Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 6
stuttar fréttir Austanátt nær óþekkt fyrir- brigdi á Saudárkróki SAUÐARKHÓKUR: Meöal keppnisgagna um nýtt hús fyr- ir fjölbrautaskólann á Sauöár- króki vakti það kort er hér fylgir athygli íyrir það hve há- noröan og hásunnanáttir eru feiknarlega algengar á Sauð- árkróki. Kortið er gert sam- kvæmt heimildum frá Veöur- stofu tslands og sýnir hlut- fallslega tiðni vindátta og dreifingu úrkomu eftir vind- áttum á Sauöárkróki árin 1971 - 1978. 1 ljós kemur að i nær fimmtu hverri eða nánar tilgreint 18% veöurathugana þessi ár hefur vindáttin verið á hásunnan og 16,3% á hánoröan, en aðeins i 1,7% veðurathugana hefur verið austanátt. Jafnframt er tekið fram að i um 6 af hverj- um 100 veðurathugunum hefur verið logn. Auk norðanáttar eru NNA og NA-áttir allalgengar, en þessar áttir eru sagðar aöal- snjóaáttirnar og mæða mikið á brekkunni það sem hinn fyr- irhugaði skóli kemur til með að risa. VSV-, V- og VNV-áttir eru hins vegar sagöar helstu hvassviörisáttir á Sauöár- króki, en þær eru sem sjá má miklu sjaldgæfari. — HEI Samkeppni um skóla- hús á Sauðárkróki SAUÐARKRÓKUR: Ákveðið er að samkeppni fari fram um hönnun bóknámshúss, sem fyrirhugað er að byggja i þrem áföngum við fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki. Alls verða veitt 150.000 kr. verð- laun, þar af minnst 70.000 kr. fyrir 1. verðlaun. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að 20.000 krónur. Skilafrestur er bund- inn við 15. april og gert ráð fyrir að dómnefnd hafi lokið störfum fyrir 10. mai i ár. Bóknámshúsið verður um 2.800 fermetrar aö stærö og á að risa á m jög áberandi lóð við hliöina á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga og ofan við verknámshús skólans, sem nú er að verða tilbúið fyrir kennslu næsta haust. 1 keppnislýsingu segir, að miklu varði að húsið glæði meðvitund þeirra er um stað- inn fara á gildi húsagerðar- listar, það beri yfirbragð menntaseturs og falli á list- rænan hátt að umhverfi sinu. Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki varstofnaður 1979 og tók þá við starfsemi Iönskólans á Sauðárkróki, er starfað hafði frá árinu 1946, og jafnframt voru þá framhaldsdeildir er settar höföu verið á laggirnar við Gagnfræðaskólann lagðar niður. Gert er ráð fyrir að fyrstu stúdentarnir braut- skráist frá Fjölbrautaskólan- um á Sauðárkróki i vor. Nemendur fjölbrautaskól- ans eru nú tæplega 200, en gert ráð fyrir að þeir verði um 400 i framtiðinni bæði i bók- og verknámi. Kennarar eru nú 18 auk skólameistara. Helstu brautir skólans eru: Tréiðna-, málmiöna-, rafiðna-, heilsu- gæslu-, mála-, náttúrufræði-, uppeldis-, og viðskiptabraut. — HEI Miklar framkvæmdir í verkamannabústadakerfinu UM 600 ÍBÚÐIR f BYGGINGU Á ARINU ■ Samþykkthafa veriö lán til 252 verkamannabústaöa og 27 leigu- ibúöa sveitarfélaga i 28 sveitarfé- lögum siöan lög um Húsnæöis- stofnun rikisins tóku gildi á árinu 1980. Framkvæmdir hófust viö 74 þeirra á árinu 1980 og 205 á síö- astaári. Flestar eru þessar ibúöir i Reykjavík 76, á Akureyri 40, i Kópavogi 36 og á Skagaströnd 14. A 23 stööum öörum eru frá 1 til 8 ibúöir f byggingu, og samtals 7 ibúöum lokiö. Auk framangreindra 279 íbúða heimilaöi húsnæðismálastjórn 20 sveitarfélögum undirbúning að byggingu 323 íbúða. Gert er ráö fvrir aö hafist verði handa um byggingu þeirra flestra i ár. Má þvi gera ráð fyrir að a.m.k. um 600íbúðirí verkamannabústöðum verN i byggingu á yfirstandandi ári. Af fyrrnefndum 323 ibúöum sem væntanlega verður byr jað á i áreru meira en helmingurinn eða 176i'búöir í Reykjavik. Næst flest- ar eru 18 í Vestmannaeyjum, i Kefla vík og á Blönduósi 12 á hvor- um staö og á Suöureyri, Sauðár- króki og Selfossi 10 á hverjum stað. Á Patreksfiröi, HUsavik, og Hafnarfiröi eru 8 ibúðir á hverj- um stað, i Borgarnesi og Dalvik 6 ibdðir, á Hvammstanga 5, i Rangárvallahreppi og Garöabæ 4, í Vatnsleysustrandarhreppi og Seyðisfirði 3 ibúöir og á Egils- stööum og i Seyluhreppi 2ibUöirá hvorum stað. Auk fyrrgreindra rösklega 600 ibúöa hafa 13 sveitarfélög sent inn frumumsóknirum 232 ibúðir, sem ekki hafa verið afgreiddar ennþá. Byggingarsjóöur verkamanna veitti samtals um 107,6 millj. króna i lán á siðasta ári. Sam- þykkt voru á þvi ári lán aö upp- hæð um 191,5 millj' króna, þar af um 138,5 millj. til samtals 336 ibúða i nýjum verkamannabú- stöðum og leiguibúða sveitarfé- laga. — HEI Fjármálaráðuneytið fundar með aðildarfélögum BHM ■ Nú standa yfir viöræður Fjármálaráöuneytisins viö aöildarfélög BHM og mun hafa þokast nokkuö i samkomulagsátt í sérkjarasamningum aöildarfélaganna. Almennt býöur ráöuneytiö 0,6 til 0,7% launa- hækkun, sem félögin geta ráöstafað nokkuö eftir vild hvernig dreifist á féiagsmenn. Myndin er tekin á viöræöufundi stjórnar Félags háskólakennara viö Fjármálaráöuneytiö og eru á myndinni taliö frá vinstri: Próf. Júlíus Sólnes, gjaidkeri félagsins og próf. Gunnar G. Schram formaður félagsins, þá Indriöi Þorláksson deildarstjóri launamáladeildar Fjármálaráöuneytisins, Þorsteinn Geirsson skrifstofustjóri ráðuneytisins og Arnór Hannibalsson, annar fulltrúi Félags háskólakennara i háskólaráði. Mynd: G.T.K. Byggingariðnaðurinn: Næg atvinna hjá öll um nema múrurum geröarverkefnum og öörum verk- efnum en beint er flokkaö undir byggingar, og sömuleiðis meira en þriöjungur málara. — HEI Alþjóðlegt skákmót í Svíþjóð: íslendingur í 5.-9. sæti ■ Ljóster aö næg atvinna var i byggingariönaöi i 3. ársfjóröungi ársins 1981 og nokkurrar þenslu gætt eins og oftast áöur á þessum 'árstima, aö þvi er fram kemur i niöurstööum könnunar Lands- sambands iðnaöarmanna. Undantekning frá þessu er þó sögð hvað varðar múrara. Starfsmenn i byggingariönaði eru taldir hafa verið um 7.700 i septemberlok s.l., sem er um 500 fleira en á sama tima árið áöur. Einkum stafi fjölgunin af auknum umsvifum verktakastarfsemi, sem aftur eigi rætur að rekja tií umf angsm ikilla stórfram- kvæmda, einkum á sviöi orku- mála. Einnig hafi verið mikil at- vinna við smiði opinberra bygg- inga. Almennar húsbyggingar fyrireinkaaðila eru á hinn bóginn sagöar f minna lagi, sérstaklega þó íbúðabyggingar. Þá vekur at- hygli, aö talið er samkvæmt könnuninni, aö um helmingur starfandi rafvirkja og pipu- lagningarmanna hafi unnið að ýmisskonar viöhalds- og viö- ■ Fyrir skömmu var haldið al- þjóðlegt skákmót i Karlstad i mið-Sviþjóð. Þátttakendafjöldi var 176, þar af 3 alþjóðlegir meistarar, þeir Harry Schussler ogErik Lundin, báöir frá Sviþjóð og Ole Jakobsen frá Danmörku. Auk þessa voru Hollendingar, Norðmenn, Finnar og einn Is- lendingur, Þorsteinn Þorstáns- son, þátttakendur. Þorsteinn Þorsteinsson náði ágætum árangri í mótinu, endaði i 5.-9. sæti, eftir að hafa gert jafn- tefli viö Ole Jakobsen i siöustu umferð, i mikilli baráttuskák. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfinu. Lokastaðan i mótinu varð þessi: 1. Harry Schussler, 6.5 vinningar, 2.-4. Bengt Wilbom, Mikael Carlsson og Jan Runnby, allir Sviar, 6 vinn. 5.-9. Þorsteinn Þorsteinsson, Peter Karlsson, Anders Kling, Peter Qouick og Magnus Bergmann, allir með 5.5 vinninga, 10. Ole Jakobsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.