Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.05.2008, Blaðsíða 24
● lh hestar 20. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 „Það er ekkert annað í pípunum en að vinna við hesta það sem eftir er,“ segir Rósa Birna Þorvalds- dóttir, tamningakona í Langholti í Flóa. „Það þarf eitthvað alvarlegt að koma upp á til að það breytist.“ Rósa Birna er með hesta- bakteríu á mjög háu stigi, eins og hún segir sjálf. „Ég er búin að vera í hestum frá því að ég var orðin nógu stór til að geta sofið í vagninum fyrir utan hesthús- ið í Sörla í Hafnarfirði. Mamma og pabbi skiptust á að ríða út á meðan ég svaf. Eftir að ég komst úr vagninum hef ég verið alveg forfallin,“ segir Rósa Birna. „Ég lauk stúdentsprófi fyrir ári, tók það í fjarnámi með vinnunni hér í Langholti. Þetta er annar veturinn minn hér. Nú er ég búin að fá nóg af hefðbundnu námi í bili og er að sækja um á Hólaskóla. Planið er að taka tvö ár þar til að byrja með, tamninga- og þjálfarapróf.“ Rósa Birna hefur tekið þátt í keppni síðan hún var smástelpa. Henni hefur vegnað vel, verið í úr- slitum á fjórum Landsmótum. Oft- ast á hestinum Byl frá Kleifum, sem er hvítur klárhestur með tölti. „Bylur er enn þá í góðu formi. Ég stefni á að fara með hann í úrtöku fyrir LM2008,“ segir hún. Rauðu dívurnar eru hópur hún- vetnskra kvenna sem í nokkur ár hafa æft saman sýningaratriði á hestum. Þær hafa nokkrum sinn- um tekið þátt í reiðhallarsýning- um norðan heiða og jafnan slegið í gegn. Sunnlendingar og höfuð- borgarbúar fengu svo loks að sjá þetta fræga atriði á Reiðhallar- sýningu Fáks á dögunum. Óhætt er að segja að það hafi ekki valdið vonbrigðum. Atriði þeirra var í stuttu máli sagt það besta á sýn- ingunni. Reiðmennska hinna húnvetnsku kvenna var djörf. Sýningin byggð- ist upp á hraða og tækni. Að vísu var teflt á tæpasta vaði á stund- um, en flétturnar í atriðinu voru bragðmiklar og allt slapp fyrir horn. Í hópnum eru: Herdís Einars- dóttir, Sigrún Þórðardóttir, Eydís Ósk Indriðadóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Kolbrún Stella Indriðadóttir, Sigríður Lárus- dóttir, Fanney Dögg Indriðadóttir og Ingunn Reynisdóttir. Rauðu dívurnar taka borgina Íslenskir dýralæknar og hestamenn hafa í áratugi raspað tennur í hestum að óþörfu, í versta falli til skaða. Særindi í munni reiðhesta eru yfirleitt af öðrum orsökum. Of mikil röspun getur valdið tannskemmdum og tannpínu. Þetta segir sænski tannlæknir- inn Torbjörn Lundström, sem er sérfræðingur í tönnum hesta. „Þú raspar ekki vandann burt,“ segir Torbjörn. „Tannbroddar eru yfirleitt komnir í sama horf eftir þrjá til fjóra mánuði eftir röspun. Sár í munni reiðhesta eru langoftast vegna síendurtek- ins þrýstings á sama munnsvæði, ekki vegna þess að tannbrodd- arnir særi holdið eða slímhúðina. Reiðmúlar þrýsta kinnum hests- ins að tönnunum þegar þeir gapa, oftast vegna þess að mélin valda þeim óþægindum. Sárin koma þó yfirleitt ekki eftir eitt skipti, heldur smám saman vegna þrýst- ings á sama svæði, aftur og aftur yfir lengri tíma. Sömu sögu er að segja um sár á tungu og í neðri gómi. Þau koma eftir síendur- tekinn þrýsting frá mélum. Með því að skipta oft um beislabúnað og nota mél sem passa hverjum hesti má draga mjög úr þessum meiðslum.“ HESTAR FÁ TANNPÍNU Torbjörn segir að til að forðast særindi í munni reiðhesta sé áríð- andi að nota rétta lengd méla. Oft noti fólk of löng mél. Einnig gefi það góðan árangur að færa reið- múlinn til í hvert skipti sem lagt er við hestinn. Eða að sleppa honum alveg annað slagið. Hann segir að of mikil röspun geti brotið niður varnir tannanna og valdið því að þær skemmast, líkt og í mönn- um. Hestarnir geti þá fengið tann- pínu síðar á ævinni. Hann segir að meðhöndlun tanna sé þó stundum nauðsynleg, meðal annars til að leiðrétta rangt bit. Um 70 prósent íslenskra hrossa eru með undir- bit á jöxlum, en aðeins 5 prósent í flestum öðrum kynjum. Hann raspar hins vegar aldrei tennur með þeim hætti sem við eigum að venjast hér á landi; tannbrodda að utanverðu í efri gómi og að innan- verðu í neðri gómi. „Rannsóknir okkar sýna að tannröspun gefur engan árang- ur. Rétt val á beislabúnaði og rétt notkun skilar hins vegar miklum árangri,“ segir Torbjörn. Röspum ekki vandann burt Torbjörn Lundström, tannlæknir og sérfræðingur í tönnum hesta. MYND/JENS EINARSSON Rauðu dívurnar sína listir sínar á Reiðhallarsýningu Fáks. MYND/JENS EINARSSON Rósa Birna Þorvaldsdóttir er með hesta- bakteríu á háu stigi og nýtur þess í botn. MYND/JENS EINARSSON Með hestabakteríu á háu stigi Hafrar & bygg Á fyrsta Landsmóti hestamanna, á Þingvöllum 1950, fengu gæð- ingar ekki einkunnir, heldur um- sögn dómnefndar, sem raðaði þeim í sæti. Í dómnefndinni voru valinkunnir hestamenn: Eggert Jónsson frá Nautabúi, Ás- geir Jónsson frá Gottorp og Ás- geir Jónsson frá Hjarðarholti. Sá fyrstnefndi var formaður dóm- nefndarinnar. Áður en hún tók til starfa þótti honum rétt að taka fram að þeir félagar hefðu slegið töluvert af kröfum hvað varðaði tamningu og þjálfun gæðing- anna. Á því hefði orðið mikil aftur för frá því sem áður var. Hann sagði meðal annars: „Mikið og fagurt skeið var áður talið til höfuðkosta gæðingsins. Nú er algengast að vanrækja það svo að fáir hestar, sem þó eru góð- hestar taldir, fara á kostum full- kominn sprett. Sanna þetta flestar kappreiðar á síðari tímum. Á þessu sviði höfum við því einnig orðið að sætta okkur við stutt skeiðhrifs og reynt að meta eðlisvekurð hestsins eftir því.“ Einnig um töltið: „Töltið leggjum við áherslu á að ekki sé misnot- að sem hraðgangur. Við teljum ástæðu til, við þetta tækifæri, að átelja harðlega að hestamanna- félög sem hafa kappreiðar eða stóðhestasýningar skuli láta keppa í hraðtölti. Er þar með ýtt undir freklega misnotkun þess- arar sérkennilegu og stílfögru gangtegundar, sem aðeins nýtur sín til fulls sem frekar hæg milli- ferð. Að vísu skal viðurkennt að ein- staka hestur heldur fögrum stíl og fjaðrandi hreyfingum á all- hröðu tölti, en oftast er aðeins um ómerkilega gangblöndu að ræða, annaðhvort af skeiði og tölti eða brokki og tölti. Með tölthraðanum tapast fljótlega hin fjaðurmagnaða mýkt og dill- andi hreyfing, fótlyftan lækkar, fjörgleðin dofnar, og eftir verð- ur með tímanum vélræn gang- tegund, óþægileg fyrir riddar- ann, ofraun og eyðileggjandi fyrir hestinn.“ Heimild: Steinþór Gestsson, Í morgunljómann, Saga LH í 35 ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.