Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 12
BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Tvær stöður eru lausar til umsóknar: BÓKAVÖRÐUR Fullt starf bókavarðar í útlánsdeild aðalsaf ns Þingholtsstræti 29A. Æskileg menntun: stúdentspróf eða sambærileg menntun og vél- ritunarkunnátta. Oreglulegur vinnutími. SKRIFSTOFUMAÐUR Fullt starf á skrifstofu safnsins Þingholts- stræti 27. Menntun: stúdentspróf eða sam- bærileg menntun. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Launakjör skv. samningum við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar. Skriflegar umsókn- ir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 25. febrúar 1982. Borgarbókavörður Stangveiðimenn Tilboð óskast i stangveiðiréttindi Selár i Strandasýslu. Tilboðin miðist við alla ána svo og 1 eða fleiri ára leigusamning. Til- boðum sé skilað skriflega til Jóhanns Rós- mundssonar Kópnesbraut 3 Hólmavik simi 95-3183 fyrir 15. april 1982 og gefur hann allra upplýsingar um ána. Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Veiðifélags Selár Auglýsið í Tfmanum moksturstæki Eigum fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði hin landskunnu Alö moksturstæki fyrir Zetor dráttarvélar Fjarlægja má lyftugálga frá traktor á einni minútu. Ásetning, allar tengingar og stjórn auðveld og fljótleg. Lyftigeta frá 700 upp i 1500 kg eftir gerðum. GOTT VERÐ Leitið upplýsinga sem fyrst. G/obus■/ LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Föstudagur 5. febrúar 1982. íþróttir Valur hefur ráðið þjalfara — Klaus Peter heitir hann og er frá V- Þýskalandi og kemur til Vals í lok mars ■ Klaus Peter 30 ára Vestur- Þjóðverji hefur verið ráðinn þjálfari meistara og 1. flokks liða Vals i knattspyrnu. Hann mun auk þess vera ráögefandi um þjálfun yngri flokka. Klaus Peter lék frá 1970 til 1973 i 3. deildinni v-þýsku. 1974 lauk hann meistaraprófi iþróttakennara frá Kölnarhá- skóla með knattspyrnu sem aðalfag. 1975-78 kenndihann við iþróttaháskólann i Nepal og þjálfaði og lék með þarlendu 1. deildar liði er varð lands- meistari 1977. 1979 var Klaus Peter þjálfari unglingalandsliðs Nepal. Klaus Peter hefur tekið allar þjálfunargráður v-þýska knatt- spyrnusambandsins og lýkur i mars prófi er gefur rétt til þjálf- unar i v-þýsku úrvalsdeildinni. 1980 til 1981 var hann fram- kvæmdastjóri og leikmaður með áhugamannaliði i v-þýsku 3. deildinni. G. Bisants sem er æðsti yfir- maður allrar knattspymuþjálf- unarkennslu v-þýska sam- bandsinsogþjálfariB landsliðs- ins hefur gefið Klaus Peter þá umsögn að hann sé hvort tveggja mjög taktiskur og fær við uppbyggingu æfinga og geysilega áhugasamur. Hann er talsmaður nemenda á lokanám- skeiðinu. Valsmenn hyggja gott til samstarfs við hinn unga fjöl- menntaða þjálfara Klaus Peter. Hann mun koma til Islands um miðjan febrúar og dvelja i nokkra daga við æfingar með Val en koma siðan til starfa i' lok mars. Arni Njálsson mun þjálfa Valsliöið þangað til og vinna með hinum nýja þjálfara í byrj- un. Eins og kunnugt er er Árni Njálsson einn af okkar hæfustu þjálfurum og hefur unnið Vals- mönnum ómetanlegt gagn i gegnum árin sem þjálfari og framkvæmdastjóri. Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Sigurð Dagsson iþrótta- kennara og fyrrum landsliðs- markvörðsem sérstakan mark- mannsþjálfara hjá öllum knatt- spyrnuflokkum Vals. Þegar fjölmennt er á æfingum hjá þjálfurum flokkanna verður oft litill timi til sérstakra mark- mannsþjálfunar. Úr þessu hyggst deildin nií bæta og væntir mikils af starfi Sigurðar, sem ekki þarf að kynna fyrir iþrótta- unnendum. Aðrir þjálfarar sem ráðnir hafa verið til Vals eru þeir Jó- hann Larsen sem þjálfar kvennaflokk og II. flokk karla. Róbert Jönsson þjálfar III. flokk. Sævar Tryggvason IV. flokk. Allt eru þetta fyrsta flokks þjálfarar sem hafa safn- að mörgum titlum fyrir Val i gegnum árin. KR ffær Þrótt í heimsókn — 9. umferðin í 1. deild karla í hand- knattleik verður leikin um helgina * Heil umferð verður leikin i 1. deild karla um helgina, reyndar teygist umíerðin fram á mánu- dagskvöldið. Þrir leikir verða á sunnudag og einn leikur á mánudagskvöldið. Nýr símsvari — hjá Bláfjalla- nefnd ® Þó ekki viðri gæfulega fyrir skiðaiðkendur þessa daga, þá er það samt sem áður staðreynd að simsvari Bláfjallanefndar, fyrir skiðasvæðið i Bláfjöllum hefurengan veginn annað öllum þeim fjölmörgu hringingum sem hringdar hafa verið i hann að undanförnu. Svo slæmt hefur ástandið orðið og álagið mikið að alls ekki hefur náðst sam- band við simsvarann. Nú hefur verið ráðin bót á þessu ófremd- arástandi, þvi nýr simsvari, meö fleiri linum, mun nú á morgun verða tekinn i notkun, og þar með verður hætt að nota þann gamla. Skal þeim sem vilja snúa sér til Bláíjallanefnd- ar til þess að forvitnast um færð og opnunartima lyftanna bent á að hringja hér eftir i sima 80111. Lyftinga- mót ■ Unglingameistaramót tslands i lyftingum fer fram i anddyri Laugardalshallarinnar laugardaginn 20. febrúar og hefst mótið kl. 15. Fram fær KA i heimsókn i Laugardalshöllina á sunnudag- inn kl. 14 og er þar þýðingar- mikill leikur i fallbaráttunni. KA er nú neðst i deildinni en Fram er ekki langt undan, að- eins munar þremur stigum á þessum félögum. Stórleikur verður siðan um kvöldið i höllinni kl. 20.30 en þá leika KR og þróttur en bæði þessi félög eru i harðri baráttu á toppnum ásamt Vikingum og FH-ingum. FH-ingar fá Vals menn i heimsókn i Hafnarfjörð og verður sá leikur kl. 21. Vals- menn hafa ekki verið sannfær- andi i leikjum sinum undanfar- ið. Nú hafa þeir látið þjálfarann taka pokann sinn enda auðveld- ast að kenna honum um lélegt gengi liðsins undanfarið. Furðu- legt hlýtur að vera eftir þessu að dæma að forráðamenn KA, Fram og HK skuli ekki vera búnir að fara að dæmi Vals- manna og reka þjálfarann fyrir meistaraflokk þar sem þessi fé- lög eru enn neðar i deildinni heldur en Valur. Að þeirra mati hlýtur meinið að liggja hjá þjálfurunum hve félögunum gengur illa en ekki hjá leik- mönnum sjálfum. Undirritaöur er á þeirri skoðun að meinið liggi aðallega hjá leikmönnum sjálfum en ekki þjálfurunum. En nú ætti Val að fara að ganga betur i deildinni og ætti framförin aðkoma i ljós i leikn- um gegn FH-ingum. Siöasti leikurinn i & umferð verður siðan i Laugardalshöll á mánudagskvöldið kl. 20 og leika þá Vikingur og HK. röp—. ÍSÍ og Arnar flug semja — um ferdalög íþróttafólks á sérleidum Arnarflugs ■ Nýlega var endurnýjaður samningur milli ISÍ og Arnar- flugs h/f um ferðalög iþrótta- fólks á sérleiðum Arnarflugs innanlands. Er samningur þessi samhljóða samningi þeim, sem gilti á siðasta ári milli 1S1 og Arnarflugs. Skv. þessum samningi fá sér- sambönd, héraðssambönd og einstök félög innan þeirra af- slátt á ferðalögum, sem farin eru vegna keppni og annarra er- inda á vegum iþróttahreyfing- arinnar með Arnarflugi. Að gefnu tilefni vill fram- kvæmdastjórn ISÍ taka það fram, að sé flogið með iþrótta- hópa á vegum Arnarflugs h/f á áætlunarleið Flugleiða, getur viðkomandi iþróttahópur ekki nýtt sér flugsamning 1S1 við Flugleiðir. Það skal hins vegar itrekaö, að um algerlega frjálst val er að ræða hjá einstökum aðilum innan 1S1 hvaða samn- inga þeir nýta sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.