Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 8
8 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR KAUPMANNAHÖFN, AP Danski utan- ríkisráðherrann Per Stig Möller sagði í gær að hann vænti þess að ríkin sem eiga land að Norður- Íshafi virði alþjóðalög þegar kemur að því að leysa ágreining þeirra um tilkall til yfirráða og auðlindaréttinda á svæðinu. Ráðherrar frá Rússlandi, Banda- ríkjunum, Kanada, Noregi og Dan- mörku munu hittast í Ilulissat á Grænlandi í næstu viku til að ræða þessi mál. „Nauðsyn ber til að við sendum sameiginleg pólitísk skilaboð bæði til okkar eigin borgara og afgangs- ins af heimsbyggðinni um að strandríkin fimm muni fást við tækifærin og áskoranirnar (á Norður-Íshafssvæðinu) með ábyrgum hætti,“ tjáði Möller fréttamönnum í Kaupmannahöfn. Sjónir umheimsins beinast nú í síauknum mæli að Norðurskauts- svæðinu vegna hraðrar ísbráðnun- ar og þeirra nýju möguleika sem það skapar á vinnslu olíu og jarð- gass og á nýjum siglingaleiðum. Allar þjóðirnar sem um ræðir, aðrar en Bandaríkjamenn, hafa lýst tilkallskröfum sínum sam- kvæmt skilmálum hafréttarsátt- mála SÞ frá 1982. Bandaríkin hafa enn ekki fullgilt sáttmálann. - aa Per Stig Möller um væntanlegan ráðherrafund Norðurskautsríkja á Grænlandi: Alþjóðalög stýri lausn ágreinings PER STIG MÖLLER Danski ráðherrann mun ásamt grænlenska landstjórn- arformanninum Hans Enoksen stýra fundinum í Ilullisat. RV U N IQ U E 05 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus Maraþon Plus Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Lotus WC pappír Lotus WC Júmbó Á tilboði í maí 2008 Umhverfi svottuð h reinsiefni og papp írsvörur 20% a fsláttur Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás - Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur - Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Fáskrúðsfjörður - Höfn Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 23 25 0 5. 20 08 HÆTTU Í ALVÖRU Skynsamleg leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða. NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum. Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í. TILBOÐ MÁNAÐARINS 25% afsláttur Verð 2.990 kr. í Lyfju. Verð áður 3.990 kr. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Sprengja sem talin er vera frá síðari heimsstyrjöld fannst á byggingarsvæði við Furugrund í Kópavogi laust fyrir klukkan hálf tvö í gærdag. Verktaki, sem var að grafa fyrir nýju íþróttahúsi HK á svæðinu, fann sprengjuna og hafði umsvifalaust samband við Neyðar- línuna. Lögregla kannaði málið og í kjölfarið voru sprengjusérfræðing- ar Landhelgisgæslunnar kvaddir á vettvang. Sérfræðingarnir kváðu fljótlega upp úr með það að um væri að ræða 50 kílóa flugvélasprengju en ólík- legt þykir að hún hafi verið virk. Sent var eftir tækjabúnaði til að meðhöndla sprengjuna og kveiki- búnaður hennar gerður óvirkur. Sprengjan var svo flutt á brott um klukkan hálf fjögur. Karel Halldórsson, gröfumaður- inn sem gróf sprengjuna upp úr jörðinni, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því strax hvað var í gröfuskóflunni. „Ég hélt fyrst að þetta væri brúsi, súrefniskútur eða einhvers konar hylki, en fór svo að gruna að um sprengju væri að ræða. Einn af starfsmönnum mínum hefur unnið við að keyra fyrir friðar- gæslulið í fyrrum Júgóslavíu og hann gat samstundis staðfest að við værum að horfa á sprengju, enda hefur hann séð þær ófáar á stríðshrjáðum svæðum.“ Mikill viðbúnaður var viðhafður vegna sprengjufundarins. Snælandsskóli og leikskólinn Furugrund eru skammt frá svæð- inu og voru skólarnir rýmdir til að gæta ítrustu varúðar. Skömmu áður en kveikibúnaður sprengjunnar var gerður óvirkur var brugðið á það ráð að koma öllum vegfarendum úr sjónlínu við sprengjuna, um 200 metra radíus frá svæðinu, enda ekki vitað hversu öflug sprengingin yrði. Hættuástandi var svo aflýst laust eftir klukkan fjögur. Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla, heyrði af sprengjunni í útvarpinu. „Við urðum þess vör að lögregla var byrjuð að girða af hluta skólans en svo heyrðum við í útvarpinu að for- eldrar nemenda okkar væru beðnir um að sækja börn sín í skólann. Skólinn var smám saman rýmdur og allir komnir út um þrjú leytið.“ Hanna segir ekki hafa orðið vart við almenna hræðslu meðal við- staddra. „Það var helst að yngstu börnin beygðu aðeins af en allir gættu þess að fara sér rólega til þess að enginn yrði hræddur.“ Hvers vegna sprengjan var á þessum stað er ekki vitað. Ólíklegt er að erlent herlið hafi verið þarna við æfingar. Svæðið þar sem sprengjan fannst var í flugleið að Reykjavíkurflugvelli og er mögu- legt að sprengjan hafi fallið úr flug- vél án þess að springa. kjartan@frettabladid.is Rýma þurfti skóla vegna sprengju Flugvélasprengja úr síðari heimsstyrjöld fannst í húsgrunni í Kópavogi í gær. Ólíklegt er að sprengjan hafi verið virk. Snælandsskóli var rýmdur í varúðar- skyni. Ekki vitað hvernig sprengjan komst á svæðið. LÖGREGLUMÁL „Ég sé enga rökrétta skýringu á því að sprengjan hafi fundist þarna og þykir líklegra að því ráði hending en nokkuð annað,“ segir Þór Whitehead sagnfræðing- ur um staðsetningu sprengjunnar sem fannst í Kópavogi. Þór segir ósennilegt að þarna farið fram hernaðaræfingar. „Ég myndi halda að þetta sé of nærri byggð, þarna var til dæmis sumarhúsabyggð á stríðárunum. Á flugvallarsvæðinu er hins vegar að finna sprengjur af öllu tagi, sem notaðar voru við hernað í Atlants- hafi. Það er erfitt að segja til um hvernig ein þeirra berst út í mýri,“ segir Þór. - kg Sagnfræðingur um sprengju: Hending ráðið staðsetningu VIÐBÚNAÐUR Lögregla og sprengisveit Landhelgisgæslunnar leggja á ráðin um hvernig meðhöndla skuli sprengjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPRENGJAN Sprengjan er 60 sentimetrar á lengd og 20 á breidd. MYND/ÞS VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir formaður Félags hrefnuveiðimanna? 2 Hvaða ríki er samkvæmt breska tímaritinu Economist, friðsælasta ríki í heimi? 3 Hvað heitir Íslendingurinn sem í vikunni varð danskur meistari í handknattleik karla? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.