Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 8
8 20. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR spar.is Mundu mig – ég man þig Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is MEISTARANÁM TÖLVUNARFRÆÐI VIÐ HR Námið hentar: Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) kynnir námsframboð á meistarastigi í • tölvunarfræði • hugbúnaðarverkfræði • máltækni Farið verður yfir uppbyggingu námsins, forkröfur, námskeiðaval, erlent samstarf og styrkmöguleika. Kennarar námsins verða til staðar til skrafs og ráðagerða. Deildin er stærsta og öflugasta tölvunarfræðideild landsins og býður upp á fjölmarga möguleika á sérhæfingu, þ.m.t. í tölvuöryggi, hugbúnaðarverkfræði, gagnasafnsfræði, gervigreind, máltækni, og fræðilegri tölvunarfræði. Tölvunarfræðingum, verkfræðingum, stærðfræðingum og öðrum sem áhuga hafa á að bæta menntun sína og samkeppnisstöðu. A ug lý si ng as ím i – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Litháískur karl- maður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Hann er grunaður um að hafa tekið þátt, ásamt hópi annarra, í hrottalegri árás á mann í Þver- holti aðfaranótt laugardags. Maðurinn sem ráðist var á í Þverholti höfuðkúpubrotnaði í árásinni, en hann var meðal ann- ars barinn í höfuðið með barefli. Sá er litháískur karlmaður á þrí- tugsaldri. Hann er sagður á bata- vegi. Grunaði árásarmaðurinn var nýverið sakfelldur í héraðsdómi fyrir líkamsárás á lögreglumenn. Hann er úr hópi manna sem réðst gegn götuhópi fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í janúar. Lögregla vinnur enn að rann- sókn árásarinnar í Þverholti. Ekki er vitað um tildrög hennar. Hópur manna tók þátt í henni, og er ann- arra árásarmanna nú leitað, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Lithái sem dæmdur var fyrir árás á götuhóp lögreglu: Í varðhald fyrir árás í Þverholti BÚRMA, AP Herforingjastjórnin í Búrma fór í gær að dæmi kín- verskra stjórnvalda og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fórnarlamba fellibylsins Nargis, sem reið yfir landið í byrjun mán- aðarins. Jafnframt skýrði George Yeo, utanríkisráðherra Singapúr, frá því að Búrmastjórn hefði fallist á að þiggja hjálp frá nágranna- ríkjum sínum. Hjálparstarfsfólki á vegum ASEAN, Samtaka Suðaustur-Asíuríkja, verður leyft að fara inn á neyðarsvæðin til að veita þar brýnustu aðstoð. Í gær leyfði herforingjastjórnin einnig John Holmes, aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að skreppa í skoðunar- ferð um óseyrarsvæðin, þar sem ástandið versnar enn dag frá degi. Úti af ströndum verstu neyðar- svæðanna bíður fjöldi banda- rískra, breskra og franskra skipa þess albúinn að veita aðstoð um leið og herforingjastjórnin leyfir. Vonast er til að Búrmastjórn leyfi í það minnsta fólki á vegum ASEAN að flytja hjálpargögn frá þessum skipum til hinna bág- stöddu, sem líklega eru eitthvað á þriðju milljón talsins. Brýn þörf er fyrir húsaskjól, hreint vatn, mat og lyf en mikil hætta er á að smitsjúkdómar brjótist út á svæð- unum sem verst urðu úti. - gb Stjórnvöld í Búrma lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg: Þiggja aðstoð frá nágrannalöndum BÚDDA FÆRÐAR FÓRNIR Í gær héldu íbúar Búrma hátíðlegan fæðingardag Búdda, sem jafnframt er dagur uppljómunar hans og dánardagur hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Um helmingur Dana styður áform ríkisstjórnarinnar um að banna fólki að bera trúar- tákn í réttarsölum, samkvæmt skoðanakönnun sem danska dag- blaðið Berlingske Tidende birti. Birthe Rønn Hornbech, ráð- herra innflytjendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagðist í gær ætla að styðja stjórnina í þessu máli, þrátt fyrir að hún sé í hjarta sínu enn andvíg frumvarpinu um að slæðan og önnur trúartákn verði bönnuð í réttarsal. Hún segir að Anders Fogh Rasmussen forsætis- ráðherra hafi síðasta orðið í mál- inu, en hún muni þó áfram ætla að berjast gegn frumvarpinu innan frjálslynda flokksins Venstre, sem er flokkur bæði innflytjendaráð- herrans og forsætisráðherrans. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir stjórnina, sem missir tiltrú bæði þeirra sem óttast að stefna hennar verði of harkaleg í garð innflytjenda og eins hinna sem telja stjórnina sýna of mikla lin- kind. - gb Danskur ráðherra styður slæðubann: Danir klofnir í afstöðunni KÆRLEIKAR Í UPPHAFI Anders Fogh forsætisráðherra tók vinalega utan um Birthe Rønn þegar hún tók við embætti innflytjendamálaráðherra í nóvember. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.