Fréttablaðið - 21.05.2008, Síða 49

Fréttablaðið - 21.05.2008, Síða 49
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2008 17 BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Stefán Hilmarsson svarar Sverri Stormsker Sverri Ólafssyni Stormsker virðist uppsigað við mig og deildi því með lesendum Frétta- blaðsins í sl. viku, þar sem hann var þó aðallega að hnotabítast út í Jón Ólafsson. Frekar undarlegt hátterni, en þó ekki alveg úr stíl við þennan undarlega mann. Ekki ætla ég að skattyrðast nánar við Sverri í fjölmiðlum og mun ekki skrifa annað bréf þegar hann svar- ar þessu, sem ég tel jafn öruggt og að nótt fylgir degi, því hann er einn þeirra sem einatt vilja eiga síðasta orðið. Læt ég honum það góðfúslega eftir. Af grein Sverris má ráða að honum er í mun að því sé til haga haldið að hann sé nk. tónlistarljós- móðir mín og vill jafnframt meina að ég hafi ekki haldið því nógsam- lega á lofti. Heldur þóttu mér skrif þau furðuleg og vissi frómt frá sagt ekki hvort þau bæri að túlka sem skjall eða last. En dró þá ályktun að um last væri að ræða og hið meinta kredit-leysi hlyti að hafa plagað Sverri lengi. En ef það getur orðið til þess að róa sál og sinni Sverris, þá biðst ég nú auð- mjúklega forláts á því að hafa ekki hrópað nafn hans oftar á torgum. Samt var það svo að ég hafði sung- ið opinberlega alloft og inn á plötu þegar leiðir okkar Sverris lágu saman. En vissulega söng ég örfá laga Sverris í kjölfar þess. En tel þó að það hafi ekki síður gagnast honum en mér. Altént lít ég svo á að Sverrir eigi fráleitt nokkuð inni hjá mér, líkt og í veðri vakir í skrifum hans. Og kem ég þá að þeim punkti sem rann mér helst til rifja og er ástæða þess að ég taldi rétt að svara opinberu prívatbréfi hans. Það má greina í skrifum Sverris að honum gramdist að hafa ekki hlotið styrk úr Tónskáldasjóði FTT á dögunum, en að beiðni formanns tók ég sæti í úthlutunarnefnd. Svo er að skilja, að Sverri hafi þótt sjálfgefið að ég sæi til þess að honum félli í skaut úthlutun í ljósi þess að hann stendur í þeirri mein- ingu að hafa fært mig í heiminn, eða „dröslað mér á lapp- ir“ og „ruslað mér uppá svið“, eins og hann orð- aði svo smekklega. Finnst honum að kálfur- inn ég hafi ekki launað ofeldið sem ég á að hafa hlotið af hans hendi í árdaga. En hefði ég verið stríð- alinn af Sverri forðum – sem reyndar er ansi fjarri sanni – þá hefði það vitaskuld engin áhrif haft á vinnubrögð nefndarinnar, sem einkennast ekki af greiðasemi né því að úthluta dúsum. Þvert á móti tekur nefndin málefnalega og vís- indalega á þeim fjölmörgu umsóknum sem berast ár hvert og fer eftir reglum sem henni eru settar af stjórninni. Það er hins vegar svo, að höfund- ar sem réttháir eru njóta jafnan forgangs umfram réttlága. M.ö.o. þykir eðlilegt að þeir njóti mestra tekna sem afla mestra tekna. Það ber þó ekki að skilja þannig að aðeins réttháir fái úthlutað, því það er alls ekki svo. Og þess er jafnframt gætt að ungir og réttlágir höfundar verði ekki útundan, sbr. það að hljómsveitin Skátar hlaut veglega úthlutun í ár. Ég þekki ekki gjörla hvernig úthlutunum til Sverris hefur verið háttað á undanförnum árum, því ég hef ekki setið í nefndinni lengi. En hitt veit ég, að í ár var hann síður en svo einn um það að hljóta ekki það sem sóst var eftir. Það er eins og gengur. En Sverrir ætti e.t.v. að líta sér nær. Staðreyndin er, að þegar að var gáð reyndist hann furðu rétt- lágur, sem var a.m.k. ekki til að bæta stöðu hans. Ástæðan er ein- faldlega sú að tónlist hans hefur ekki verið mikið flutt opinberlega hin seinni ár. Það er mín skoðun, að skýringa sé helst að leita í hans eigin ranni og stafi sennilega af metnaðarleysi, óreglu, drambi og hroðvirkni, en hið síðastnefnda hefur að mínu mati umfram annað einkennt útgáfur hans í gegnum tíðina. Kynntist ég sjálfur vinnu- brögðum hans af eigin raun forð- um og segir mér grunur að lítt hafi þau breyst. Þá var aðalatriðið að hespa hlutunum af sem hrað- ast. Slíkt vinnulag við hljóðritun kemur jafnan í bakið á manni, jafnvel þótt viðkomandi hafi tón- listarhæfileika. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi til að skora á Sverri að leggja skítadreifaranum og hvetja hann í leiðinni til dáða og vandaðra verka, sem gætu orðið til þess að hefja merki hans aftur á loft. Því það er aldrei of mikið af ágætri íslenskri tónlist. Höfundur er tónlistarmaður. Bitur bögusmiður á skítadreifara STEFÁN HILMARSSON Líkt og þegar Sólon Íslandus reiknaði á móti Englendingum Guðmundur Björnsson, fyrrverandi flutningabílstjóri, skrifar: Í Fréttablaðinu 7. maí 2008 birtist grein þar sem vitnað er í Ármann Kr. Ólafsson þingmann Sjálfstæðisflokks- ins, þar sem hann tekur undir þær fullyrðingar að ein ferð flutningabíls valdi ámóta sliti vega og ferðir 9.000 fólksbíla. Þessar tölur geta á engan hátt staðist. Þegar ég var á ferð 1976 voru allir vegir malarvegir og um verslunarmannahelgina voru allir flutningabílar stopp, enginn þeirra á ferðinni. Samt voru vegirnir með alversta móti, þrátt fyrir að þetta væri besti tími ársins. Ekki var þar flutningabílum um að kenna. Svona rugl stenst engan veginn, það veit ég eftir að hafa keyrt malarvegi stóran hluta ævinnar. Ef þessar ýkjur myndu standast væri heldur ekki mikið eftir af vegum hér á Ströndum, þar sem eru 38 km ennþá malarvegir og það mjóir að það er illgerlegt að mætast á þeim. Um þessa vegi fara um 30 flutn- ingabílar á dag. Því tel ég ummæli Ármanns þvílíkar ýkjur að þær fái engan veginn staðist. Dæmi er um flutningabíl sem ekur 150 þúsund km á ári og greiðir 13,95 krónur í kílómetragjald. Þetta gerir því 2.092.000 krónur yfir árið. Þessi bíll má vera 44 tonn í heildina. Hann er með 22 dekk og hámarksþungi á dekkjunum eru 3.500 kg, en ekki eru nýtt nema 2 tonn af því. Til sam- anburðar ber eitt dekk undir svona flutningabíl jafnmikið og 7 eða nærri 8 dekk undir fólksbíl, miðað við að fólksbíllinn sé 1,5 tonn. Fólksbílarnir þurfa hins vegar aðeins að greiða olíugjald. Flutningabíll kemst því engan veginn nálægt því að slíta veg- unum jafnmikið og 9.000 fólksbílar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.