Fréttablaðið - 19.05.2008, Side 10

Fréttablaðið - 19.05.2008, Side 10
HEIMASÍMI NET GSM NOTAÐU ÞITT EIGIÐ NÚMER www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.is *S am kv æ m t sk ilm ál um . Þú þarft ekki að skipta um símanúmer til að lækka símreikninginn. Hjá Tali flytur þú númerið með þér og færð allan pakkann: Net, heimasíma og GSM frá 3.990 kr. á mánuði. 0 kr. úr heimasíma í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.* Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían. HEILBRIGÐISMÁL „Dagar þessa kerfis eru taldir,“ segir Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í krabba- meinslækningum og fyrrverandi formaður Lækna- ráðs, um sjúkraskráningarkerfið Sögu. Læknar eru almennt sammála um að það sé meingallað og ekki til þess fallið að auka öryggi sjúklinga. Ástandið sé óviðunandi. Þessum ummælum hans virðast margir læknar sammála, ef skoðuð eru viðtöl í nýjasta hefti Læknablaðsins. „Í rauninni er þetta lélegt ritvinnslukerfi og engin leið að nota það sem gæðakerfi,“ segir Friðbjörn. Hér á landi rekist þeir sem vilji byggja upp skrána strax á ströng persónuverndarákvæði, sem komi í veg fyrir frekari uppbyggingu sem myndi koma öryggi sjúklinga til góða. Hann telur þó að auðveld- lega megi koma til móts við slík sjónarmið, svo sem með notkun aðgangslykla svipuðum þeim sem fólk notar til að komast inn á heimabankann sinn. Óskar Einarsson lungnalæknir segir í Læknablað- inu að kerfið hafi upphaflega verið hugsað sem tæki fyrir heilsugæslu. Fyrir sjúkrahús komi það sér mjög illa. Augljós galli sé að ekki skuli vera rafrænn aðgangur á milli heilsugæslunnar og sjúkrahúsa. Það hafi í för með sér að þegar sjúklingur komi bráðveikur inn á bráðamóttöku og ekki sé möguleiki að fá heilsufarsupplýsingar hjá honum sjálfum sé það enn síður hægt í miðlægri sjúkraskrá. Hann telur Íslendinga nú um það bil áratug á eftir þeim þjóðum sem þeir vilji bera sig við hvað þetta varðar. Helga Hansdóttir öldrunarlæknir telur þó að Sögukerfið nýtist betur í bráðatilfellum en við meðhöndlun langvinnra sjúkdóma. Ástæðan sé sú að við meðhöndlun slíkra sjúklinga þurfi mikla yfirsýn sem Sögukerfið bjóði ekki upp á, sakir lélegra leitarskilyrða og órökréttrar uppsetningar. „Ef sjúkraskrárkerfið yrði bætt myndi það auka skilvirkni, auka öryggi sjúklinga og draga mjög úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Helga. Hún segir ljóst að umbóta sé þörf. Nú séu sjúkraskrán- ingar á Íslandi í millibilsástandi pappírs- og rafræns kerfis. Slíkt geti reynst mjög hættulegt, þar sem töluverður misbrestur sé á því að upplýsingar séu skráðar á báða staði, og verði því að hafa varann á. Segir hún líf og heilsu sjúklinga vega þyngra en ótta um að persónuupplýsingar leki til hnýsins fólks. karen@frettabladid.is Sjúkraskráningar á Íslandi áratug á eftir Læknar virðast sammála um að sjúkrarskráningarkerfið sem íslenskum lækn- um hefur verið gert að styðjast við sé meingallað. Það sé ekki til þess fallið að auka öryggi sjúklinga og núverandi ástand sé óviðunandi, jafnvel hættulegt. HÆTTULEGT MILLIBILSÁSTAND Helga Hansdóttir öldrunarlæknir segir það millibilsástand sem nú ríkir í sjúkraskráningum í pappírs- og rafrænt kerfi geta reynst sjúklingum hættulegt, þar sem misbrestur hafi verið á því að upplýsingar séu skráðar á báða staði. Líf og heilsa fólks vegi þyngra en ótti við að persónuupplýsingar leki til hnýsins fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KERFIÐ EKKERT ANNAÐ EN LÉLEGT RITVINNSLUKERFI Friðbjörn R. Sigurðsson segir sjúkra skráningarkerfið Sögu ónot- hæft sem gæðakerfi. Hann geti til að mynda hvorki séð í því hve marga sjúklinga hann meðhöndl- aði á síðasta ári né hvernig sú meðferð gekk. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRETLAND Gordon Brown forsætis- ráðherra Bretlands er mikill aðdá- andi diskóbræðranna í Bee Gees. Þessu heldur Robin Gibb, fyrrver- andi meðlimur hljómsveitarinnar, fram í nýlegu viðtali við The Times. Robin Gibb segir Brown hafa lýst tónlist Bee Gees sem „tíma- lausri klassík“, og hann sé sér- staklega hrifinn af lögunum Stay- ing Alive og Tragedy vegna þess að þau fjalli um „mannlega reynslu og mannleg sambönd og lifi áfram“. Brown hefur áður lýst yfir aðdá- un sinni á bresku hljómsveitinni Arctic Monkeys, en gat að vísu ekki nefnt eitt einasta lag sveitar- innar þegar hann var spurður. - kg Forsætisráðherra Bretlands: Gordon Brown er mikill unn- andi Bee Gees GORDON BROWN Lagið „Staying Alive“ er í miklu uppáhaldi hjá Brown. FINNLAND Einn alræmdasti fangi Norðurlanda, Finninn Juha Valjakkala, sem myrti fjölskyldu í Svíþjóð 1989 og hefur setið í fangelsi í Finnlandi og Svíþjóð alla tíð síðan, flúði úr fangelsinu um þarsíðustu helgi. Valjakkala, sem hefur tekið upp nafnið Nikita Fouganthine, var í leyfi þegar hann stakk af til Lapplands ásamt eiginkonu sinni, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Valjakkala var handtekinn á fimmtudaginn sænsku þjóðinni til mikillar ánægju en Svíar kvíða mikið fyrir því þegar Valjakkala verður látinn laus úr fangelsi í sumar. Valjakkala er alræmdur fyrir blóðugt morð á hjónum og syni þeirra í kirkjugarði í Åmsele og hafa sænsk stjórnvöld mótmælt kröftuglega í hvert sinn sem komið hefur til tals að láta hann lausan. - ghs Valjakkala handtekinn á ný: Alræmdur morðingi flúði til Lapplands FLÚÐI TIL LAPPLANDS Juha Valjakkala, eða Nikita Fouganthine, er alræmdasti morðingi Norðurlandanna. Hann flúði til Lapplands um þarsíðustu helgi en náðist á fimmtudag. INDÓNESÍA, AP Rúmlega sjö hundr- uð manns sluppu með skrekk- inn þegar eldur kom upp í ferju í Indónesíu. Ferjan var að nálgast áætlunarstað sinn á eyjunni Born- eó þegar eldurinn kom upp. Öllum farþegunum var gert að yfirgefa ferjuna hið snarasta vegna eldsins. Bátar eru helsti samgöngumátinn í Indónesíu enda tilheyra yfir sautján þús- und eyjar landinu. Tíð slys eiga sér stað um borð í ferjunum, oft- ast vegna of mikils farþegafjölda eða vegna þess að öryggismálum hefur ekki verið sinnt nægilega vel. - fb Ferjusigling í Indónesíu: Sjö hundruð sluppu úr eldi Grunur um brot gegn börnum Karlmaður á fimmtugsaldri, sem starf- aði sem æskulýðsleiðtogi í Västerås í Svíþjóð, hefur verið handtekinn grunaður um nauðganir og önnur kynferðisbrot gagnvart börnum, að sögn Dagens Nyheter. SVÍÞJÓÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.