Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 60
36 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR „Ég sá það fyrst á visir.is“ 24 mörk skoruð í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar Visir.is var langfyrstur með mörkin í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar. Boltavakt visir.is og Fréttablaðsins verður á öllum leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla. Öll mörk, spjöld og helstu atriði leikjanna verða í beinni textalýsingu. Visir.is er öflug frétta- og upplýsingaveita í stöðugri sókn sem leggur metnað sinn í að flytja fréttir líðandi stundar fljótt og örugglega. Fréttir, dægurmál, umræða, blogg, sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 og fréttatengdir þættir – allt er þetta aðgengilegt á einum stað í einfaldri umgjörð með skýrri framsetningu. Notendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir heimsækja visir.is. UMRÆÐAN Róbert Marshall skrifar um fréttaflutning Fréttastofa Stöðvar 2 hefur að undanförnu talið niður í þinglok og minnt á hverjum degi á það kosningaloforð Sam- fylkingarinnar að færa eftirlaunafyrirkomulag alþingismanna og ráð- herra til jafns við það sem almennt gerist í landinu. Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að hingað til hefur það ekki talist hlutverk fjölmiðla í hinum vestræna heimi að láta stjórn- málaflokka efna loforð sín. Það hefur hins vegar talist hlutverk þeirra að greina frá því þegar það er ekki gert. Þegar loforð eru svikin, þá er það frétt. Hefur einhver svikið? Af hverju er þetta frétt? Það er grundvallar- spurningin sem rit- stjórnir spyrja sig áður en frétt er send út eða birt. Og ef svarið er að fréttin sé upplýsandi, forvitnileg og eigi erindi við almenning þá er hún send út. Vissulega er það fréttnæmt að ekki sé búið að efna fyrrnefnt lof- orð. En staðreyndin er líka sú að enginn hefur svikið það heldur. Þess er getið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að eftirlauna- kjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð. Undirritaður er jafnframt einn af meðflutnings- mönnum á frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur um breytingar á líf- eyrisósómanum. Það er sumsé vilji til þess að gera á þessu breyt- ingar og það verður gert hvort sem fréttastofu Stöðvar 2 hugnast tímasetningin eður ei. Frétt eða skoðun Þegar sama fréttin er sögð kvöld eftir kvöld þá er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að verið sé að knýja á um breytingar. Þar með lýkur hefðbundnu hlutverki fréttastofu og hún verður að áróð- urstæki. Dagblöð leysa þetta með því að skipta sinni útgáfu í leiðara- síður annars vegar og fréttasíður hins vegar en mér er ekki kunnugt um að fréttastofur ljósvakamiðla, nokkurs staðar í heiminum, hafi sérstakar skoðanamínútur þar sem fréttastjórinn heldur fram sinni pólitík. Ætlar fréttastjórinn að slá til veislu þegar loforð um eftirlaunin hefur verið efnt? Ætlar hann að ávarpa áhorfendur sína og greina frá því að nú hafi frétta- stofu Stöðvar 2 tekist að láta ríkis- stjórnina framkvæma stefnumál sín sem hún hefði örugglega svik- ið ef fréttastofan hefði ekki minnt hana á þau daglega? Þátttakendur í atburðarás Samskipti stjórnmálamanna og fréttamanna þurfa að vera í góðu lagi. Það vita þeir sem hafa gegnt stöðu fréttamanns og það vita þeir sem hafa gegnt stöðu aðstoðar- manns ráðherra eða, segjum, upp- lýsingafulltrúa forsætisráðherra. Svona vinnubrögð bæta þau ekki, auk þess sem trúverðugleiki fréttastofunnar hefur af þessu borið meiri skaða en tillögur um eggjakast í beinni gerðu. Eggja- kastið, ef af hefði orðið, hefði gert fréttamann stöðvarinnar að þátt- takanda í atburðarásinni, sem allir eru sammála um að sé ekki boð- legt. Það eru aðeins um það bil tíu mánuðir frá því Steingrímur Ólafsson, fyrrverandi upplýsinga- fulltrúi Halldórs Ásgrímssonar, sem einmitt setti eftirlaunalögin, varð fréttastjóri á Stöð 2. Nú hefur honum tekist að gera fréttastofu sína að þátttakanda í atburða- rásinni um eftirlaunalögin. Og það er í lagi? Höfundur hefur verið varaþingmaður Samfylkingarinnar í 375 daga. Eggjakast í beinni RÓBERT MARSHALL UMRÆÐAN Sigurður Eyþórsson skrifar um mat- vælalöggjöf Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkis-stjórnarinnar um innleiðingu á matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Frumvarpið hefur mætt víðtækri andstöðu innan landbúnaðarins, aðallega vegna þess að mörgum spurningum varðandi það er ósvarað. Í fyrsta lagi eru reglugerðir með frumvarpinu ekki tilbúnar, né heldur gjaldskrár sem því eiga að fylgja. Í frumvarpinu fær sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimildir til að setja fjöldamargar reglugerðir sem munu ráða miklu um hvernig bændur og aðrir matvælaframleiðendur eiga að starfa. Þessar reglu- gerðir eru ekki tilbúnar. Þess má geta að þegar Norðmenn innleiddu þessa löggjöf fyrir nokkrum árum voru reglugerðirnar lagðar fram til kynning- ar með frumvarpinu sjálfu. Jafnframt er verið að auka eftirlit á ýmsum sviðum og þar með eftirlits- gjöld. Ekkert liggur fyrir um hver þau gjöld verða. Það er ekki hægt að ætlast til þess að atvinnugrein skrifi upp á löggjöf þar sem eftir er að útfæra fjölmörg mikilvæg atriði og engar upplýsingar liggja fyrir um kostnað. Innlend framleiðsla og sanngirni á markaði Í öðru lagi er óljóst hvort innlend framleiðsla fær að njóta sanngirni á markaði eftir þessar breyting- ar. Fákeppni ríkir á smásölumarkaði með matvörur hérlendis og fyrirtækin sem eru ráðandi flytja inn mikið magn af vörum sjálf. Verslunin hefur rétt til að skila því sem ekki selst af innlendri búvöru þ.e. birgjar hennar bera allt tjónið sem af því hlýst. Líklegt er að aukinn innflutningur verði að mestu leyti í höndum verslunarinnar sjálfrar, en hún hefur ekki möguleika á að skila vörum til erlendra birgja. Það er því ekki víst að verslunin verði mjög áhugasöm að bjóða neytendum upp á íslenska vöru, jafnvel þó þeir vildu gjarnan kaupa hana í ljósi þess að hún getur ekki skilað þeirri erlendu. Í fullkominni samkeppni myndi slíkt ekki gerast en þær aðstæður eru bara ekki uppi hérlendis. Verð mun örugglega lækka í byrjun en ólíklegt er að það verði lengur en í þann tíma sem það tekur að ryðja innlendu framleiðslunni af markaðnum. Eða er innflutt matvara sem ekki er framleidd hér á sérstaklega góðu verði? Ekki liggur fyrir hvort samkeppnis- yfirvöld hafa nauðsynleg úrræði til að fylgjast með þessu og bregðast við. Í þriðja lagi eru fáar tryggingar í boði til að vernda hina góðu sjúkdómastöðu innlendra búfjárstofna. Sú staða er mjög góð í ljósi einangrunar þeirra. Hér hefur tekist að halda mörgum skæðum sjúkdóm- um frá landinu og útrýma öðrum eins og t.d. mæðiveiki í sauðfé. Í frumvarpinu kemur fram að semja eigi um sérstaka tryggingu vegna salmónellu en ekki annarra sjúkdóma. Of langt mál yrði að telja alla þá búfjársjúkdóma sem gætu valdið hættu eða tjóni hér en nefna mætti kúariðu, gin- og klaufaveiki og blátungu. Ekki liggur fyrir hvort möguleiki er á því að semja um fleiri sérstakar tryggingar eða hvort möguleiki er á því. Efnahagsleg áhrif Í fjórða lagi hefur engin tilraun verið gerð til að meta efnahagsleg áhrif þessara laga á innlenda matvælaframleiðslu í heild. Innflutningur á hráu kjöti verður heimilaður en hingað til hefur þurft að frysta það í a.m.k. 30 daga til þess að flytja megi það inn. Tollar eru í sumum tilvikum lægri á hráu kjöti en frystu auk þess sem aukinn innflutningur mun líklega hafa veruleg áhrif á markaðinn eins og áður hefur verið nefnt. Þúsundir manna hafa lífsviðurværi sitt af framleiðslu og úrvinnslu landbúnaðarafurða, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum. Þegar aflamark í þorski var skorið niður um þriðjung á síðasta ári var farið í umfangsmikl- ar mótvægisaðgerðir til að mæta því. Það er lágmarkskrafa að við þessar breytingar í landbún- aði sé farið skipulega yfir hvaða áhrif þær gætu haft og brugðist við í samræmi við það. Slík yfirferð liggur ekki fyrir. Það er því ákaflega margt óljóst um málið og útilokað að svara því öllu ef ætlunin er að afgreiða málið nú á vorþingi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Ekki bara hrátt kjöt SIGURÐUR EYÞÓRSSON UMRÆÐAN Hanna Lára Steinsson skrifar um aðbúnað heilabilaðra Í Fréttablaðinu þann 15. maí birtist grein sem sagði frá „opnun“ átján rúma deildar á Landakoti fyrir fólk með heilabilun. Deildin verður rekin af hjúkrunarheimilinu Grund. Rætt var um að þetta væru „gleðileg“ tíðindi og að opnun deildarinnar myndi létta álagi af LSH vegna aldraðra sem væru staðsettir á dýrum bráðadeildum að óþörfu. Hið rétta er að þessi deild á Landakoti hefur verið starfandi með sama sniði frá árinu 1996 og þar starfaði ég um langa hríð. Henni var lokað 1. mars síðastlið- inn í sparnaðarskyni og starfsemin boðin út. Þetta er því hreint engin viðbót varðandi þjónustu við þenn- an hóp, heldur var farið illa með sjúklinga og aðstandendur með lokun deildarinnar og svo er hún opnuð aftur með sama fyrirkomu- lagi nokkrum mánuðum síðar. Það eru rúmlega 3.000 Íslendingar með heilabil- unarsjúkdóma eins og Alzheimerssjúkdóm. Aukningin verður gríð- arleg á næstu árum og áratugum þar sem stórir árgangar aldraðra eru væntanlegir og lífaldur er stöðugt að hækka. Árið 2030 er áætlað að fólk með heilabilun hér á landi verði 5.500 að tölu. Engar áætlanir eru uppi um að mæta þessari aukningu af hálfu yfir- valda, sem er mótsögn við það sem yfirvöld í nágrannalöndunum eru að gera. Bjarmalundur er einkarekið fyr- irtæki sem vinnur að því að auka og bæta þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Stefna Bjarmalundar er að koma með ný úrræði og mæta sjúkling- um og aðstandendum þar sem þeir eru staddir á hverjum tíma, en sjúkdómsferlið tekur að meðaltali 10-12 ár. Nýlega vann Bjarmalund- ur þriðju verðlaun í frumkvöðla- keppni Innovit. Hægt er að sjá frétt um það á ýmsum vefsíðum eins og bjarmalundur.is, bifrost.is, innovit.is og alzheimer.is. Í fyrstu tveimur sætunum voru hugmyndir varðandi tölvugeirann, en yfir 100 manns tóku þátt. Flestir þekkja til einhvers nákomins sem hefur fengið heila- bilun af einhverju tagi. Enn í dag er feimnismál að ræða þessa sjúk- dóma vegna þess að engin lækning er til. Hins vegar er svo margt hægt að gera til þess að létta undir og bæta lífsgæðin. Það þarf ein- ungis að opna augun og leita aðstoð- ar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bjarmalundar. Skrípaleikur HANNA LÁRA STEINSSON Þetta er því hreint engin viðbót varðandi þjónustu við þennan hóp, heldur var farið illa með sjúklinga og aðstandendur með lokun deildarinnar og svo er hún opnuð aftur með sama fyrirkomulagi nokkrum mán- uðum síðar. ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.