Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 10
 7. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR ORKUMÁL Samningar um land og vatnsréttindi í Þjórsá vegna Urriðafossvirkjunar virðast vera komnir í hnút. Níu af tíu landeig- endum austan árinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki semja við Landsvirkjun, og gæti því komið til þess að það reyni á eignarnámsákvæði í lögum. Það mun koma í hlut Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráð- herra að úrskurða um mögulegt eignarnám vegna virkjunarinnar. Hann vill ekki tjá sig um hvernig hann muni úrskurða, enda enginn óskað eftir eignarnámi enn. Össur ítrekar þó þá skoðun sína að „ríkir almannahagsmunir“ þurfi að vera fyrir hendi til að eignarnámsákvæðinu verði beitt. Landsvirkjun hefur þegar yfir að ráða 93 prósentum vatnsrétt- inda. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að samn- ingaleiðin yrði reynd áfram, á stuttum fundi með fulltrúum landeigenda á mánudag. Hann tók þó fram að Landsvirkjun áskilji sér „öll réttindi“ sem lög bjóði. Jón Árni Vignisson, einn land- eigenda á austurbakka Þjórsár, óttast ekki eignarnám. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði til að því sé beitt, og það er af og frá að þau séu fyrir hendi hér,“ segir Jón. Ekki sé meiri þörf fyrir raforku en svo að Búðarhálsvirkjun standi hálfköruð ofar í Þjórsá. Össur segir að tjái hann sig um afstöðu sína til eignarnáms í þessu tilviki geti það leitt til þess að hann teljist vanhæfur til að fjalla um málið, krefjist Lands- virkjun eignarnáms. Hann hitti fulltrúa landeigenda á mánudag. Þeir afhentu honum afrit af undirskriftalista, þar sem meirihluti kosningabærra íbúa í Flóahreppi mótmælti því að sveit- arfélagið setti virkjunina inn á aðalskipulag. „Þeir höfðu mörg málefnaleg rök í sínu máli. Hugsanlega kunna að vera mótrök í málinu líka,“ segir Össur. Hann segir að þegar og ef komi til þess að kraf- ist verði eignarnáms verði málið rannsakað með faglegum hætti og ákvörðun tekin. Ótímabært sé að ráðuneytið gefi upp viðhorf í því máli, enda liggi þau ekki fyrir að órannsökuðu máli. brjann@frettabladid.is Þarf almanna- hagsmuni til Reynt gæti á ákvæði vatnalaga um eignarnám náist ekki samkomulag um vatnsréttindi vegna Urriða- fossvirkjunar. Ráðherra segir að almennt þurfi ríka almannahagsmuni til að eignarnám eigi rétt á sér. MÓTÆLTU Fulltrúar landeigenda austan Þjórsár, Ólafur Sigurjónsson (til hægri) og Jón Árni Vigfússon, hittu Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, á mánu- dag, og mótmæltu áformum um Urriðafossvirkjun. Með í för var Bjarni Harðarson þingmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í 72. grein stjórnarskrár lýðveld- isins Íslands stendur eftirfarandi um eignarrétt og eignarnám: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn- ingsþörf krefji. Þarf til þess lagafyr- irmæli og komi fullt verð fyrir.“ Í vatnalögum frá árinu 2006 er sérstakur kafli um eignarnám. Þar segir meðal annars: „Ráðherra getur heimilað að vatnsréttindi verði tekin eignar- námi ásamt nauðsynlegu landi, mannvirkjum, aðstöðu og öðrum réttindum fasteignareiganda í samræmi við ákvæði laga þessara. Ávallt skal þess þó freistað að ná samkomulagi við fasteignar- eiganda áður en til eignarnáms kemur.“ EIGNARNÁM Í LÖGUM GEORGÍA, AP Sjálfskipuð stjórnvöld í georgíska aðskilnaðarhéraðinu Abkasíu segja að her þeirra hafi skotið niður tvær ómannaðar njósnavélar Georgíuhers yfir Abkasíu. Fréttin jók enn á spenn- una í deilunni um yfirráð yfir hér- aðinu, sem er í brennidepli hags- munatogstreitu milli Rússlands og Vesturlanda. Talsmenn georgískra yfirvalda neituðu því að njósnavélar á þeirra vegum hefðu verið á flugi þarna og sakaði á móti Rússa um að vera að undirbúa stríð um Abkasíu. Rúss- ar, sem hafa fjölmennt „friðar- gæslulið“ í Abkasíu, hafa aftur á móti sakað Georgíumenn um að vera að undirbúa slíkt stríð. - aa Spenna eykst í Kákasus: Njósnavélar sagðar skotnar niður RÚSSAR Á VAKT Rússnesk herþyrla fylgir lest á ferð um Abkasíu nýlega. Deilt er um yfirráð yfir héraðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RV U N IQ U E 04 08 05 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. Vor í Iullisat, Vestur Grænlandi Mynd: Níels Einarsson MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Heimskautaréttur LL.M. / M.A. Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Hver á auðlindir Norðurskautsins? Heimskautasvæðin hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri, ekki síst vegna fyrirsjáanlegra breytinga á vöruflutningum um norðurskautssvæðið sem og greiðari aðgangi að miklum náttúruauðlindum. Aðliggjandi lönd hafa þegar gefið í skyn, að þau eigi fullveldistilkall á norðurslóðum, m.a. Rússland, Bandaríkin, Noregur, Kanada og Græn- land (Danmörk) sem og frumbyggjar í löndunum á umræddu svæði. Hvaða reglur þjóða- réttarins gilda um svæðið og hvernig má best nota þær til að koma í veg fyrir hugsanleg átök? Hvaða alþjóðasamtök fjalla um málefni heimsskautasvæðanna? Eiga Íslendingar hagsmuna að gæta í þessu samhengi? Hver á yfirráðaréttinn á hinum nýju siglingaleiðum? Hver á réttinn til náttúruauðlindanna? Hvernig verður viðkvæmt umhverfið best verndað? Er hægt að sækja fyrirmyndir i alþjóðlegt samkomulag um suðurskautssvæðið? Háskólinn á Akureyri er fyrstur háskóla til að bjóða upp á sérstakt nám um lagalegt umhverfi heimskautasvæðanna. Námið er þverfaglegt; fjallað er um viðfangsefnið fyrst og fremst út frá sjónarhorni laga og réttar, en einnig er litið til heimspeki, sagnfræði, mannfræði, samfélagsfræði, alþjóðatengsla og hagþróunarfræði í leitinni að svörum við þessum mikilvægu spurningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.