Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 2
2 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR Kveðst á hrakhólum með einkaþotu sína Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er á hrakhólum á Reykjavíkurflugvelli með einkaþotu fjárfestingarfélags síns. Ósk Róberts um byggingu tvö þúsund fer- metra flugskýlis er óafgreidd. Fleiri eru í sömu sporum með einkaþotur sínar. BAUGSMÁL Kostnaður dómsmála- ráðuneytisins við embætti setts ríkissaksóknara í Baugsmálinu nálgast nú 67 milljónir króna. Málinu lýkur með dómi Hæsta- réttar á næstunni, vísi hann því ekki aftur í héraðsdóm. Dómsmálaráðherra skipaði Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í málinu eftir að sak- sóknari efnahagsbrota hjá Ríkis- lögreglustjóra sagði sig frá því í október 2005. Fréttablaðið óskaði eftir upp- lýsingum um kostnað sem fallið hefur til hjá embættinu. Í upp- lýsingum frá dómsmálaráðu- neytinu kemur fram að kostnað- urinn er kominn í 66,9 milljónir króna. Mestur hluti kostnaðarins er fyrir launagreiðslur saksóknara og aðstoðarmanna, alls um 56,9 milljónir króna. Kostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu nam um 7,2 milljónum króna. Kostnaður við prentun, póst, auglýsingar og flutninga nam alls um 1,4 milljónum króna. Símakostnaður nam 781 þúsund krónu, og keyptar voru skrif- stofuvörur og önnur áhöld fyrir 350 þúsund krónur. Eftir því sem næst verður komist hefur ríkið til þessa verið dæmt til að greiða í það minnsta um 107 milljónir króna fyrir málskostnað ákærðu í málinu. Í svari dómsmálaráðherra á Alþingi í mars 2007 kom fram að um fimmtungur af starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra hefði farið í Baugs- málið frá ágúst 2002 til ársloka 2006. - bj Ráðuneyti gefur upp kostnað við embætti setts ríkissaksóknara í Baugsmálinu: Kostnaður nálgast 67 milljónir SIGURÐUR TÓMAS Málskostnaður sem dómstólar hafa dæmt á ríkið í Baugs- málinu öllu nemur í það minnsta 107 milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, vill fá að byggja tvö þúsund fermetra flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Segist hann þurfa aðstöðu fyrir tvær einka- þotur fjárfestingarfélags síns, Salt Investments. Bæði flugmálayfirvöldum og borgaryfirvöldum hefur borist formleg beiðni um flugskýlið frá Salt Investments. Einnig hafa fulltrúar félagsins rætt málið við embættismenn. „Eins og kom fram á fundi með flugvallarstjóra hefur Salt Invest- ments haft Hawker-einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í talsverðan tíma en er nú að undirbúa komu annarrar einkaþotu til viðbótar,“ segir Róbert Wessmann í bréfi til Flugstoða ohf. þar sem óskin um flugskýlið er sett fram og óskað eftir skjótri afgreiðslu. Þá hefur Salt Investments einn- ig sent skipulagsyfirvöldum í Reykjavík erindi. „Við hjá Salt Investments höfum verið á hrak- hólum með að koma flugvél okkar í skjól seinustu árin og höfum verið í sambandi við flugvallaryf- irvöld um lausn okkar mála,“ segir í bréfi sem Matthías Frið- riksson skrifar undir fyrir hönd Salt Investments. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías að í raun eigi Salt Invest- ments enga flugvél. Hins vegar leigi félagið stundum vélar sem hópur manna, sem tengdir séu félaginu viðskiptaböndum, hafi aðgang að. Matthías segir að þess- ar vélar þurfi að þjónusta og til þess þurfi aðstöðu. Í því skyni hafi verið stofnað félagið Salt Aviation sem annist þessa þjón- ustu fyrir ýmsa aðila. Hann segir marga fleiri á hrakhólum með flugvélar sínar á Reykjavíkur- flugvelli. Á fundi sem Jón Baldvin Páls- son flugvallarstjóri átti með full- trúum Salt Investments benti hann að þeirra sögn á að í skipu- lagi Reykjavíkurflugvallar er gert ráð fyrir þremur nýjum flug- skýlum við sunnanverðan völlinn, austan íbúabyggðarinnar í Skerja- firði. Í umsögn embættis skipu- lagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn félagsins segir að ekki sé tekin afstaða til hvaða fyrirtæki fái úthlutað byggingarrétti á flug- vallarsvæðinu. gar@frettabladid.is RÓBERT WESSMANN Eigandi Salt Investments. HAWKER-EINKA- ÞOTA Rúmt er um farþega í einkaþotum af Hawker-gerð. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Við suðurenda flugvallarins hefur verið gert ráð fyrir þremur nýjum flugskýlum á svæði sem hér er afmarkað með rauðum lit og er austan íbúabyggðarinnar í Skerjafirði. MYND/LOFTMYNDIR EHF. Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK FÉLAGSMÁL Flóttamannanefnd hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort sextíu palestínskir flóttamenn, sem væntanlegir eru til landsins í haust, muni setjast að á Akranesi eins og til hefur staðið. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að það verði ekki ákveðið fyrr en að loknum kynningarfundi með íbúum á mánudaginn. Viðbrögð Akurnesinga valdi nefndinni miklum áhyggjum og erfitt verði að bjóða flóttafólkinu upp á að setjast að í bænum verði ekki breyting þar á. Mótmælaraddir hafa heyrst í bænum vegna áformanna eftir eftir að Magnús Þór Hafsteins- son, varaborgarfulltrúi Frjáls- lynda flokksins, lýsti sig andsnú- inn því að bærinn tæki á móti þeim. Meðal annars hafa verið hengdir upp undirskriftarlistar á fjölförnum stöðum í mótmæla- skyni. „Mér finnst þetta ömurleg staða,“ segir Guðrún. „Viðbrögð- in valda okkur bæði sárum von- brigðum og miklum áhyggjum.“ Breytist viðhorf bæjarbúa ekki verði vart hægt að bjóða flótta- fólkinu upp á að flytja þangað. „En ég vona sannarlega að til þess komi ekki. Við ætlum að bíða eftir fundinum á mánudag.“ Hún segir að ekki sé hafin leit að öðrum úrræðum fyrir fólkið. „En við vitum að það eru önnur sveit- arfélög tilbúin ef á þarf að halda,“ segir Guðrún. - sh Mótmæli Akurnesinga valda flóttamannanefnd miklum áhyggjum: Flóttafólkið ekki endilega á Akranes GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON STJÓRNMÁL Hugsanlegar breyting- ar á lögum um eftirlaun æðstu ráðamanna voru ræddar á sérstökum fundi formanna stjórn- málaflokkanna í Stjórnarráðshús- inu á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins viðruðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hugmyndir sínar um breytingar á lögunum og leituðu sjónarmiða formanna stjórnarandstöðuflokk- anna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráða- manna og almennings. - bþs Formenn stjórnmálaflokkanna: Ræddu eftir- launamálið FÓLK Loksins er stóra stundin runnin upp. Laust eftir klukkan sjö í kvöld reyna Regína Ósk og Friðrik Ómar að syngja sig inn í aðalkeppnina á laugardaginn. „Þetta er búið að vera 150 prósent á æfingum og svo gefum við 200 í þetta í kvöld,“ segir Friðrik Ómar. „En samt gerum við bara það sem við erum vön. Breytum ekk- ert mikið út af vananum. Þetta er bara eins og hver önnur árshátíð í Reykjavík.“ Búast má við að fáir verði á götum úti í kvöld þegar Euro- bandið stígur á svið í kvöld en það er fyrst í röðinni. - glh / sjá Eurovisionblað í miðju blaðsins Eurobandið á svið í kvöld: Leggja sig 200 prósent fram FRIÐRIK ÓMAR OG REGÍNA Íslensku Eurovisionfararnir eru tilbúnir í slaginn og stíga fyrstir allra á svið í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Komast ekki á sjúkrahús Tólf flugvellir í Noregi hafi verið lokaðir síðustu daga vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna. Tugir þús- unda farþega hafa ekki komist leiðar sinnar og hefur neyðarástand skapast, ekki síst vegna þess að sjúklingar í afskekktari byggðum komast ekki á sjúkrahús, að sögn Verdens Gang. NOREGUR Sverrir, hefði Stefán ekki frekar átt að fá úthlutað úr fýlupokasjóði? „Jú, hjartanlega sammála. Og rusla- pokasjóði líka. Og ælupokasjóði, ef hann er þá til.“ Útgáfa nótna- og söngbókar vinsælustu laga Sálarinnar hans Jóns míns fékk styrk úr Pokasjóði verslunarinnar á mánudag. Stefán Hilmarsson, söngvari sveitarinn- ar, og Sverrir Stormsker tónlistarmaður hafa átt í harðvítugum ritdeilum upp á síðkastið. SKÁK Skákakademía Reykjavíkur var stofnuð í gær. Hlutverk akademíunnar verður að byggja upp skákíþróttina í höfuðborginni með sérstakri áherslu á skóla borgarinnar. Auk þess mun hún standa árlega að Skákhátíð Reykja- víkur þar sem hápunktur vikunnar verður Alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið sem héðan í frá verður haldið árlega en ekki á tveggja ári fresti eins og verið hefur. Það voru Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Mjólkursamsalan og Orkuveita Reykjavíkur sem undirrituðu stofnsamning Skákakademíunnar í gær. Stofn- hlutafé er 20 milljónir króna. - kg Skákakademía Reykjavíkur: Byggir upp skák í borginni SKÁKAKADEMÍA Ólafur F. Magnússon var fremstur í flokki við undirritun stofn- samningsins. DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur maður var í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir samtals þúsund krónur í tveimur verslunum í borginni. Maðurinn neytti súpu í 10-11 í Austurstræti að verðmæti 250 krónur án þess að greiða fyrir hana. Þá stal hann koníakslíki að verðmæti 769 krónur í Hagkaup- um í Kringlunni. Maðurinn játaði brot sín en með brotunum rauf hann skilorð fjögurra mánaða dóms sem hann hlaut árið 2005. Auk þess ber manninum að greiða 185 þúsund krónur í sakarkostnað. - kh Héraðsdómur Reykjavíkur: Í fangelsi fyrir súpuát í 10-11 SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.