Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. febrúar 1982. erlent yfirlit ■ RÚMLEGA 100 dagar eru liön- ir siöan aö minnihlutastjórn norska íhaldsflokksins kom til valda undir fQrustu Káre Willoch. Þaö veröur ekki sagt, aö stjórnin hafi veriö athafnasöm á þessum tima og breytt miklu frá valda- timum ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins. Enn er þvi of snemmt að fara aö likja henni við rikisstjórnir þeirra Thatchers og Reagans. Einna mest tíðindi hafa þau þótt, aö Willoch forsætisráðherra hefur gefið i skyn, aö ekki veröi hægt aö efna til fulls loforð þau um skattalækkanir, sem ftokkur- inn gaf fyrir þingkosningarnar i september siðastliðnum. Þær aö- stæöur veröi ekki fyrir hendi, sem þá var reiknað meö. Willoch forsætisráöherra bygg- ir þetta á þvi að nýir útreikning- ar, sem hafa veriö geröir varö- H Káre Willoch Lækkar Willoch ekki skattana? N Erfiðir kjarasamningar framundan andi tekjur rikisins af oli'uvinnslu úr hafsbotni, hafi leitt í ljós, að þessar tekjur veröi um 70 mill- jörðum norskra króna lægri á ár- unum 1972-1975 en reiknaö var með á siöastliðnu sumri. Þetta muni óhjákvæmilega draga Ur möguleikum til skattalækkunar. Af hálfu ýmissa flokksbræöra Willochs hefur þessari yfirlýsingu hans veriö tekiö fálega og þeir krafizt þess, aö reynt veröi aö standa viö skattalækkunarlof- orðin, þótt þaö kosti aukinn niöur- skurö á útgjöldum rikisins til framkvæmda og félagslegrar þjónustu. Willoch mun hins vegar ófús til aö ganga langt i slikum niður- skuröi, enda gerir hann sér ljóst. aö þaö gæti leitt til verulegs at- vinnuleysis. Svipuö er afstaða stuöningsflokka rikisstjórnarinn- ar, þ.e. Kristilega flokksins og Miðflokksins. Þeir hafa tekið vel þeirri yfirlýsingu forsætis- ráöherrans að varlega veröi að fara i skattalækkanir. Fylgismenn Verkamanna- flokksinshafa hins vegar nokkurt gaman af þessu, en láta þaö þó hóflega i' ljós. WILLOCH biöa fleiri erfiöleik- ar en minnkandi rikistekjur af oliuvinnslunni. Framundan eru kjarasamningar, sem taldir eru liklegir til aö verða hinir erfiöustu um langt skeiö. Nýlega hefur Norges Bank birt spá þess efnis að samkeppnis- staöa norska iönaöarins sé likleg til aö versna um 3% á þessu ári. Spá þessa byggir bankinn á þvi, að eigi óbreytt samkeppnisstaöa aö haldast, megi laun dcki hækka meira en 7.5-8% á árinu. Sér- fræðingar bankans telja hins veg- ar óliklegt, aö launafólk muni sætta sig viö svo litla launahækk- un. Verölag hækkaöi um 13.6% i Noregi á sibastl. ári samkvæmt framfærsluvisitölu, enda þótt veröstöövun væri i gildi siöustu fimm mánuöi ársins. Rikisstjórn Verkamannaflokksins haföi reiknaö meö þvi aö verölag myndi hækka um 10.5% á ári. Nú- verandi stjórn hefur ekki birt neinar spár um þetta, en talið lik- legt, aö hún vilji kóma hækkun veráagsins niður fyrir 10%. Til þess virðast þó tak- markaöar li'kur. Kaupkröfur þær, sem verka- lýöshreyfingin hefur gert, eru til jafnaðar frá 15-20%. Willoch for- sætisráðherra hefur nýlega sagt, að kaupiö megi ekki hækka meira en 6-7%. Norges Bank telur eins og áöur segir aö þaö megi hækka 7.5-8%. Hér ber þvi æöi mikið á milli. óliklegt er ekki að kaup- hækkun geti alltaf orðið um 10%. Þetta verður þó þvi aðeins, að verkalýöshreyfingin gefi mikiö eftir af kröfum sinum. Engar visitölubætur eru á laun i Noregi. Af hálfu rikisstjórnarinnar er einnig lýst yfir þvi að hún ætli sér ekki aö hafa afskipti af kjara- samningum, heldur láta aðila vinnumarkaöarins eigast eina við. Rikisstjórn Verkamanna- ftokksins fylgdist hins vegar vel með slikri samningsgerö og gerði oft ýmsar ráöstafanir til aö auövelda samkomulag. Stundum var þetta gert með svo- nefndum félagsmálaplökkum, likt og hér. Willoch telur, að ekki sé lengur svigrúm til þess aö leysa málin á þann hátt, enda samrýmist það illa skatta- lækkunaráformum flokks hans. ÞAÐ kemur yfirleittfram i um- ræöum um efnahagsmál i Noregi að samkeppnisstaöa útflutnings- atvinnuveganna hafi fariö versn- andi siðustu árin. Þaö mun ekki auövelda lausn kjaramálanna nú. Þá getur þaö torveldaö lausn þeirra, aö verkamenn, sem vinna á oliupöllunum, sem notaöir eru viö oli'uvinnsluna úr hafsbotni hafa knúiö fram mun meiri hækkanir en verkamenn sem vinna i landi. Þeir hyggjast enn ætla aö auka þennan mun. Verkamenn i landi taka þessu illa aö þannig sé veriö aö skapa forréttindastétt meöal þeirra. Þaö er því krafa þeirra, aö þessi munurveröi frekar minnkaöur en aukinn. Þessi ágreiningur gæti leitt til þess, aö sérstök verkföll veröi á oliupöllunum. Þaö er ekki heldur útilokaö að til allsherjarverkfalls geti komiö. erlendar fréttir Páfinn ræðir við pólska biskupa í Róm ■ Miklar trúnaðarviðræöur hafa farið fram i Vatikaninu i Róm á milli páfans og yfir- manns kaþólsku kirkjunnar i Póllandi, erkibiskups Gelmp og sendinefndar sem er i för meö erkibiskupnum. Þetta er fyrsta heimsókn erkibiskups- ins til Rómar, siðan herlög tókugildiiPóllandi 13. desem- ber sl. Fregnir frá Róm herma aö sendinefndin hafi verið að gefa páfanum skýrslu um þaö samband sem nú er á milli rikis og kirkju i Póllandi eftir að herlög tóku gildi. Páfinn hefur, eins og kunnugt er, fylgst mjög náið meö þróun mála i heimalandi sinu, Pól- landi og stööugt farið þess á leit við pólsk yfirvöld aö þau virtu borgaraleg réttindi Pól- verja. Enn sem komið er hefur engin yfirlýsing veriö gefin i Vatikaninu um hvað viðræður páfans og sendinefndarinnar snúast. Talið er að Páll páfi vilji aö ákvarðanir varðandi samningaviðræður á miili rikis og kirkju I Póllandi, hvað kirkjuna varöar séu i höndum erkibiskupa pólsku kirkjunnar og aö hann vilji ekki vera með beina ihlutun þar. Aðstoð við Pólland I Efnahagsbandalag Evrópu undirbýr nú sendingu hjálpar- ganga til Póllands, að andvirði um 9 milljóna dollara. Eiga þessar sendingar aö eiga sér stað á næstu mánuðum. Er reiknað með að pen- ingarnir verði notaðir til þess að senda um 320 vöruílutn- ingabila, hlaðna matvælum og lyfjum til Póllands, og er meinmgin að aðstoð þessi verði skipulögð i gegnum stofnanir sem eru pólska rik- inu óviðkomandi, ss. Rauða krossinn. Vörurnar færu til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda, eins og til sjúkra, aldraðra og stórra fjölskyldna með ung börn á framfæri sinu. ísraelsmenn lætla að hanna nýja orustuþotu I ísraéisstjórn hefur ákveðið að halda áfram meö áætlanir sinar að hanna og smiða nýja orustuþotu, sem mun hljóta nafnið Ljónið. Þotan mun koma til með að hafa banda- riska hreyfla, samsetta i tsra- el og lsraelsmenn leita nú eftir aöstoð Bandarikjamanna við hönnun á öðrum vélarhlutum. Talsmaður varnarmála- ráðuneytisins i lsrael sagði i gær aö hlutdeild Bandarikja- manna i framleiðslunni og hönnuninni væri nauðsynleg til þess að hægt yrði aö deila hönnunarkostnaðinum, sem er áætlaður yfirþúsund milljónir dollara. Þessi mikli hönnunar- kostnaöur hefur valdið stöðug- um deilum á israelska þing- inu. Gert er ráð fyrir þvi að fyrsta tilraunavélin geti farið i sitt reynsluflug eftir fimm til sex ár, en samkvæmt áætlun- inni þá á að vera hægt að taka vélarnar aö fullu i notkun um 1990. Mubarak með her efnahags- sérfrædinga í Washington I Reagan, Bandarikjaforseti og Mubarak, Egyptalandsfor- seti hittust aftur i Washington i gær og ræddust við, en þeir ræddu lengi saman I fyrradag. Talið er að umræður þeirra i gær, hafi að mestu snúist um framtið hernaðarlegrar og efnahagslegrar aðstoðar Bandarikjamanna við Egypta. Mubarak vill aö gengið verði frá ákveðnari áætlun um aðstoð Bandarikja- manna við Egypta, hvað snertir vopnasendingar, en tiðkast hefur hingað til. Mubarak hefur I för með sér stóran hóp efnahagssérfræð- inga Egyptalands, sem búist er við að hafi aðstoðað hann i viðræbum hans við Reagan. SóMALtA: Stjórnvöld i Sómaliu hafa ásakaö stjórnvöld i Eþi- ópiu um að vinna markvisst að útrýmingu þriggja og hálfrar milljónar Eritrea, þar sem aöskilnaðarsinnar hafa undanfarin 20 ár, barist fyrir sjálfstæði. Sögðu stjórnvöld i Sómaliu jafn- framt að þessi útrýmingarherferð Eþiópiumanna væri studd af Sovétmönnum, Libýu og.Kúbu. FRAKKLAND :Tilkynnt var i varnarmálaráðuneyti Frakklands i Paris i gær að 31 fallhlifarhermaður og 5 manns I flugáhöfn á franskri hernaðarflutningavél hefðu farist þegar flugvélin flaug utan i fjallstind i norðausturhluta Afriku. Flugvélin hvarf I fyrradag, þegar hún var við æfingar, en flak hennar fannst ekki fyrr en i gærmorgun. Enginn komst lifs af. GRIKKLAND: Grikkir hafa borið fram kvörtun viö bandarisk yfirvöld, vegna þess að þeir segja bandariskar herþotur hafa rofiö griska lofthelgi sl. sunnudag. Utanrikisráöherra Grikkja kvaddisendiherra Bandarikjanna i Aþenu á sinn fund til þess aö bera fram mótmælin. Þessi kvörtun Grikkja kemur i kjölfar ásökunar Lýbiumanna frá i fyrradag, en þá sögöu þeir aö banda- riskar herþotur hefðu elt og hrellt tvær lýbiskar flugvélar i áætlunarflugi, á meöan þær voru i griskri lofthelgi. ITALIA: Lögreglan á Italiu hefur fundiö þaö sem hún nefnir stærsta feng sinn frá upphafi, af vopnum frá Rauöu herdeildun- um. Fundust vopnabirgðirnar i noröaustur hluta Italiu á miklu skógasvæöi. A meðal vopnanna voru vélbyssur, skriödrekahand- sprengjur, byssur, sprengjur og tugþúsundir skothylkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.