Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 32
 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR16 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur ● FRÓÐLEIKUR OG SKEMMTUN Sjávarútvegs- bókasafnið er í eigu Hafrann- sóknastofnunarinnar og þjónar starfsmönnum þeirra sérstak- lega. Starfsmenn stofnunarinn- ar fá sérstaka upplýsingaþjón- ustu á borð við heimildaleit í gagnagrunnum og millisafna- lán. Safnið er þó opið fyrir al- menningi, en bækur og blöð eru ekki til útláns. Gestir geta hins vegar fengið ljósrit. Bókasafnið er sérfræðisafn á sviði haf- og fiskifræða. Árlega eru keyptar um 100 bækur inn á safnið, en þess utan er safnið áskrifandi að um 200 tímarit- um. Alls eru um 500 tímarita- titlar á safninu. Á heimasíðu safnsins, www. hafro.is/Bokasafn/bokasafn. htm, má finna skrár yfir rit sérfræðinga á Hafrannsókna- stofnuninni, þar sem safnið er staðsett. Sjávarútvegsbókasafn- ið er opið alla virka frá klukkan 9 til 16. „Síðustu vikur aprílmánaðar og fyrri hluti maí var hér mokfiskerí, með því mesta sem gerist hér. Það hefur kannski heldur dregið úr því síðustu daga,“ segir Reimar Karls- son, hafnarvörður á Arnarstapa, að- spurður um aflabrögð þar vestra. Eins og vanalega koma margir með trillur sínar að Arnarstapa á vorin frá sjávarplássum frá Reykja- nesi og vestur um til Breiðafjarð- ar. Að sögn Reimars eru nú hátt í tuttugu trillur þar á skaki og fara daglega á sjó þegar veður leyfir. Þær voru allar úti í gær þegar haft var samband vestur en línuveiðar- arnir sem voru þar fyrr í vor eru horfnir af svæðinu. - gun Góð veiði fyrir vestan Vinsælt er að róa frá Arnarstapa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forsíðan á bókinni Íslenskir sjómenn. Um borð í Aðalbjörginni. M YN D /Ú R BÓ KI N N I Í SL EN SK IR S JÓ M EN N Íslenskir sjómenn er bók sem kemur út í dag hjá útgáfufélaginu Ég og þú. Um er að ræða ljósmyndabók með stuttum pistlum. Markmið hennar er að sýna lífið í kring- um sjómennskuna. „Bókin er óður til lífs- stíls sem er á undanhaldi. Tuttugasta öldin var sá tími þegar Íslendingar urðu að fisk- veiðiþjóð fyrst og fremst. Við fluttum úr torfkofunum í upphituð hús með rafmagni í námunda við hafnir. Við byggðum upp nú- tímalegt þjóðfélag á grunni sem hafði ekki breyst öldum saman. Þetta gerði fiskur- inn okkur kleift. Þetta gerðu sjómennirnir okkur kleift. Þeir eiga allar þakkir okkar skildar.“ segir Gústaf Hannibal Ólafsson, einn útgefenda. Ein saga úr bókinni er svona: „Árið 1960 stal ungur maður bíl á höfninni á Akureyri. Þegar hann náðist var hann látinn vinna í fiskvinnslunni til að borga skemmdirnar. Fjörutíu og átta árum seinna vinnur hann hér enn. Það hefur verið gantast með það að hann megi fara, hann sé búinn að borga fyrir skemmdirnar og það fyrir löngu síðan. En núna má hann í alvörunni fara. Það á að loka vinnslunni.“ - gun Óður til íslenskra sjómanna Fyrir verslanir, vei ngahús, mötuney og stóreldhús, til suðu eða steikingar - Gollaraþunnildi - Sal iskkurl - Sal iskhnakkar, tvær stærðir (lomos) - Gellur - Sal iskbitar, blandaðar stærðir - Ýsu ök og -hnakkar - Rækjur Einnig frábært úrval tilbúinna rétta frá Ekta réttum, kíkið á vörulistana á netinu! - Þorskhnakkar - Steinbítskinnar og -bitar Sérfræðingar í saltfiski frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood 466 1016 pöntunarsími: www.ektafiskur.is e NÝJUNG e N ÝJU N G e NÝJUNGe NÝ JU N G e Ektaréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.