Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 28
28 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 335 4.900 +0,05% Velta: 2.875 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,08 -0,28% ... Bakkavör 37,00 +0,00% ... Eimskipafélagið 20,05 -1,47% ... Exista 10,38 -1,98% ... FL Group 6,60 +1,23% ... Glitnir 17,75 +0,28% ... Icelandair Group 20,10 +0,72% ... Kaupþing 796,00 +0,25% ... Landsbankinn 26,05 +0,19% ... Marel 95,20 -0,31% ... SPRON 4,60 -1,50% ... Straumur-Burðarás 11,61 -1,11% ... Teymi 3,44 -0,58% ... Össur 98,60 -1,40% MESTA HÆKKUN FL GROUP +1,23% ALFESCA +1,19% ICELANDAIR +0,72% MESTA LÆKKUN EXISTA -1,98% SPRON -1,50% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,47% Alfesca hagnaðist um 1,8 milljónir evra, jafnvirði 209 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórð- ungi, sem er sá þriðji í bókum félagsins. Þetta er hálfri milljón evra meira en á sama tíma í fyrra og jafngildir rúmlega 38 prósenta aukningu. Greiningardeild Glitnis sagði í gær afkomuna viðunandi miðað við árstíðasveiflur sem einkenni rekstur Alfesca og ástandið á mörkuðum. Xavier Govare, forstjóri Alfes- ca, segir afkomuna viðunandi sé tekið tillit til erfiðra aðstæðna á markaði. Bæði hafi hrávöruverð hækkað auk þess sem veiking pundsins gagnvart evru hafi haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins í Bretlandi. Þessar aðstæður urðu þess valdandi að hætt var við kaup á breska matvælafyrirtækinu Oscar Mayer. Þá seldi fyrirtækið norska fisksölufyrirtækið Christi- an Partner á tímabilinu auk þess sem það keypti ítalskt dreifingar- fyrirtæki á fjórðungnum. - jab XAVIER GOVARE Forstjóri Alfesca segir afkomu félagsins viðunandi sé mið tekið af erfiðra aðstæðna og gengisbreytinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðunandi fjórð- ungur hjá Alfesca Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir samning Lárusar eðlilegan. Slíkir samningar verði hins vegar ekki gerðir meðan hann verði sitjandi stjórnarformaður. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir að þau kjör sem Lárusi Welding voru boðin þegar hann var ráðinn séu í samræmi við það sem tíðkaðist við gerð sambærilegra samninga hjá fjármálafyrirtækjum á þeim tíma. Segir hann að ljóst hafi verið að vandasamt yrði að fylla skarð Bjarna Ármannssonar og þegar Lárus varð fyrir valinu starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landsbankans í London. Hafði hann á þeim tíma áunnið sér til- tekin starfskjör og réttindi sem hann gaf frá sér þegar hann skipti um starfsvettvang. Þetta kemur fram í svari Þor- steins við fyrir- spurn Vilhjálms Bjarnasonar, framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta, frá aðalfundi Glitnis 20. febrúar síð- astliðinn. Þorsteinn tekur þó fram að samn- ingar af þessu tagi verði ekki gerðir á meðan hann gegni starfi stjórnarfor- manns í bankanum þótt þeir hafi tíðkast fram til þessa í starfsemi fjármálafyrirtækja. Jafnframt tekur Þorsteinn fram að unnið sé að því um þessar mundir, í samstarfi við lykilstjórn- endur, að breyta núverandi fyrir- komulagi og fella niður þá kaup- rétti sem nú eru í gildi. Þorsteinn tekur einnig fram að hafi Félag fjárfesta hugmyndir um efni hvatakerfis fyrir stjórnendur sé hann reiðubúinn til viðræðna um það efni. annas@markadurinn.is Segir starfskjör Lárusar eðlileg ÞORSTEINN MÁR „Vítaverð vanræksla“ Skuggabankastjórnin, sem hleypt var af stokk- unum í Markaðnum í gær, hefur vakið mikla athygli. Vænta má þess að umræður hennar um peningamálastefnuna, stjórn efnahagsmála og ákvörðun stýrivaxta verði m.a. höfð til hlið- sjónar þegar fjallað verður um stýrivaxtaákvörðun Seðla- bankans í dag. Gylfi Magn- ússon, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í gær, að það væri „vítaverð vanræksla“ að hafa ekki stóraukið gjaldeyrisvara- forðann á umliðnum árum, helst í takt við ævintýralegan vöxt bankanna. Hvað ætli bankastjórn Seðlabankans segi við þeirri gagnrýni og þeim rökum sem komu fram á fundi skuggabankastjórnar? Leitað nýrra fjárfesta Stóru viðskiptabankarnir þrír munu nú allir á höttunum eftir nýju fjármagni í formi hlutafjár. Forkólfar Landsbankans hafa verið á kynning- arfundum með fjárfestum í Bretlandi; forsvars- menn Kaupþings hafa kynnt bankann í Mið- Austurlöndum þar sem ríkisfjárfestingasjóðir eru digrir sem aldri fyrr í kjölfar hækkandi olíu- verðs og áður hefur verið skýrt frá vangaveltum um möguleg kaup erlendra aðila að hlutum í Glitni. Peningaskápurinn ... Frá og með deginum í dag er FL Group ekki lengur með í Úrvals- vísitölu Kauphallarinnar (OMXI15 vísitalan), en í henni standa þá eftir 13 félög. Í tilkynningu Kauphallar Íslands kemur fram að bréf FL Group séu tekin úr vísitölunni vegna ófull- nægjandi seljanleika, en ákvörð- unin sé í samræmi við reglu 4.9 í reglum um samsetningu og við- hald OMXI15 vísitölunnar. Mjög hefur dregið úr veltu með bréf félagsins, en það bíður afskrán- ingar. Valið er í Úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar á hálfs árs fresti og tekur ný vísitala næst gildi 1. júlí. Þá eru valin 15 veltumestu félög kauphallarinnar, auk þess sem þau þurfa að uppfylla fleiri skilyrði. Fæst geta félög vísitölunnar verið 12 en flest 15, samkvæmt upplýs- ingum úr kauphöllinni. Síðast voru þannig einungis valin 14 félög í vísitöluna. - óká Eftir standa þrettán Tap hluthafa Icelandair Group eftir fyrsta ársfjórðung nemur 1.678 milljónum króna, eða 1,68 krónum á hlut. Tapið er rúmum þriðjungi meira en í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri félagsins, segir niðurstöð- una þó nokkru betri en ráð hafi verið fyrir gert. Hann bendir á að eldsneytiskostnaður hafi auk- ist um tæpan milljarð króna frá fyrsta fjórðungi. Þá hafi í fyrra verið bókfærður hagnaður upp á 1,2 milljarða vegna eignasölu. EBITDAR er afkomumæli- kvarði sem gjarnan er notaður í flugrekstri, en hann stendur fyrir rekstrarhagnað fyrir afskriftir og leigu, en hún er und- anskilin vegna hás hlutfalls eign- arhaldskostnaðar í slíkum rekstri. EBITDAR Icelandair Group var 705 milljónir á fyrsta fjórðungi, en var einn milljarður á sama tíma í fyrra. Fram kemur í tilkynningu félagsins að samið hafi verið um útleigu á fyrstu Boeing 787 Dreamliner þotunni sem félagið er með í pöntun til Air Niugini, þjóðarflugfélags Papúa Nýju-Gíneu. Afhending á vélinni frestast frá 2010 vegna tafa hjá Boeing til ársins 2012. „Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um nýtingu á þeim fjórum Boeing 787 þotum sem Icelandair Group, þar með talið Travel Serv- ice, á til viðbótar í pöntun og eiga að afhendast á árunum 2012 til 2015, en ljóst er að flugvél þess- arar gerðar verður ekki tekin inn í rekstur Icelandair fyrr en í fysta lagi árið 2014,“ segir í til- kynningu. - óká Tap Icelandair Group 1,7 milljarðar TÖLVUGERÐ DREAMLINER ÞOTA Einhver bið verður á því að nýju Dreamliner-þotur Boeing sjáist í Icelandair Group-litunum. MYND/BOEING MARKAÐSPUNKTAR Auk þess að lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um eitt þrep hefur Moody‘s lækkað mat á skuldabréfum Íbúða- lánasjóðs úr Aaa í Aa1. Væntingar fyrir allar einkunnir fyrirtækisins eru stöðugar en voru áður neikvæðar. Moody‘s hefur einnig tilkynnt að lánshæfiseinkunnir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans haldist óbreyttar og væntingar séu áfram stöðugar. Í rökstuðningi er vísað til þess að bank- arnir njóti stuðnings ríkisins. Tölur Hagstofunnar sýna að laun hafi hér hækkað um 0,9 prósent milli mánaða í apríl. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt laun hafi hækkað um 4,3 prósent frá áramót- um hafi rýrnun kaupmáttar ekki verið meiri í 14 ár, en þar koma til áhrif af verðbólgunni. AFSLÁTTUR Með því að kaupa Miele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Hreinn sparnaður MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Miele - líklega endingarbesta og ódýrasta parið Í upphafi skal endinn skoða! A B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.