Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 19
Föstudagur 5. febrúar 1982. flokksstarf Prófkjör á Siglufirði Framsóknarfélögin á Siglufiröi hafa ákveöiö að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðuflokki, Alþýöubanda- lagi og Sjálfstæðisflokki um val frambjóðenda til næstu bæjarstjórnarkosninga. Prófkjörið fer fram laugardaginn 27. febrúar kl. 10—19 Þar sem skila þarf framboðslistum til kjörstjórnar fyrir 10. febr. er hér með óskað eftir að þeir sem ætla að gefa kost á sér til þátttöku i prófkjörinu hafi samband viö undirrituðsem gefa allar nánari upplýsingar. Sverrir Sveinsson, simi 96 — 71414 Halldóra Jónsdóttir, simi 96 — 71118 • Hilmar Agústsson, sími 96 — 71230. Almennur fundur um fjárhagsáætlun Hafnarfjaröar fyrir árið 1982, verður haldin i Framsóknarheimilinu að Hverf- isgötu 25, miðvikudaginn 10. febr. kl. 20.30. Frummælendur: Markús A. Einarsson og Eirikur Skarp- héðinsson Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi halda fund að Hamraborg 5 miðvikudaginn 10. febr. kl. 20.30. Fundarefni: Efnahagsmálin Frummælandi Halldór Ásgrimsson alþingismaður Stjórnir félaganna Prófkjör — Vik Prófkjör til uppstillingar á lista framsóknarmanna i Hvammshreppi fer fram sunnudaginn 21. febr. n.k. i Félagsheimilinu Leikskálum Vikmillikl. 10 og 16. öllum framsóknarmönnum og stuðningsmönnum er heimil þátttaka i prófkjörinu. F.U.F. i Reykjavik, starfshópar Stjórn ungra framsóknarmanna i Reykjavik, hefur ákveð- iðað setja á stofn 2 starfshópa. Mun annar hópurinn fjalla um stefnu flokKsins fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar, en hinn um mál er snerta næsta flokksþing. Frmasóknarflokksins, sem verður næsta haust. Fúffarar eru eindregiö hvattir til að láta skrá sig, til að taka þátt i mótun flokkssteínunnar. Skráning fer fram á skrifstoíu F.U.F. Rauðarárstig 18. eða i sima 24480. Stjórnin. Prófkjör í Njarðvik Framsóknarfélagið i Njarðvik hefur ákveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokknum og Sjálfstæöisflokknum vegna bæjarstjórnar- kosninga i vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. febr. n.k. Hafnfirðingar Almennur fundur um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1982, verður haldin i Framsóknarheimilinu að Hverfisgötu 25, miðvikudaginn 10. feb. kl. 20.30. Allir velkomnir. Stokkseyringar og nágrenni Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helga- son verða til viðtals og ræða landsmálin i samkomuhúsinu Stokkseyri mánud. 8. febrúar, kl. 20.30. Árnesingar Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helga- son verða til viðtals i Félagslundi.Gaulverjabæjarhreppi þriðjudaginn 9. febrúar kl. 21.00. Borgnesingar Stuðningsmenn framboðslista Framsóknarflokksins i Borgarnesi eru hvattir til að taka þátt i prófkjörinu laugardaginn 6. febr. n.k. Opið hús verður i Snorrabúð þann dag frá kl. 13—18. Kaffiveitingar. Undirbúningsnefnd. SLEPPIR ÞÚ BENSINGJÖFiNNI VIÐ MÆTINGAR Á MALARVEGUM? 'IDEO- IHARKáMlllfllMl WMNRABðROlO Höfum VHS myndbönd og orginal spólur i VHS. Opið frá. kl. 9 til 21 alla virka daga, laugar- daga frá kl. 14—18 og sunnudaga frá kl. 14—18. Auglýsið i Tímanum ÉG BYRJAÐI 1. OKTÓBER — ÞETTA ER EKKERT MÁL ||Uj^ERÐAR Fræðslu og leiðbein- ingarstöð SÁÁ í Síðu- múla 3-5, Reykjavík. Viðtalstímar leiðbein- enda alla virka daga frá kl. 9-17. Sími 82399. Fræðslu- og leiðbein- ingarstöð Siðumúla 3-5, Reykjavík. Upplýsingar veittar í síma 82399. Kvöldsímaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl. 17-23 í síma 81515. Athugið nýtt heimilis- fang SÁÁ, Síðumúli 3-5, Reykjavík. Getum við orðið þér að iiði? Er ofdrykkja í fjöl- skyldunni, í vinahópnum eða meðal vinnufélaga? Ef svo er — mundu að það er hlutverk okkar að hjálpa þér til að hjálpa öðrum. Hringdu í fræðslu- og leiðbein- ingastöðina og leitaðu álits eða pantaðu við- talstíma. Hafðu það hugfast að alkóhólistinn sjálfur er sá sem minnst veit um raunverulegt ástand sitt. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið. Síðumúla 3-5. Sími 82399. ___________________________j*7 meðal annarra orða PRÓF í ENSKU? ■ Þcssa vikuna standa yfir samræmd próf I grunnskólum lands- I ins. A þriðjudaginn var fengu hinir rúmlega 4000 próftakar útdeilt I I6blaðsiðna prófi I ensku. Próf þetta hefur orðiö tilefni forsiðufrétta i blöðum vcgna meintra mistaka sem orðið hafi við prófagerðina. Það er að visu ekkert nýnæmi að einhverjir reki upp ramakvein þegar samræmdu prófin eru á ferðinni, en það er samt engu að siður staðreynd að oft hala orðið mistök við íramkvæmd þessara prófa, prófa sem geta sköpum fyrir framtið þeirra unglinga sem prófin þreyta. Hradritun Það virðist þvi miður vera svo að gallar hafi verið á þessuenskupróli sem nú heíur komist á forsiöur blaðanna. Eru aðallega þrjú atriði til- nefnd, tvo sem snerta galla i gerð prófsins og eitt sem snertir hugsanagang þann sem að baki liggur. Fyrsti gallinn er sá að lesinn var upp texti á ensku I ríkisút- varpið. Þessi texti var i tveimur köflum og var siðari kaflinn lesinn of hratt þannig að þagnir á milli setninga voru of stuttar. Hér er um einfaldan tækni- galla að ræða og er i raun furðulegt að jafn mikill við- vaningsgalli skuli komast i gegn um kerfið og alla leið til próftaka. Auðvitað má segja sem svo að þar sem samræmda prófiö er röðunarpróí þá sé þetta allt i lagi en svo er þetta þó ekki i reynd þvi skriítarhraði ungl- inga er ákaflega misjafn og tengist tæplega kunnáttu i enskri tungu og þetta var jú próf i ensku en ekki hraðritun. Er ákaflega ergilegt að svona mistök komi fyrir og eru svona atvik vel til þess fallin að rýra álit almennings á fræðsluy f ir völdum. Tinnabækur A öðrum staö i prófinu áttu próftakar að lesa frásögn og númera siðan 9 myndir i sam- ræmi við frásögnina. Þvi miður tókst ekki betur til en svo að myndirnar voru það almennar og svo svipaðar að alls ekki er hægt að sjá i fljótu bragði þótt frásögnin sé lesinyíir i hvaða röö þær eiga að koma. Fyrir utan þetta var texti frásagnarinnar það þungur að margir hafa vafalaust ekki skilið hann allan. Er mikil hætta á þvi að vegna þessara atriða hafi próltakar númerað myndirnar el'tir þvi sem and- inn innblés og fyrri reynslu al' myndröðun i Tinna bókum og öðrum slikum teiknisögum og að úrlausnir þær sem geínar eru tengist mun meira ælingu i myndasögulestri heldur en kunnáttu i ensku. Ekki hugsa um stafsetningu Við eitt atriði prófsins stendur: „Vertu ekkert að hugsa um stafsetningu, hún skiptir ekki máli hér”. Með þetta i huga eiga unglingarnir að skrifa hálfa blaðsiðu. Nú mun þaö enn kennt viðast hvar að skrifa eigi orð með réttri stafsetningu og veruiegur hluti tima kennara fer i baráttu við stalsetningar- villur. Það er þvi móralskt meira en litið vafasamt að svo þegar á próf er komið sé allt i einu sagt.'hugsið ekki um stafsetn- inguna. Ætli kennararnir fái það ekki framan i sig næst þegar þeir hvetja til réltrar stafsetningar. Samræmd grunnskólapróf skipta oft sköpum um áíramhaldandi feril unglinga. Það hlýtur þvi að vera krafa unglinganna sjálfra og íoreldra þeirra og raunar þjóðfélagsins alls að sá stóridómursem próf kallast sé saminn á þann hátt að könnuð sé þekking próftaka i viðkom- andi námsgrein en ekki æfingu i hraðritun og myndsögulestri i Tinna bókum. Haukur Ingibergsson skrifar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.