Fréttablaðið - 21.05.2008, Page 18

Fréttablaðið - 21.05.2008, Page 18
[ ] Svimandi hátt eldsneytisverð kallar á sparnaðaraðgerðir, en varast ber að fylgja eftir goðsögnum. Í grein sem CNNMoney.com birti hinn 15. maí eru hraktar ýmsar goðsagnir sem virka alls ekki til bensínsparnaðar. Í greininni er meðal annars afsönnuð sú grilla að best sé að fylla tankinn snemma morguns þar sem vökvi hafi meiri eðlismassa í lægra hitastigi. Hið sanna hins vegar að hitastig vökva í tanki breytist lítið sem ekkert yfir dag- inn. Á sama hátt er stundum mælt með að ákveðnar bíltegundir noti hágæðabensín til að bæta afköst véla, en sýnt hefur verið fram á að venjulegt og ódýrara bensín gerir vélum sömu bíla enga skráveifu og dregur mjög lítils háttar úr afköst- um hestafla. Sumir vilja meina að bíll eyði meira bensíni ef kveikt er á loft- kælingunni og láta sig hafa það að svitna í brennheitum bílum yfir sumarið. Það er í raun óþarfa pína, því loftkæling dregur vart mælan- lega úr bensíneyðslu og er engan veginn gild ástæða til að réttlæta kvöl bílstjóra á heitum sumardög- um. Skiljanlega eru bíleigendur reiðubúnir að taka örvæntingar- full skref í stríðinu við hátt elds- neytisverð, en þegar kemur að bensínsparnaði virðist mun meira um goðsagnir en blákaldar stað- reyndir. Notadrýgsta ráðið er að halda vélinni í góðu ástandi, keyra á skynsamlegum hraða og draga úr óþarfa hemlun. - þlg Goðsagnir hraktar Engu máli skiptir hvort bensíni er dælt að morgni eða kvöldi þótt sumir haldi að þeir spari með því að fylla tankinn snemma dags. Bílana þarf að þrífa reglulega utan sem innan. Ekki er vit- laust að taka bílinn með í vorhreingerningu heimilisins. Heiðursgestir á Cannes-kvik- myndahátíðinni hafa ferðast í Renault í 25 ár. Nú stendur yfir hin árlega kvik- myndahátíð franska kvikmynda- iðnaðarins í Cannes. Um aldar- fjórðungur er síðan Renault kom fyrst að Cannes-hátíðinni sem stuðningsaðili en heiðursgestum hefur alla tíð verið ekið um Cannes af einkabílstjórum í sérmerktum flota Renault-bifreiða. Um 109 ár eru síðan fyrsta Ren- ault-bifreiðin kom fram í kvik- mynd en Renault fagnar 110 ára afmæli í ár. Bíllinn sem þá lék lítið hlutverk á hvíta tjaldinu var einn sá fyrsti sem Louis Renault hann- aði og kallaðist „Voiturette“ eða „Bílkrílið“. Bílaframleiðendur hafa því lengi reynt að koma bif- reiðum sínum á framfæri í gegn- um kvik- myndir. - hs Tvöfalt afmælisár Renault fagnar hundrað og tíu ára afmæli í ár. smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 sumardekk heilsársdekk olís smurstöð bón og þvottur hjólbarðaþjónusta rafgeymaþjónusta bremsuklossar allt á einum stað Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.