Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.02.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur S. febrúar 1982. 21 Iþróttir ■ Torfi Magnússon átti góðan leik með Val gegn Stúdentum I gærkvöldi. Hér er hann í leik gegn Njarð- vfkingum. Útlitið dökknar hjá ÍS — töpudu í gærkvöldi fyrir Val líkurnar á ad halda sér uppi í úrvalsdeildinni aðeins fræðilegar ■ Likurnar á þvi að Stúdentum takist að halda sér uppi i úrvals- deildinni i köríuknattleik eru nú vart nema iræðilegar eftir tapið gegn Valsmönnum i iþróttahúsi Kennaraskólans i gærkvöldi. Valsmenn rut'u 100 stiga múr- inn rétt um svipað leyti og leikn- um lauk, en þeir sigruöu 101-89 eftir að staðan i hállleik hafði verið 54-45 einnig fyrir Val. Valsmenn tóku fljóttíorystuna i leiknum og komust mest i 16 stiga forystu i fyrri hálfleik en oftast var þó munurinn ekki nema 8-10 stig. Stúdentar tóku smákipp um miðjan seinni hálfleik. Þeir börð- ust þá nokkuð vel og náðu að minnka muninn niður i sex stig en nær Valsmönnum komust þeir ekki og eftir það minnkaði barátt- an i liði Stúdenta og Valssigur var öruggur. Pat Bock var mjög sterkur hjá Stúdentum sérstaklega undir körfunum. Þá var Gisli einnig at- kvæbamikill en einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni að áhuginn væri ekki mikill i liði Stúdenta og þeir væru búnir að sætta sig við íallið. Valsmenn léku meö sitt sterk- asta lið inn á mest allan timann gegn Stúdentum og það virtist ekki veita af þvi þó við neðsta lið- iöværiaðetja. Ramsey var stiga- hæstur hjá Val með 27, Kristján skoraði 26,Torfi 20 og Rikharður 18 stig. röp-. Tveir leikir í körf u ■ Tveir leikir fara fram i ur- valsdeildinni i körfuknattleik og verður fyrri leikurinn i kvöld i iþróttahúsi Njarðvikinga. Þar leika heimamenn við ÍR- inga og hefst leikurinn kl. 20. Á sunnudagskvöldið leika siðan Fram og KR i iþróttahúsi Hagaskóla og ætti þar að geta orðið um spennandi leik að ræða. Fram þarf nauösvnlega á stigunum að halda úr þeim leik til aö geta veitt Njarðvikingum keppni um titilinn. Njarðvik- ingar eru mun sigurstranglegri i leiknum gegn tR þó ekki megi afskrifa fyrrverandi Andy- unga. röp-. Staöan ■ Staðan körfuknattl' tS-Valur 89 i úrvalsdeildinni •ík er nú þannig: i(ll Njarðvik . ..14 11 s 1201-1097 22 Valur 15 10 5 1272-1168 18 Fram .... .. 14 9 5 1171-1079 18 KR .. 14 8 6 1086-1152 16 ÍR . . 14 5 9 1089-1150 10 ÍS .. 15 1 14 1199-1363 2 Koma Pól- verjans ■ Til stóð að hinn pólski þjálf- ari 1. deildarliðs Fram i knatt- spyrnu kæmi til iandsins i gær en að sögn Ólafs Orrasonar i knattspyrnudeild Fram mun hann ekki vera væntanlegur'til landsins fyrr en á mánudaginn. röp—. „Andinn hefur komiö yfir mig” — rætt við Sigurdór Sigurdórsson og Ómar Ragnars- son sem heyja mikið einvígi í Getraunaleik Tímans ■ ,,Ég fylgist mikið með ensku knattspyrnunni, það er aðeins ein heilög stund hjá mér og þá er ég alls ekki við heima hjá mér það er á laugardögum á milli kl. 19-20 þegar enska knattspyrnan er i sjónvarpinu, þá þýðirekkertaðhringja Lmig, ég er ekki viö” sagði Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður i stuttu spjalli viö Timann. Sigur- dór og Omar Ragnarsson heyja nú mikið einvigi i Getraunaleik Timans hafa báðir spáð rétt i átta skipti. Hvaðan hefur þú þessar spá- dómsgáfur? „Það er nú það, andinn hefur greinilega komið yfir mig eftir aðTiminnbaðmigaötaka þátt i þessu. Vegna þess að Visir bað mig i haust að prófa og þar datt ég út strax eftir fyrsta skiptið. En eigi að siður var ég með flesta rétta er ég þurfti aö spá um allan seðilinn”. Hverju heldur þú að sé að þakka velgengninni i Getrauna- leiknum? „Þetta er algjör heppni, en stundum liggja leikir 90% að spá um til dæmis þegar efsta og neðsta liðið eru að keppa þá eru úrslitin frekar augljós. Nú veit ég ekki með Ómar vin minn, við erum báðir gamlir iþrótta- fréttamenn vorum samtimis i meira en tiu ár. Ég veit ekki hvernig er með Ómar núna, en þá fylgdumst við báðir mjög vel með enska boltanum og ég býst við þvi aðhann geri það ennþá”. Hefur þú orðið var við að fólk sé farið að fylgjast mikið með einvígi ykkar Ómars i Get- raunaleiknum? „Það eru greinilega margir sem fylgjast með einvigi okkar , Ómars þvi fólk er alltaf að hnippa i mig út af þessu. Þetta er náttúrlega fyrst og fremst gamanmál, en af þvi að þetta er Omar, gamall kollegi þá hef ég mjög gaman af þvi að keppa við hann. Ég er nú yfirleitt ekki tapsár en i þessu tilfelli yrði ég mjög tapsár ef ég tapaði einviginu fyrir Ómari. Ég yrði eins og skapstór skákmeistari sem tap- aði skák”. Hvernig spáir þú um leiki, notar þú tening eða eldspýtu- stokk? „Einhvern timann i byrjun þegar þetta hófst þá notaði ég tening sem var seldur hérna, rúllutening en hann gaf aldrei neitt svo ég hætti þvi. Fyrir mörgum árum vann ég litla upphæð á 10 rétta og það er i eina skiptið sem ég hef unnið en nokkrum sinnum hef ég verið með 10 rétta en i þeim tilfellum W' Ómar Ragnarsson. hefur þab ekki gelið vinning” sagði Sigurdór. ,,Þetta er slembilukka” „Þetta er algjör slembilukka og kemur mér á óvart, ég á ekki heima á meöal neinna stórspá- manna”, sagði ómar Ragnars- son fréttamaöur er hann var spurður að þvi hvort spádóms- gáfurnar væru meöfæddar. „Þetta er fyrst og fremst heppni, þú veist hvernig þetta er á þessum getraunaseðlum, þetta er ekki spurning um létta eða þunga leiki. Leikir sem menn halda að séu léttastir þeir reynast fara alveg meö mann og svo öfugt”. Notar þú tening eöa eitthvaö þess háttar þegar þú ert að spá? „Nei, nei, ég hef ekki einu sinni tekiö þátt i getraunum i Æ Sigurdór Sigurdórsson. langan tima, ég fylli ekki út get- raunaseðla, strákarnir minir eru á kafi i þessu en ekki ég. Þeir lögðu góð orð i belg tvi- vegis i spádómum minum”. Nú segir Sigurdór að hann sé yfirieitt ekki tapsár en i þessu tilfelli yrði hann mjög tapsár ef liann tapaði þessu einvigi gegn þér, gildir það sama um þig? „Mér er alveg sama þó að hann vinni. Sigurdór veit miklu meira um ensku knattspyrnuna heldur en ég,mér er alveg sama þess vegna”. Fylgistu með ensku knatt- spyrnunni? „Ég lylgist með henni með öðru auganu, annars er ég ann- an hvern laugardag á fréttavakt og þá get ég ekkert fylgst með þvi, þaö eru slæmir dagar til þess að fylgjast með. Ég fylgist miklu frekar með innlendu iþróttunum frá fornu fari”. Att þú ekki eitthvert uppá- haldsliö i Englandi? „Ég hef nú alltaf haft ein- hverjar taugar til Ipswich ef eitthvað er”. Biður þú spenntur eftir morgundeginum til að vita úr- slitin i leiknum sem þú spáðir um? „Já ég get ekki neitaö þvi» Þetta hefur svona örvað áhuga- ann á enska boltanum aftur, þetta rifjar upp. Maður fylgdist miklu meira með honum i gamla daga þegar maður var iþróttafréttaritari. Svo hvildi maður sig á honum var feginn eftir þann tima. Svo hefur þessi getraunaleikur aðeins rifjað þetta upp á ný. Strákarnir minir eru miklu spenntari en ég að vita úrslitin þeir eru á kafi i þessu. Þeir yrðu svo sannarlega búnir að láta mig heyra það ef ég væri með 1 vitlausan leik”. röp—.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.