Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur 5. febrúar 1982 27. töiublaö —66. árg. ? > Erlent yfirlit: ¦ Feðgarnir Sigurjón Þorbergsson og Þorbergur Pétur nutu þess vel aö fá hressingu á lögreglustö6inni I Arbæ klukkan tvö i nótt eftir hrakningarnar. TJmamynd: Róbert „EKKERT HRÆDDUR EN fi VAR SVOLITIÐ KALT — sagði Þorbergur Pétur klukkan tvö i nótt, en þá höfðu hann og faðir hans staðið í sex klukkustunda hrakningum Skattar í Noregi — bls. 7 ¦ ,,Við ætluöum aö komast i þetta hesthús, sem var svona 50—100 metra frá þeim stað sem bfllinn stöðvaðist. Ég þurfti að vaða upp að mitti til að komast að húsinu og siðan að klifra inn um glugga og okkur var orðið ansi kalt þegar við loks náðum að hús- inu" sagðiSigurjón Þorbergsson i samtali við Timann um tvö leytið i nótt, en Sigurjón var þá staddur ásamt syni sinum Þorbergi Pétri á lögreglustöðinni i Árbæ, þar sem þeir fengu hressingu eftir giftusamlega björgun. „Þegar við vorum komnir inn i húsið grófum við okkur niður i heyið og Þorbergur Pétur sofn- aði. Ég varð var við að björgun- armennirnir voru að lýsa á hús- gaflinn og kallaði til þeirra, en þeir hafa örugglega ekki heyrt i mér þvi þeir fóru framhjá. Siðan þegar þeir komu til baka urðu þeir okkar varir. Ég hélt fyrst þegar þeir fóru framhjá að þeir væru að bjarga einhverjum öðr- um þarna rétt hjá. Við vorum á leiðinni heim kl. 19.30 og mér fannst tilvalið að fara þennan veg. Ég sá að bill hafði farið þarna á undan mér svo mér fannst mér vera óhætt að fara þarna. Vatnið var alveg yfir veginn og ég álpaðist út af og festi bilinn og ákvað ég þá að reyna að komast inn i hesthúsið". „Ég var ekkert hræddur en mér var orðið svolitið kalt" sagði Þor- bergur Pétur, sem drakk sjóðandi heitt kaffi á lögreglustööinni i Árbæ og virtist óöum að hressast eftir hrakningarnar -röp./—P.M. MIKIL LEIT ¦ Það var um klukkan 19.40 i gærkvöldi sem lögreglan i Reykjavik fékk boð um að tveir menn væru i vanda staddir á Lada-jeppa við efstu trébrúna i Elliðaánum. Þegar lögreglan kom á staðinn um átta leytið voru mennirnir farnir úr bflnum, sem virtist hafa farið dálitið út af veg- inum, en 30—40 sentimetra djúp- ur vatnsflaumur gekk þá yfir veginn á þessu svæði. Talið var að það hefði verið tiltölulega vandræðalitið fyrir mennina aö komast á þurrt land þannig að ekkert frekar var aðhafst á þessu stigi málsins. Kiukkan að ganga tiu hringdi svo eiginkona mannsins til lög- reglunnar i þvi skyni aö spyrjast fyrir um feðgana, en þá hefðu þeir að öllu eðlilegu átt að vera komnir heim fyrir löngu. Fjöl- skyldan býr á Vatnsendabletti. Þegar hér var komið sögu var ljóst að feðgarnir höföu lent i vandræðum og auk lögreglunnar hófu nú Björgunarsveitin Ingólfur og Hjálparsveit skáta i Réykjavik viðamikla leit. Gengið var i brekkurnar bæði Arbæjar- og Breiðholtsmegin við Elliðaárnar auk þess sem leitað var i sumar- bústöðum i nágrenni Kópavogs. Það var svo laust fyrir klukkan hálf tvö sem kafari fann þá feðga i bragga nokkrum, um 50—100 metra frá þeim stað þar sem bill þeirra hafði stöðvast. —P.M.Aröp. Björgunarmenn búa sig I leitarleiðangur. Tlmamynd: Sverrir Kvik- mynda- hátfdin — bls. 26 Hvað kostar mjólkirí? — bls. 10 Samræmdu prófin — bls. 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.