Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 4
■ ...og eldvarnarkcrfiö veröur auövitaö aö vera f lagi. ■ Unniö er aö fullum krafti viö steypulögun og flagningu f gólf á fyrstu hæöinni þar sem aöaUnngangur- inn i vistheimiliö á aö vera. Nýtt vistheimili fyrir aldrada í Reykjavík tekið í notkun á næstu vikum: • Nýtt vistheimili fyrir aldraöa i Reykjavik verður tekið i notkun á næstu vikum. Verður þar húsnæði fyrir 84 vistpienn, 48 á hjúkrunar- deild og 36 á vistheimilisdeild. Vistheimilið hefur verið i bygg- ingu undanfarin þrjú ár, og stend- ur við Droplaugarstig i svokölluð- um Heilsuverndarstöövarreit við Snorrabraut. Hús þetta er hannað sem vist- heimili, sem veitt gæti meiri þjónustu en önnur hús sem Reykjavikurborg hefur reist fyrir aldraða. Hverju herbergi fylgir sér bað og eldhúsaðstaða. A byggingarstigi hússins var ákveðiðaðbreyta þriðju hæð þess i hjúkrunardeild og gerðar all- miklar breytingar i þvi sam- bandi. Meö tilliti til þess, að hér er um vistheimili að ræða verður stefnt að daggjaldaformi hvað snertir greiöslur vistmanna, annars veg- ar vistheimilisdaggjöld fyrir vist- heimilisdeild, og sjúkradaggjöld fyrir hjúkrunardeild. Er hér um að ræða mikinn mismun frá öör- um rekstri fyrir aldraða á vegum Reykjavikur, þar sem íbúar greiða húsaleigu, ljós og hita, og svo aðra þjónustu, allt eftir þvi, hvað hver einstaklingur fær. Hér verður ymiss konar þjónusta innifalini daggjöldum. Þetta leið- ir aftur á móti til þess, að vist- menn fá aðeins, hluta ellilifeyris sins, sem að öðru leyti gengur upp I vistgjöld. Vistheimilið er þriggja hæða hús. Flatarmál þess er samtals um 5 þús. fermetrar. A fyrstu hæð er aöstaða fyrir starfsfólk, lækni og ýmsa þjónustu, ss . eldhús og borðsalur, auk sex éinstaklings- herbergja á vistheimilisdeild. A annarri hæð eru 22 einstaklinga- herbergi fyrir vistmenn og 4 tveggjamanna ibúðir, og sjón- varpsherbergi. A þriðju hæð veröur hjúkrunardeildin til húsa með 48 rúm. Þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum um dvöl á vistheimil- inu. Hjá Félagsmálastofnun Reykjavikur iiggja fyrir 502 virk- ar umsóknir hjá öldruðum ein- staklingum um ibúðir á vegum ■ Tveii Ibyggnir grúfa sig yfir teikningarnar, sem m Málaö og snurfgsaö þeir kvarta yfir aö veriö sé aö breyta á siöustu stundu. Reykjavikurborgar. Samt sem áður verða hlutaðeigandi að sækja um á ný, ætli þeir að eiga einhverja von um pláss á heimil- inu. Auk þessa hafa störf starfs- manna veriö auglýst, þ.e. for- stöðumanns, hjúkrunarforstjóra og matsveins. Aðrir starfsmenn verða ráönir siðar. Gert er ráð fyrir að 120-130 manns geti snætt i matsal húss- ins, þannig að möguleikar eru á að eldra fólk i hverfinu sem erfitt á með matartilbúning geti litið þar viö og fengið sér i svanginn. Gert er ráð fyrir að húsið verði fulltilbúið 1. april nk. þannig að hægt verði að flytja inn i það i næstkomandi maimánuði. — Kás UMSÚKNIR UGGIA FYRIR FRA 502 EINSTAKUNGUM Vistheimiliö fyrir aldraöa aö Droplaugarstig á Heilsuverndarstöövarreit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.