Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 30
Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðsetur hjá Haf- rannsóknastofnun, útskrifaði nýlega tíunda árgang skólans, en nemendum fjölgar stöðugt. Háskóli Sameinuðu þjóðanna er móðurstöð Sjávarútvegsskólans og sams konar skóla sem eru starfræktir víða um heim. En þess má geta að Ísland fóstrar, auk Sjávarútvegs- skólans, Jarðhitaskóla og í burðarliðnum er Landgræðsluskóli. „Viðskipti með fiskafurðir eru stöðugt að aukast og verða sífellt mikilvægari þátt- ur í efnahagslífi þróunarlanda. Nám í Sjávar- útvegsskólanum er hugsað fyrir þá sem eru starfandi í greininni en vilja bæta við sig þekkingu,“ segir Þór Ágeirsson, forstöðu- maður skólans. Um er að ræða hagnýta end- urmenntun sem gefur þó ekki prófgráðu. Skólinn er að mestu leyti fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu með hluta af framlagi Íslands til þróunarmála, en eins með fram- lögum frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Nemendurnir hljóta allir styrk til náms og framfærslu. Á þeim áratug sem Sjávarútvegsskólinn hefur starfað hefur nemendum fjölgað úr sex í 22 á ári. „Við erum í samstarfi við yfir þrjá- tíu lönd en leggjum höfuðáherslu á að taka inn nemendur frá Afríku. Þeir koma þó einn- ig frá Asíu, Mið-Ameríku, Kyrrahafseyjunum og Karabíska hafinu, svo eitthvað sé nefnt. Við tökum mið af ábendingum Háskóla Sam- einuðu þjóðanna við val á nemendum og reyn- um að hafa kynjahlutfall sem jafnast,“ út- skýrir Þór. Hann segir að nemendurnir hafi allir mikla menntun og reynslu í sínu fagi. „Um helmingurinn er með masterspróf en við bjóðum upp á endurmenntun fyrir þá sem vilja vinna að hagnýtum verkefnum, sem nýt- ast þegar snúið er til baka til heimalandsins.“ Boðið er upp á sex mánaða nám og vinna nemendur meðal annars náið með íslensk- um leiðbeinendum í verkefnavinnu og starfs- kynningum. „Við erum með sex sérfræðilínur og sú vinsælasta er gæðastjórnun í fiskiðnaði. Þá er fiskstofnsmatsfræði einnig mjög eft- irsótt en við bjóðum auk þess upp á línur í fiskeldi, veiðarfærafræði, rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja og fiskveiðistjórnun. Síð- ustu tvö árin höfum við tekið upp þá ný- breytni að flytja það efni sem hefur orðið til hér heima til samstarfslanda og boðið upp á styttri námskeið sem eru löguð að hverju landi fyrir sig. Hefur það gefist mjög vel,“ segir Þór. Þá hafa nemendur sem hafa lokið Sjávar- útvegsskólanum en vilja leggja stund á framhaldsnám í sjávarútvegsfræðum fengið til þess styrk og stunda nú sex fyrrverandi nemendur Sjávarútvegsskólands framhalds- nám við íslenska háskóla. - ve 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur Þór Ásgeirsson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, í efri röð til hægri. Við hlið hans er Guðni Magnús Eiríksson, starfsmaður skólans, og með þeim fyrrverandi nemendur Sjávarútvegsskólans sem nú stunda framhaldsnám við íslenska háskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Áhugi á náminu alltaf að aukast GPS Gervitungl Bauja Landstöð AIS samband Lögn í landi Stjórnstöð *Skipaumferðarkerfi *Leit og björgun *Hafnarstjórn *Annað Sjálfvirkt auðkenni skipa AI80 Class-A tæki GPS loftnetVHF loftnet Staðsetninga- og stefnuupplýsingar Annað AI80 sendir / móttakari AI80 stjórnbúnaður Class AAIS er samskiptakerfi milli skipa og frá skipi til hafna á sama hafsvæði. Kerfið sendir út staðsetningu, stefnu, hraða og margs konar upplýsingar um viðkomandi skip; Nafn, stærð, djúpristu o.fl. Þessar upplýsingar birtast á skjá tækisins en fara einnig sjálfkrafa inn á siglingatölvu (plotter) sem tengd er tækinu. Einnig er hægt að senda SMS skilaboð milli notenda AIS tækja. AI50 Class-B tæki NÝTT FAJ FRIÐRIK A. JÓNSSON EHFAkralind 2 - 201 Kópavogur - Sími: 552-2111 - Netfang: faj@faj.is - www.faj.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.