögunni sem hæst gnæfir, rétt einsogShakespeare i leiklistinni. Hann er sá listamaöur sem gaf okkur listaverk sem ofteru ósköp einfaldlega sögö fullkomin. Og þaö er ekki nóg með að Mozart hafi afkastaö miklu magni og gæöum, heldur veittist honum svo létt aö skapa aö lyginni er likast. Hvert meistaraverkiö rak annaö: kammerverk, sinfóniur, óperur. Allt stökk þetta alskapaö Ur höföi hans. Hvergi finnast minnisblöö eöa skissubækur þessa snillings. Hann hefur hvergi strikaö út eöa breytt einni einustu nótu. Hann einfaldlega skrifaöi verkin sin beint niöur og áreynslulaust aö þvi er haldiö er fram. Hvaöa yfir náttúrulega náöargáfavar þarna á ferðinni? Og hvemig sam- ræmdist þessi undursamlegi tón- snillingur þeim ótrúlega klám- fengna rudda, sem Mozart opin- berar i bréfum sinum og með framkomu sinni? Hvaðan streymdi þetta óviöjafnanlega tónaflóð? — Þetta eru meðal annars þær spurningar, sem Peter Shaffer veltir fyrir sér i leikriti sinuog hann gefur svariö i skyn, með þvi aö velja miönafn Mozarts sem titil á verkið. Þvi Amadeus merkir ,,sá sem guö elskar”. Onnur vangavelta hefur ætfð veriö tengd nafni Mozarts allt fram á þennan dag. Á dánarbeöi sinu bar hann fram þá ásökun að tónákáldið Salieri hafi byrlað sér eitur og æ siöan hefur þetta verið þrálátur orörómur sem hvorki hefur tekist að sanna né afsanna með öllu. Og er Salieri lá á si'nu dánarbeöi röskum þrjátiu árum siöar, var helsta áhyggjuefni hans aö kvittur þessi skyldi enn vera á kreiki. Oröróm þennan hefur enn ekki tekist aö kveða niður, þó margir beri brigöur á hann; og Shaffer er ekki sá eini sem komiö hefur auga á drama tiska möguleika i samskiptum tónskáldanna tveggja. Aöeins íimm árum eftir dauöa Salieris samdi rússneska skáldiö Aleksander PUskin stutt leikrit i bundnu máli um þetta sama efni, og tónskáldiö Rimsky-Korsakov samdi siðan óperuna Mozart og Salieri upp úr þvi.” Salieri Þaö þarf raunar ekki aö undra neinn, þótt Peter Shaffer sem i lok siöari heimstyrjaldarinnar kemur upp Ur kolanámu i grennd viö Liverpool til aö lesa mannkynssögu, og veröa siöan frægur og dularfullur rit- höfundur, fengi áhuga á dauö- daga Mozarts og samskiptum hans við Salieri, tónskáld. Hér á landi mun Shaffer líklega frægastur fyrir Equus, sem Leik- félag Reykjavikur sýndi fyrir nokkrum árum og vakti mikla at- hygli. Magnþrungið og drauga- legt verk. Og nú bætistannaö viö. Mozart (1756—1796) var algjör andstæöa hins imyndaöa eitur- byrlara Antonio Salieri (1750—1825). Hann var frægðar- maður Itónlistá sinni tiö, og hlaut einkum frama i Vinarborg. Liferni hans var til fyrirmyndar og hann haföi mikið aö gjöra. Hann var nær algjör andstæöa Mozarts, þótt báöir væru tón- listarmenn. Salieri var ekki létt um aö yrkja og er nú talinn daufur tónsmiöur. Hann var einn af þeim listamönnum, sem vinna þaö upp með eljunni og réttri framkomu, sem á vantar I skáld- skapinn. Hann komst til metorða viö hiröina undir vernd Jóseps II. keisara, sem var einhverskonar Ragnar i Smára I óperu keisara- veldisins og annarri tónlist. Salieri er m.a. lýst svo: „Salieri þjónaöi hiröinni I Vinarborg i allt i 50 ár. Hann þótti góöur skipuleggjandi og nafn hans tengdist aldrei neinu hneyksli, ef frá er talinn orö- rómurinnum eitrunina. Hann var bindindissamur, drakk aöeins vatn, en var mikiö fyrir sælgæti. Áyfirboröinu var hann vinveittur Mozart, en nokkuð almennt áliter þó að hann hafi með undirferli og svikráðum komiöMozart i ýmsan vanda. Viö önnur tónskáld var hannhjáþlegur og óspará hvatn- ingu og raunar varð reisn hans, siöfágun og frægð til þess aö lyfta tónskáldum i viröingarstiga þjóö- félagsins. Fjölmargir af merk- ustu tónlistarmönnum næstu kyn- slóöar læröu hjá honum og voru t.d. Beethoven og Scubert stoltir af að hafa verið nemendur Sali- eris.” Og það er úr samskiptum þessara tveggja tónskálda, sem Shaffer smiöar sitt verk Ama- deus. Byrjar á aö lýsa æsku- dögum tónskáldanna og siöan samskiptum þeirra uns Mozart er dáinn. Leikritið I raun og veru fer Shaffer háfgjöröa vandræöaleiö. Salieri er eiginlega bæði sögumaöur og þátttakandi I leikriti. (Robert Arnfinnsson), Sögumenn eru hálfgeröir vandræöagripir i leik- ritum. Þeir minna oft á visna- skýringar, þar sem langt mál veröur aö vera undanfari einnar ferskeytlu. En Shaffer er enginn miöl- ungur, sem höfundur. Hann er skáld. Rök hans og efnistök eru svo sannfærandi að meö ólik- indum er. Hann talar tónlistar- mál. Samlikingar hans eru oft úr tónlist, og þótt ég viti ekki hvernig þær falla i kramiö hjá tónmenntafólki, þá eru þærsann- færandi fyrir aöra. I fljótu bragöi viröist leikurinn einkum hvila á Salieri, sem er inni á sviöinu allan timann, á Mozart (Siguröur Sigurjtasson) og Konstönsu Weber, eiginkonu Mozarts (Guðlaug Maria Bjarna- dóttir). En ef nánar er skoöaö, þarf þó fleira til. Nákvæm hraöastilling, rétt tónbandsnotkurj, góö þýöing og ljós. Ekkert má fara Urskeiöis — og þaö gjöröi ' þaö ekki á frumsýningunni, enda ætlaöi allt um koD aö keyra af fögnuöi i lokin. Þama vinnur Róbert Amfinns- son leiksigur, og eins Siguröur Sigurjónsson, og fara þó gjarnan á kostum i leikhúsi. Sama má segja um Guðlaugu Mariu Bjarnadóttur, sem leikur eigin- konu Mozarts. Fjölmargir taka þátt i sýning- unni. Meöal þeirra eru þeir Gisli Alfreðsson, Hákon Waage, Valdi- mar Helgason og Flosi Ólafsson, og standa þeir sig meö prýöi. Leikmynd Björns G. Björns- sonar ereinföld og hún leikur með þessu verki. Leikmyndateiknar- inn skilur aö timafrekari skipt- ingar myndu skera þráöinn. Bak viö allt þetta fjöltefli stendur svo leikstjórinn Helgi Skúlason, er skapar sannfærandi og áhrifa- mikla sýningu. Um sannleiksgildi verksins er öröugra aö tala. Höfundurinn Peter Shaffer* (1925) kolamokarinn sem las mannkynssögu kann aö afla heimilda. Bréfasafn Mozarts er til, eöa bréf sem hann ritaði fööur sinum. Viða er getiö um Mozart i ritum. Hitt er bagalegra, aö bréf Leopolds Mozart, er hann ritaöi syni sinum Amadeusi, eru ekki lengur til, Kona hans notaöi þau I uppkveikju á köldu vetrarkvöldi austur í Vinarborg. Þar fór mikiö i eldinn, þvi Leopold skrifaöi syni sinum mikiö. En i rauninni siptir þetta ekki svo miklu máli. Leikritiö er ekki ævisaga, eöa æviskrá, hvorki Mozarts eöa Salieri, heldur hrif- andi skáldskapur með mun stærra inntaki og skirskotun til mannlegra samskipta, en lausn á tvöhundruö ára gamalli dánar- orsök. Jónas Guöm undson Fjórar nýjar bækur frá U n i versi tetsf or laget Nils Grinde: Norsk Musikk- historie. Hovedlinjer in norsk musikkliv gjennom 1000 ár. Universitetsforlaget 1981. 417 bls. Norðmenn eiga sér langa og merka tónlistarsögu og mun vart ofmælt þótt sagt sé aö þeir hafi lagt meiri rækt viö sögu þeirrar listgreinar en aörar þjóöir á Norðurlöndum. Bókin.sem hér liggur fyrir er 3. útgáfa, endurskoðuð og kom fyrst út áriö 1971. Höfundurinn, Nils Grinde, er dósent i tónlist viö há- skólann i Osló. Hann rekur hér sögu tónlistar i Noregi allt frá elstu tið og fram á 8. áratuginn. Segir fyrst frá heimildum, sem varðveist hafa um tónlistariökun þeirra, sem Noreg byggöu á stein- og járncDd og siöan er sagan rakin i timaröö og fjallaö sérstaklega um helstu einkenni tónlistar og tónlistarlifs á hverju timabili. Þannig er t.a.m. sérstakur kafli um kaþólskan kirkjusöng, annar um lútherskan, kaflium „gullöld- ina”, sem Norömenn nefna svo, timabilið frá ca. 1860-1890, tima Edvards Grieg og fleiri helstu og þekktustu tónskálda Norömanna, o.sv.frv. Mikiö er til þessarar útgáfu vandaö, hún er prentuð á góðan pappir og prýdd miklum fjölda mynda. Tone Schou Wetelfsen: Nár bánd brytes. Universitetsforlaget 1981 141 bls. Einsog flestum er kunnugt eru hjónaskilnaöir einhver versta piágasem nú herjará samfélagið og viröast þeir viöast hvar frem- ur færast i vöxt en hitt. 1 Noregi eru hjónaskilnaðir um 7.000 á ári hverju og þar sem annarsstaöar bitna þeir yfirleitt verst á þeim sem minnst mega sin og sak- lausastir eru, börnunum. I þessa bók skrifa 14 höfundar um hjónaskilnaði og áhrif þeirra á börn og um stööu bamanna i samfélaginu meö tilliti til hjóna- skilnaða. Sjónarmiö höfundanna eru ólik eins og aö likum lætur, en allir fjalla þeiraö nokkru um nýja löggjöf um böm og stööu þeirra i Noregi. Þetta er fróðleg bók um viökvæmt vandamál og verö- skuldar athygli félagsfræðinga, sáifræöinga og annarra þeirra er um slik mál þurfa aö fjalla. Th. Christoffersen og Hans Prydz (ritstj.): Atomkrig i medisinsk perspektiv. Universitetsforlaget 1981 112 bls. Hættan af kjarnorkustyrjöld hefur veriö mikiö til umræöu i veröldinni aö undanförnu og þótt sitt sýnist hverjum iþeim málum munu fáir neita þeirri ógn sem mannkyninu stafar af kjarnorku- vopnum. t þessari bók lýsa.sjö höfundar þeim áhrifum sem kjarnorku- styrjöld myndi hafa á manns- likamann og þeim hörmungum, er þeir yröu fyrir, sem hugsan- lega liföu hildarieikinn, af. Þetta ertimabær bók og hlýtur aö vekja alla til umhugsunar þó ekki væri nema vegna hroöalegra lýsinga norsku læknanna. Sysselsettingen i sokelyset. En artikkelsamlingredigeret av Rolf Brunstad, Tom Colbjö'rnsen, Tor Rödseth. Universitetsforlaget 1981. 203 bls. Málefni atvinnuvega og vinnu- markaöar hafa m jög verið til um- ræðu i' nágrannalöndunum aö undanförnu. Ber þar margt til, kreppa i efnahagsmálum á vesturlöndum, aukið atvinnuleysi i löndum EBE, ný tækni, sem si- fellt hefur meiri áhrif, auknar kröfur um bætta vinnuaðstööu o.fl. o.fl. í þessari bók taka ritstjórarnir þessi mál og ýmisleg önnur, sem tengjast efnahagsmálum og vinnumarkaði til athugunar, reyna aö rekja orsakir og gera sér jafnframt grein fyrir þvi hvert stefni, hver muni veröa þróunin i þessum efnum i nánustu framtíö. Þetta er fróöleg bók og athyglisverð fyrir margra hluta sakir. A hún fullt erindi til is- lenskra lesenda þótt viö höfum enn sem komib er sioppiö viö ýmis þeirra vandamála sem hér er fjaliaö um. JónÞ. Þór Jón Þ. Þór skrifar um er- lendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.