Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 54
30 7. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR „Það verður ekki flóafriður fyrir manni í Rússlandi á næstunni. Ég er komin með atvinnu- og dvalar- leyfi í heilt ár,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, sem nú er stödd í Rússlandi. Hún er nýbúin að syngja með Terem-kvartettin- um í Alþýðuhöllinni í Kreml. Pútín og eftirmaður hans, Medvedev, sátu dolfallnir á fremsta bekk. „Þetta er sex þúsund manna stað- ur og það var fullt upp í rjáfur,“ segir Diddú. „Pútín er mikill aðdá- andi Terem-kvartettsins og kallar gjarnan á hann þegar mikið liggur við. Það var heilmikil veisla eftir tónleikana en ég talaði ekkert við Pútín. Ég hélt mig nú aðallega með tónlistarfólkinu.“ Leiðir Díddúar og rússneska kvartettsins lágu saman á Rúss- neskum dögum í Kópavogi fyrir tæplega þremur árum. „Þá sat ég dáleidd úti í sal eins og aðrir, en svo leiddi eitt af öðru og þetta vatt upp á sig.“ Nú eru Diddú og kvartettinn í vinnubúðum í Pétursborg og ætla að taka upp plötu saman. „Við klárum plötuna líklega í maí og hún kemur út með haustinu. Þarna verða íslensk lög eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Sig- fús Halldórsson og Freymóð Jóhannsson, ásamt rússneskum og ítölskum lögum og fleiru.“ Terem-kvartettinn var stofnað- ur í Pétursborg árið 1986. Hann hefur frá upphafi farið ótroðnar slóðir í tónlistarflutningi sínum og segja má að meðlimir hans hafi fundið upp nýjar aðferðir við að laða fram tónlist úr rússnesk- um alþýðuhljóðfærum. Peter Gabriel, Robert Plant og Nigel Kennedy eru listamenn sem unnið hafa með sveitinni, og nú er það Diddú. „Þetta eru ótrúlegir snill- ingar,“ segir hún og ræður sér varla fyrir kæti yfir því sem koma skal, plötuupptöku og tón- leikaferðum. Diddú segist ekkert hafa rekist á rússnesku mafíuna á ferðum sínum. „Ég veit nú ekki einu sinni hvernig hún lítur út,“ segir söng- konan og hlær, „Er rússneska mafían ekki aðallega í útrás á Íslandi þessa dagana?“ gunnarh@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. faðmlag 6. kusk 8. erlendis 9. gerast 11. skóli 12. sjúga 14. sáldur 16. berist til 17. óvild 18. for 20. guð 21. krukka. LÓÐRÉTT 1. fyrst fædd 3. núna 4. greftrunar 5. arr 7. galli 10. skammstöfun 13. verk- ur 15. gan 16. hryggur 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. knús, 6. ló, 8. úti, 9. ske, 11. fg, 12. totta, 14. svarf, 16. bt, 17. kal, 18. aur, 20. ra, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. elst, 3. nú, 4. útfarar, 5. sig, 7. ókostur, 10. etv, 13. tak, 15. flan, 16. bak, 19. rú. SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR: KOMIN MEÐ ATVINNULEYFI Í RÚSSLANDI Diddú söng fyrir Pútín EKKI FLÓAFRIÐUR FYRIR DIDDÚ Í RÚSSLANDI Gerir plötu með hinum heimsfræga Terem-kvarett og spilaði fyrir 6.000 manns í Alþýðuhöllinni í Kreml. Pútín sat á fremsta bekk og réð sér ekki fyrir kæti. Það styttist í að tónleikahrina erlendra tónlistarsnillinga hefjist í Reykjavík. John Fogerty úr Creedence Clearwater Revival ríður á vaðið með tónleikum í Laugardalshöllinni miðvikudags- kvöldið 21. maí. Karlinn kemur með þrjátíu manna hópi til Íslands, þar á meðal hans þaulvana og þétta bandi. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í viðamiklum Evróputúr sem mun standa fram á haust, og því eru menn eflaust æstir í að taka almennilega á því. Fogerty og félagar dvelja í einn dag aukalega á Íslandi til æfinga í Laugardals- höllinni. Óskir Fogertys um aðbúnað bak- sviðs eru ósköp látlausar. Hann vill fá tvö herbergi út af fyrir sig með snyrtilegum sturtum, vaski og vatnssalerni. Þá vill Fogerty góðan netaðgang, tvö fílabeinshvít sápustykki, sjónvarp og X-box leikjatölvu auk góðs úrvals bíó- mynda og leikja. Hann biður um eitt miðlungsstórt borð, tvö minni borð, átta þægilega stóla, tvo stóra spegla og tólf dökk handklæði. Fogerty vill ekki sjá eiginhandar- áritanabetlandi aðdáendur og tekið er sérstaklega fram með hástöfum í samningi að Fogerty vilji að baksviðs sé rúmmikil og snyrtileg þvottavél og þurrkari sem hann einn fái til afnota. Creedence-aðdéndur eiga von á góðu því Fogerty spilar nánast eingöngu gamla stórsmelli á tón- leikum sínum. Down on the Corn- er, Proud Mary, Fortunate Song og öll hin snilldarlögin verða því örugglega á sínum stað í Höllinni. KK hefur verið fenginn til að hita upp fyrir meistarann og enn eru til miðar á tónleikana, þótt þeim fari reyndar ört fækkandi. - glh Fogerty heimtar þvottavél og þurrkara FOGERTY Í HAM Á TÓNLEIKUM Líklega nýbúinn að setja í vél baksviðs. Nú standa yfir tökur á Dagvaktinni í Reykhólahreppi. Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Senu, lagði sem kunnugt er til flesta frasana sem Ólafur Ragnar, persóna Péturs Jóhanns Sigfússonar, hafði á hraðbergi í Næturvaktinni, en ekki hefur sérstaklega verið haft samband við hann til að draga upp úr honum nýja frasa fyrir nýju serí- una. Hann segir að Pétur Jóhann búi að áratuga- löngum samskiptum við sig og því séu eflaust nóg af ferskum frösum í sarpinum sem hægt er að grípa til. Á alþjóðlegu arkitektúrsíðunni arcspace.com er nú hægt að sjá myndir af húsi Baltasars Kor- máks og Lilju Pálmadóttur á Hofi í Skagafirði, en síðan fjallar um arkitektúr frá öllum heimshornum. Fögrum orðum er farið um hönnun Studio Granda á húsinu, en hún hlaut meðal annars sjónlistaverð- launin á síðasta ári. Mynd- irnar munu ekki hafa borist arkitektúrsíðunni að frumkvæði þeirra hjónakorna, enda hafa þau ekki verið mikið fyrir að opna heimili sitt fyrir fjölmiðlafólki í gegnum tíðina. Mikill fjöldi sótti um sumarstarf hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem auglýst var á dögunum eða hátt í sex hundruð manns. Var þeim flestum sendur tölvupóstur þar sem þeim var þakkaður áhuginn en því miður væri ekkert laust fyrir viðkomandi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fylgdi fyrir mistök svarbréfi OR til hvers og eins tölvupóstfang allra þeirra sem sóttu um en fengu ekki. Sá sem skrifar undir kurteisislegt nei-bréfið er Sprengjuhallarmaður- inn Snorri Helgason en hann er einmitt sonur Helga Péturssonar í Ríó sem jafnframt er talsmaður Orkuveit- unnar. - glh/sm/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ef satt reynist væri ég afskaplega ósáttur. Og þætti þetta slæmt,“ segir Óðinn Jónsson frétta- stjóri útvarps. Jón Hannes Stefánsson er starfs- maður RÚV – útvarpssviðs, og þykir með betri þulum sem fram hefur komið á seinni árum. Það fengu útvarpshlustendur til dæmis að heyra þegar Jón Hannes las fjögur-fréttir á laugardag síðastliðinn en þá lesa starfsmenn útvarpssviðs sem ekki tilheyra fréttadeild- inni fréttirnar. Hins vegar hnykkti glöggum og gagn- rýnum við því Jón Hannes er jafnframt starfsmaður mark- aðsdeildar Alcan eða Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Fréttablaðið sannreyndi að Jón væri hjá Rio Tinto með því að hringja í Straumsvík og var gefið samband við Jón. Kvað við símsvari Jóns sem tilkynnti að hann væri vant við látinn. Og þar við sat. Ekki tókst að ná tali af Jóni í gær. Óðinn segir Jón Hannes ekki heyra undir sig heldur Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra útvarpssviðs. „Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri atvinnulaus þegar ég réði hann,“ segir Sigrún í samtali við Fréttablaðið sem lítur ekki á þetta sem stórmál. „Mér skilst að hann komi hvergi fram fyrir hönd fyrirtækisins og rödd hans heyrist aldrei í því samhengi. Hans starf er ekki út á við heldur inn á við og snýr að starfsmönn- um.“ segir Sigrún. Hún hyggst ekki grípa til neinna aðgerða og hafnar því alfarið aðspurð að þulir hafi ritstjórnarlega ábyrgð. „Þeirra einasta vald er að laga orðalag ef eitthvað er vitlaust. Þeir mega ekki breyta neinu né hafa þeir vald til að raða upp fréttum. Þannig að ég lít ekki á þetta sem neitt mál,“ segir Sigrún Stefáns dóttir. - jbg Starfsmaður ALCAN les fréttir á RÚV EKKERT MÁL Sigrún Stefánsdóttir hyggst ekki gera neitt mál úr fréttalestri Jóns á laugar- daginn. „Myndin er tekin um það leyti sem við vorum að hefja tökur á kvikmyndinni Á hjara veraldar. Ég man að ég keypti þennan röndótta jakka í París sem var mjög flottur þá.“ Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri Myndin var tekin í ágúst 1982
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.