Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 46
 22. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● eurovision BOSNÍA & HERSEGÓVÍNA Laka – Pokusaj Skrítið popplag með rokkuðum kafla eftir höf- undinn sjálfan, Laka, sem er stjarna heima hjá sér. Sjóið er athyglisvert, vöðvabúnt með hrífur, en lifandi hæna sem átti í upphafi að vera með var bönnuð. Veðbankar: 10. sæti Euronördar: 18. sæti Íslenskur titill: Reyndu ISRAEL Boaz – The Fire in Your Eyes Boaz vann vinsæla sjónvarpssöngvarakeppni í Ísrael og er þar mikil stjarna. Hann er með háa rödd sem mætti misskiljast að væri úr konubarka. Lagið er sykurballaða sungin á hebresku og ensku. Veðbankar: 24. sæti Euronördar: 17. sæti Íslenskur titill: Eldurinn í augum þínum FINNLAND Teräsbetoni – Missä miehet Finnar, sem einir þjóða hafa unnið Eurovision með þungarokki, treysta enn á þá tónlistarstefnu og senda þekkt finnskt metalband og ekta vík- ingarokklag, karlmannlegt og sveitt. Veðbankar: 17. sæti Euronördar: 35. sæti Íslenskur titill: Þar riðu hetjur um völl PÓLLAND Isis Gee – For Life Isis hefur verið viðloðandi poppið og djassinn í mörg ár. Fyrsta platan, „Hidden Treasure“, kom út í fyrra. Isis syngur Celine Dion-lega ballöðu. Veðbankar: 25. sæti Euronördar: 41. sæti Íslenskur titill: Til lífstíðar ASERBAÍDSJAN Elnur og Samir – Day After Day Aserar taka nú þátt í fyrsta skipti og senda vel þekkta heimapoppara. Þeir bregða sér í líki engils og djöfuls sem takast á með óperusöng og hástemmdu austantjaldsrokki. Veðbankar: 18. sæti Euronördar: 24. sæti Íslenskur titill: Dag eftir dag GRIKKLAND Kalomira – Secret Combination Fyrir utan að hafa verið viðloðandi poppið frá unga aldri hefur Kalomira kynnt sjónvarpsþætti og leikið í grískum sápum. Grísk þjóðlagahefð er krydduð með nútímalegum R&B-töktum í síðasta lagi kvöldsins. Veðbankar: 6. sæti Euronördar: 11. sæti Íslenskur titill: Leynileg samsetning RÚSSLAND Dima Bilan – Believe Dima er vel styrktur af rússneskum peningaöflum sem hafa sent hann um víðan völl til að vinna með þekktum alþjóðlegum stjörnum. Dima varð í öðru sæti árið 2006 en hyggst nú fara alla leið með hugljúfri ballöðu. Veðbankar: Fyrsta sæti Euronördar: 9. sæti Íslenskur titill: Trúðu NOREGUR Maria – Hold On Be Strong Maria varð sjötta í Pop Idol 2004 og gaf árið eftir út sólóplötuna Breathing. Hún hefur tekið þátt í vinsælum söngleikjum og fer nú í Eurovision með fullorðinslega kraftballöðu. Veðbankar: 14. sæti Euronördar: 6. sæti Íslenskur titill: Bíddu, vertu sterkur Í fyrrakvöld skýrðist hvaða tíu lög kom- ust upp úr þeirri undankeppni, án þess þó að nokkru væri ljóstrað upp um hversu mörg atkvæði hvert og eitt lag fékk. Níu þeirra voru valin áfram með símakosningu, en dómnefndir skáru úr um hvert tíunda lagið til að fá farmiða í úrslitin á laugardagskvöld yrði. Ekki verður greint frá því hvaða lag það var fyrr en á laugardag. RÚMENÍA Nico og Vlad – Pe-o Margine de Lume Þau Nico og Vlad eru valinkunnir rúmenskir poppsöngvarar með marga sigra í farteskinu. Lagið er allgamaldags ballaða sungin á rúm- ensku og ítölsku. Veðbankar: 12. sæti Euronördar: 10. sæti Íslenskur titill: Á brún heimsins ARMENÍA Sirusho – Qele Qele Unga söngkonan Sirusho fær fljúgandi start hjá veðbönkum og euronördum. Hún er ekki nema tvítug en hefur samt gefið út þrjár sólóplötur. Lagið er glaðlegt og hresst popp með þjóðlaga- áferð. Veðbankar: Þriðja sæti Euronördar: Fjórða sæti Íslenskur titill: Gerðu það Lögin úr fyrri undankeppninni Mörgum fannst eflaust gott að sjá fulltrúa Noregs, Mariu Storeng, fara áfram upp úr undankeppninni á þriðjudag. Enn er von fyrir Norðurlandaþjóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.