Fréttablaðið - 21.05.2008, Page 55

Fréttablaðið - 21.05.2008, Page 55
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2008 23 Leik- og söngkonan Scarlett Johansson hefur viðurkennt að hún þjáist af sviðs- skrekk. Nýverið gaf hún út sína fyrstu plötu, Anywhere I Lay My Head, með lögum eftir Tom Waits. Segist hún hafa áhuga á að flytja lögin á tónlistarhátíðum í sumar en veit ekki hvort hún leggi í það. „Ég hef hræðilega mikinn sviðsskrekk þannig að ég yrði að komast yfir hann. Fólk hefur beðið mig um að spila og ég segist alltaf ætla að hugsa um það,“ segir Scarlett. „Þegar ég spái síðan betur í það byrja ég að svitna, fæ óþægilega tilfinningu og mig fer að klæja í hálsinn.“ Þjáist af sviðsskrekk SCARLETT JOHANSSON Scarlett hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Anywhere I Lay My Head. „Já, ég ætla að gefa þetta út á DVD um leið og sjóvið er búið og hætt,“ segir Þórhallur Sigurðsson – Laddi. Sýningin Laddi sextugur hefur nú verið sýnd 106 sinnum síðan Laddi varð sextugur hinn 20. janúar árið 2007. DVD-diskurinn mun hafa að geyma upptökur frá fjölmörgum kvöldum, þeirra á meðal er hundr- aðasta sýningin. „Þá voru Björgvin Halldórsson og Sigga Beinteins með mér. Svo kom Bryndís Schram og ræddi aðeins við Þórð húsvörð,“ segir Laddi og telur nauðsynlegt að upptökurnar séu frá mörgun sýn- ingum. „Sjóvið þróast og breytist stöðugt. Svo er líka sýnt á bakvið þegar ég er að skipta um föt. Það er oft mikil keyrsla.“ Nú er Laddi 61 árs en þó sér ekki enn fyrir endann á sýningunni. „Það eru þrjár sýningar eftir fyrir sumarfrí og það er uppselt,“ segir Laddi sem nú er farinn í sumarfrí. „Síðan ætlum við að sjá hvort Borgar leikhúsið verður eitthvað laust í haust.“ Hann vonar að diskur- inn komi út fyrir jólin en segist þó engu geta lofað um það. - shs Laddi á DVD LADDI Ætlar að gefa út DVD-disk með Laddi sextugur þegar sýningum lýkur. Hvenær sem það nú verður. „Ef börnin þín eru allt í einu farin að hreyfa sig og borða grænmetið sitt með bestu lyst er það að öllum líkindum manni frá Íslandi að þakka.“ Svona hefst grein blaða- mannsins Theunis Bates í TIME um Latabæ og Magnús Scheving undir fyrirsögninni „Barnaþáttur lætur spínat líta vel út“. Í grein- inni er jafnframt rætt við einn af yfirmönnum Nickelodeon-sjón- varpsstöðvarinnar og forseta Íslands. Magnús er þó að sjálf- sögðu í aðalhlutverkinu. Hann upplýsir að kostnaðurinn við gerð þáttanna sé fjórum sinn- um meiri en annarra barnaþátta. Hver þáttur kosti tæpar sextíu milljónir en hverjum eyri sé vel eytt. „Strákunum finnst þetta vera hasarþáttur en stelpunum dans- kennsla. Í báðum tilvikum fáum við börnin til að hreyfa sig,“ útskýrir Magnús. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir við blaðið að Latibær geti sparað þjóðum heims mikil fjárútlát vegna offitu. Bates hefur eftir Brown John- son, yfirmanni hjá Nickelodeon- sjónvarpsstöðinni að Magnús hafi komið á fund hennar, staðið á höndum og fótum og þegar þau hafi verið að ræða framleiðslu á þáttunum hafi hann tekið sitt víð- fræga spígathopp. Þá hafi sann- færst um að þau yrðu að tryggja sér þjónustu hans. Undir lok greinar innar kemur fram að Magnús sé á þönum allt árið og honum gefist lítill tími til að slaka á. „Magnús heimsótti í mars níu lönd á ellefu dögum og átti fundi með yfirmönnum Wal-Mart auk þess að hitta heilbrigðisráðherra og aðra stjórnmálamenn á þessum stutta tíma. Kökukóngar heims- ins; dagar ykkar eru taldir,“ skrif- ar Bates í lok greinarinnar. - fgg TIME lofar Magnús og Latabæ GÓÐ UMFJÖLLUN Magnús Scheving og Latibær fá jákvæða umfjöllun í stórblað- inu TIME. Skilnaður Kiefer Sutherland við Elizabeth Kelly Winn er loksins genginn í gegn, fjórum árum eftir að leikarinn sótti um hann. Sutherland og Winn giftust árið 1996 en hættu saman þremur árum síðar. Sutherland var áður kvæntur leikkonunni Cameliu Kath til þriggja ára og á með henni eina dóttur. Hann var einnig trúlofað- ur leikkonunni Juliu Roberts, sem lék á móti honum í myndinni Flatliners. Sutherland er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt í spennuþáttaröðinni 24. Skilnaður loksins klár

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.