Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 28
 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● sjávarútvegur Margir stangveiðimenn eru búnir að staðfesta komu sína á Vestfirði í sumar. Fyrsti hóp- urinn kom til Flateyrar og Suð- ureyrar frá Tékklandi 28. apríl síðastliðinn til þess að stunda sjóstangaveiði. Fjórtán voru í þessum fyrsta hópi en alls eru fimmtán hundruð sjóstanga- veiðimenn búnir að staðfesta komu sína. Ferðaþjónustufyrirtækið Hvíldarklettur býður upp á þessa þjónustu og tekur á móti gestunum. Fyrirtækið hefur verið að byggja upp þjónustu sína síðastliðin sjö ár. „Við erum með þessa þjónustu á bæði Suðureyri og Flateyri. Þar erum með veitinga- og verslun- arrekstur, en sjóstangaveið- in er okkar stærsta verkefni til þessa,“ útskýrir Elías Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við byrjuðum að þróa sjó- stangaveiðiverkefnið 2005 og fyrsti hópurinn kom í fyrra. Við sjáum fólkinu fyrir húsnæði og bátum og það dvelur hér í viku- tíma. Það er örlítil aukning frá því í fyrra, en þeir sem koma eru miklir veiðiáhugamenn og því snýst allt um veiðina. Hvíldarklettur sér einnig um skipulagðar ferðir um svæð- in sem hóparnir geta nýtt sér.“ Nánar á www.fisherman.is. - kka Spennandi sumar fram undan í sjóstangaveiði Þeir eru oft stórir fiskarnir sem eru veiddir. Stoltir veiðimenn með bráð sína. MYND/FISHERMAN.IS Íslenska vitafélagið er félag sem hefur það markmið að vekja almenning til umhugs- unar um þann menningararf sem Íslendingar eiga við strendur landsins. „Fáir eru ríkari af strandmenn- ingu en við Íslendingar því við erum eyja,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, stofnandi og formað- ur Íslenska vitafélagsins, sem var stofnað 2003. „Það sem okkur lang- ar mest til að gera nú er að búa til dag íslenskrar strandmenningar í samvinnu við sjómannafélögin. Það yrði fyrsti laugardagur í júní við hliðina á sjómannadeginum. Þetta verður til að efla þann dag svo hann lognist ekki út af og ein allsherjar strandmenningarhátíð haldin á öllu landinu.“ Hugmyndina að félaginu segir Sigurbjörg hafa kviknað þegar hún starfaði í ferðamannaiðnaði erlendis. „Mér var sífellt bent á að fara með útlendinga upp á há- lendi, en þar var ég svo spurð hvernig Íslendingar lifðu, hvernig þeir bjuggu áður og hver menn- ing þeirra væri. En Íslendingar bjuggu ekki uppi á fjöllum. Við bjuggum við ströndina og lifð- um á sjónum alveg frá landnámi og landnámsmennirnir voru að leita að veiðimiðum en ekki bara búsældarlegum dölum.“ Sigurbjörg bætir við að sér- staða íslensku vitanna hafi verið sú að bændur í námunda við þá hafi sinnt þeim. Erlendis hafi hins vegar tveir vitaverðir oft búið í vitunum og stundað sinn sjálfs- þurftarbúskap. „Þar eru þeir nú nýttir undir menningarmiðstöðv- ar, listamiðstöðvar, kaffihús og svo framvegis. Þeir eru einnig nýttir sem gististaðir fyrir ferðamenn og þetta er gert úti um alla Evrópu. Á Íslandi eru ekki margir vitar opnir almenningi í dag nema Galtarviti og Hornbjargsviti, sem er vinsæll gististaður á Íslandi.“ Sigurbjörg segir Íslendinga hins vegar duglega við að þurrka burt strandmenninguna sem segir sögu okkar. Þeir séu hræddir við speg- ilmynd sína, en ef þjóð þekki ekki eigin uppruna sé hún illa stödd. Hún rekur það til minnimáttar- kenndar að vilja ekki hampa þess- um menningararfi, þar sem sagan er samofin fátækt og basli. „Öldum saman bjó fólk sem stundaði sjó- inn við sult og vosbúð. Við höfum ekki viðhaldið gömlu verbúðunum og þurrkað þær út, eyðilagt varirn- ar og upprunalegar strandir, sótt jarðýtu og sópað burt. Við höfum búið til mannvirki og uppfyllingar og nú eru ekki einu sinni strandir við bæina.“ Sigurbjörg og meðlimir félagsins vilja snúa þessu við og nýta menn- ingararfleifðina við strendur lands- ins til uppbyggingar og nýsköpun- ar, meðal annars með ofangreindri hátíð. Þeim finnst líka vanta kaffi- hús, veitingastaði og hótel við sjáv- arbakka og benda til dæmis á Berg- en í Noregi, þar sem sjórinn og fiskurinn eru eitt helsta aðdráttar- aflið. „Ég er þess fullviss að ef við lærum að virða okkar menningar- arf geta útnárar þessa lands orðið eitt mesta aðdráttarafl ferðaþjón- ustunnar og þar með haft gríðar- leg áhrif á atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun í landinu.“ - nrg Menningararfleifð nýtt í uppbyggingu og nýsköpun Sigurbjörg Árnadóttir er þess fullviss að útnárar landsins geti orðið eitt mesta aðdráttaraflið í ferðaþjónustu. Hér stendur hún við vitann á Svalbarðseyri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.