Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sfmi (91) 7- 75-51, (91 ) 7- 80-50. ttT71 T~\T~\ ttt7» Skemmuvegi 20 rXMhULf nr. Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 Föstudagur 5. febrúar 1982. ■ Þau hjónin Guöný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldvinsson hafa starfrækt Mokkakaffi frá 1958. Þarna er enn sem i upphafi um þrjár gerðir af kaffi að velja, — expresso, cappucino og cafe latte, — auk ekta súkkulaðis með rjóma. Og ekki má gleyma meðlætinu sem Guðmundur sækir reglulega út f Bernhöftsbakari. (Timamynd G.E.) „ÉG ER FflRINN AD Slfl KYNSLÓDASKIPTI HÉR” — rabbad við Guðmund Baldvinsson á Mokkakaffi ■ „Ég er löngu farinn að sjá kynslóðaskipti meðal gesta hérna, synirnir eru famir að setj- ast I sæti feðranna, eins og hann Illugi Jökulsson, en faðir hans var hér tiður gestur og ekki má gleyma ungum blaðamönnum, þvi Egill Helgason gæti vel verið arftaki manna eins og Karls ts- feld, svo ég nefni dæmi sem eru ykkur á Timanum nærtæk”. Það er Guðmundur Baldvins- son á Mokkakaffi sem hér talar en hann hefur verið nokkurs konar Maecenas listamanna i höfuöborginni frá þvi er hann opnaöi kaffihús sitt áriö 1958, en Mokkakaffi átti senn eftir aö veröa athvarf efnilegra manna sem áttu í fá kaffihús að venda eftir að Laugavegur 11 brann. (Það var nokkru eftir aö Mokka- kaffi tók til starfa). „Hér var fariö af staö meö miklum glæsibrag og ég get meö góöri samvisku sagt aö við höfum ekki látið deigan siga siöan, heldur jafnan haldið uppi fullum dampi á kaffivélinni fram tilhálf tólf á kvöldin. A fyrstu árunum hérna töku ýmsir höfuðsnillingar þegar aö sækja staðinn og mér detturstrax I hug þeir Friöfinnur Ölafsson, Helgi Sæmundsson, Jón Þórar- insson og Hannes Daviösson, en þessirmenn komugjarna saman, þegar þeir voru búnir að boröa i Alþýöuhúskjallaranum Já, ég minntist á ungu menn- ina. Hér voru þeir edtt sinn tfðir gestir á menntaskólaárum Ólafur Ragnar Grimsson, alþingis- maöur, Garðar Glslason borgar- dómari, Ólafur Daviösson, for- stööumaöur Þjóöhagsstofunar, Þorleifur Hauksson útgáfustjóri, Þorsteinn Gylfason, lektor ofl. og margir þeirra lita enn við hjá okkur, þótt ekki sé þaö eins oft og var. Við tókum upp á þvi i byr jun að hafa hér listsýningar og ekki svo fáir listamenn hafa sýnt hérna i fyrsta sinn, menn sem áttu eftir aö veröa þjóðkunnir listamenn. Ég nefni sem dæmi Baltazar og Jónas Guömundsson. Já, hér hafa afar margir sýnt á eftir þeim Braga Asgeirssyni og Barböru Amason, sem voru meöal fyrstu sýnenda hérna. Eg held aö segja megi aö þessar sýningar hafi veriö mikil hjálp og lyftistöng fyrir unga listamenn, þvi viö sýndum fyrir SÚMarana, áöur en þeir fóru á Vatnsstiginn og störfuöum i sam- vinnu við Vatnsstiginn um skeiö. Við eigum enn okkar tryggu viöskiptavini og eins og ég sagði i upphafi, þá er það eitthvaö hérna sem laðar menn hingað aftur og aftur og það er hingaö sem margir útlendingar koma, vilji þeir fá kaffi að sinum smekk, ekki sist suöurlandabúar. Sum hótelin visa þeim meira aö segja hingaö. Já,eitthvaö er þaö sem veldur, þótt ég kunni ekki viö að skil- greina þaö nánar, en eins og Jón Asgeirsson tónskáld sagöi við okkur um daginn: ,,Ég kann allt- af betur og betur viö þennan stað”, og hann talaði af þó nokk- urri reynslu, þvi langur timi er um liöinn frá þvi er hann kom hingaö fyrst”. — AM sídustu fréttir Skeiðará komin í 420 rúmm. á sekúndu ■ „Ain hefur vaxiö töluvert i dag”, sagöi Ragnar bóndi á Skaftafelli i gær- kvöldi. „Mælinga- menn Orkustofnunar mældu 310 rúmmetra rennsli á sekúndu i gær, en i dag mældist þaö 420 rúmmetrar. Mér sýnist vatniö hafi þó enn aukist eftir þvi sem leiö á daginn”, sagöi Ragn- ar. Hann sagði Skeið- ará þó enn i sinum venjulega sumarfar- vegi, en i honum sé mikill is ennþá eftir langvarandi frost, sem ánni gangi illa aö rifa upp. Ragnar kvað leiö- indaveður á þeim slóðum i gærdag og gærkvöld, talsvert rok og rigning. Þegar Timinn hringdi haföi fólk i öræfum setiö rafmagnslaust i nokkra klukkutima. Ekki vissi Ragnar ástæöu þess, en telur meiri brögð að slikum rafmagnstruflunum siöan Byggöalina aö norðan var tengd. —HEI Blaðburðarbörn ' J óskast Timann vantar fólk til blaöburðar'J I eftirtalin hverfi: Hraunbæ Glæsibæ Lindargötu Simi 86-300 dropar Enn af Ikarus ■ Þaö ætlar ekki aö ganga andskotalaust aö koma hinum margfrægu Ikarus-vögnum almenni- lega I gagniö. Agætur vagnstjóri sagöi okkur frá því aö á laugardagsmorguninn heföu þrir Ikarusar veriö settir á götuna, en þeir heföu allir veriö komnir á verkstæöi um hádegisbil- iö. Huröaútbúnaöurinn bilaöi I einum, vélin I öör- um, en kvilla þess þriöja þekkjum viö ekki. Þaö er ekki nema von aö það besta sem Eirikur Asgeirsson, forstjóri SVR, treysti sér til aö segja um Ikarus I viötali viö Þjóöviljann f gær var: „Mikil og góð reynsla af Ikarus erlendis”(!!) Hér- lcndis hefur greinilega veriö annaö uppi á ten- ingnum. Þvingar enginn Albert? ■ ■ I Mogganum I gær birtist dálitiö kostuiegt viðtal viö Albert Guömundsson i tilefni frásagnar Timans af þvi meö hvaöa hætti Albert tók sæti á framboðslista Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik. Til upprifj- unar má geta þess að framgangsmátinn var þannig, aö eftir aö Albert haföi veriö i felum dögum saman fór Ólafur B. Thors á fund hans og af- hcnti honum bréf, i vitna viðurvist, þess efnis að ef Albert geröi ckki upp hug sinn innan sólarhrings myndi Birgir isleifur taka sæti hans á listan- um. Meö bréfinu fylgdi staöfesting Birgis sjálfs á þvi aö hann heföi undir- gengist aö taka sæti Al- berts á listanum. Bragö Ólafs B. Thors heppnaöist fullkomlega, — Albert lagöi niöur skottiö og hypjaöi sig til sætis. Auövitaö haföi Timinn þessa atburöarás eftir fullkontlega öruggum heimildum, enda bcr Al- bert ekki til baka i Moggaviðtalinu eitt ein- asta efnisatriöi. Iiitt er svo annað mál, aö Moggatetrinu finnst sjálfsagt þcssi skripaleik- ur ekki skemmtilegur til afspurnar, þannig aö eitt- hvað verður að klóra i bakkann. Menn verða svo aö meta hver fyrir sig hversu trúverðugt það er þegar Albcrt segir i við- talinu: „Enginn þvingar mig til neins”. Krummi ... vill bara vekja athygli á þvi aö Mogginn hefur nú birt hina árlegu „frétt" sina af þvi hver staðan I raforku málum lands- manna hcfði getaö verið i dag ef Hjörleifur Guttormsson heföi tekiö aöra ákvöröun en hann gerði 1978. Við spyrjum Mogga: Hvaö heföi Skarphéðinn getaö gert við Flosa ef sá fyrrnefndi heföi sloppiö lifs úr Njáls- brennu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.