Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 22. maí 2008 35 UMRÆÐAN Sigurður Magnússon skrifar um skipulags- mál á Álftanesi Í Fréttablaðinu á sunnu-dag er sagt að „yfir- vald á Álftanesi vilji hunsa dóm Hæstaréttar“. Hér er vísað til þess að dómur féll fyrir nokkrum dögum í máli Halds ehf. gegn sveitarfélaginu, en bæjarfélagið heimilaði ekki að byggja hús við Skógtjörn eftir teikningum sem Hald ehf. lagði inn hjá skipulags- og byggingarnefnd. Áður hafði málið verið dæmt í Héraðsdómi Reykjaness þar sem kröfu Halds ehf. var hafnað. Í dómsorði Hæstaréttar segir: „Dómur Hér- aðsdóms skal standa.“ Bæjaryfir- völd eru því ekki að hunsa dóm Hæstaréttar heldur er dómurinn að staðfesta gjörðir bæjaryfir- valda. Yfirskrift greinarinnar í Fréttablaðinu er því villandi eins og öll fréttin. Fyrrverandi bæjarstjóri aðstoð- ar Hald ehf. Dómarnir báðir staðfesta að stjórnsýsla á Álftanesi hefur farið rétt að í meðferð á umsókn Halds ehf. og hefur bæjarstjórn fagnað þeirri niðurstöðu. Einu gildir þótt lóðareigendur hafi skrifað hið gagnstæða í blöð og netmiðla eða þótt bæjarfulltrúar D-listans á Álftanesi hafi reynt að gera málið tortryggilegt. Sérstak- lega hafa þessir aðilar veist að forseta bæjarstjórnar sem svo óheppilega býr á aðliggjandi lóð. Hann hefur með stuttum hléum í mörg ár þurft að standa undir persónulegum árásum vegna málsins. Í þessum persónulegu árásum hefur farið fremstur fyrrverandi bæjarstjóri D-list- ans, Guðmundur G. Gunnarsson, en hann er orðinn þekktur af ómálefnalegum upphlaupum í bæjarstjórn Álftaness og fjöl- miðlum. Reyndar hefur verið upplýst að hann aðstoðaði lög- mann Halds við gagnaöflun vegna málsins og má efast um að sú gjörð hans samrýmist skyldum hans sem bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir þessa dóma báða eru enn uppi deilur og misvísandi álit um hvort landspilda Halds ehf. við Skógtjörn sé deiliskipulögð lóð eða ígildi slíkrar lóðar. Hér- aðsdómur taldi að Hald ehf. hefði ekki fært á það sönnur. Í umfjöll- un Hæstaréttar að fyrrgreindu dómsorði þar sem ásökunum um ranga stjórnsýla á Álftanesi er hafnað, telur hann líkindi til þessa og að sveitarfélagið hafi ekki sannað hið gagnstæða. Sveitar- stjóri á Álftanesi til margra ára, Gunnar Valur Gíslason, ráðinn af D-listanum, sagði í skýrslu fyrir nokkrum árum að hann teldi að þarna yrði ekki byggt og hafði efasemdir um að þarna væri gilt deiliskipulag. Margir eru sömu skoðunar. Úr þessu máli verður þó ekki skorið nema með frekari málarekstri fyrir dómstólum. Ekkert hús við Skóg tjörn stæði eins nærri sjó Á ljósmynd með frétt- inni í Fréttablaðinu hefur teikningu af húsi Halds verið felld inn og gætu ókunnugir haldið að drjúg- ur spölur sé frá húsinu að sjó og því vandræðalaust að byggja á þessum stað. Hið rétta er að land- ið sem sýnt er milli hússins og sjávar fer undir sjó á flóði og eru þetta sjávarfitjar sem lúta sér- stakri friðun á Álftanesi. Hlaðinn sjávargarður yrði rétt við suður- horn hússins en milli þess og garðsins áforma bæjaryfirvöld að leggja fráveitu og göngustíg, en stígur hefur verið þarna á aðal- skipulagi í mörg ár. Ekkert hús við Skógtjörnina, hvorki gamalt né nýtt, stendur svo nærri sjó sem þetta ef byggt væri. Bygging hús á þessum stað væri í andstöðu við stefnu bæjar- yfirvalda og sérstaklega stefnu Álftaneshreyfingarinnar, sem fer með meirihluta í bæjarstjórn. Bygging á þessum stað væri líka í mótsögn við þær byggingareglur sem unnið er með í skipulagsmál- um, en þær reglur þarf frekar að herða og laga að hækkandi sjáv- arborði á næstu árum. Stefnan að varðveita viðkvæm strandsvæði Álftaneshreyfingin, sem fer fyrir bæjarstjórn á Álftanesi, hefur haft mikil áhrif í skipulagsmálum á Álftanesi, líka meðan hún starf- aði í minnihluta á síðasta kjör- tímabili. Með málefnalegum og vel undirbúnum tillögum og þátt- töku íbúanna tókst að knýja fram breytingar við gerð aðalskipulags 2005. Ýmis byggingarsvæði voru þá felld út, svo sem á fólkvangi að Hliði þar sem átti að byggja við sjó á búsvæðum fugla, við norð- anverða Skógtjörn og við Hala- kotstjörn nærri Helguvík, en opin svæði þar við sjóinn, þar sem nú er 9 holu golfvöllur, ætlaði fyrr- verandi meirihluti D-listans að byggja að mestu. Þessum áform- um tókst að forða og ná samstöðu um að hlífa strandsvæðum. Í samræmi við þessa stefnu að varðveita strandsvæðin, fjörur og sjávartjarnir hefur skipulags- og byggingarnefnd nú nýlega látið vinna tillögu um endurskoð- un deiliskipulags við Skógtjörn þar sem gert er ráð fyrir að ný byggð raski ekki fjörum og við- kvæmum strandsvæðum. Ég tel líklegt að Álftnesingar vilji engan afslátt varðandi þá stefnumörk- un. Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi. UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar eytt er um efni fram og að sýna ekki fyrirhyggju. Við höfum illilega orðið vör við afleiðingar þess á undan- förnum vikum. Við slíkar aðstæður verða menn að grípa til aðgerða og stokka upp. Sú ráð- stöfun sem hefur reynst best við slíkar aðstæður er að draga úr útgjöldum, auka tekjur og verð- mætasköpun. Þeirri aðferð höfum við Íslendingar fylgt, enda vinnusöm þjóð. Eins og fram hefur komið vinn- ur ríkisstjórnin að ráðstöfunum í efnahagsmálum sem snúa að því að styrkja hagkerfið og seðlabanka til að geta brugðist við aðsteðjandi vanda. Fyrsta skrefið hefur verið stigið og önnur eru í burðarliðnum. Viðbrögðin eru jákvæð, tiltrú á hag- kerfi okkar hefur þegar aukist. M.a.s. kom hingað á einka- þotu sendinefnd frá dönskum banka sem fyrir nokkrum vikum spáði okkur nánast gjaldþroti en vildi nú snúa blaðinu við. Um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til er sátt innan ríkisstjórnarinn- ar og á milli stjórnarflokkana. En hvað svo? Það er betra að huga að því á hverju við viljum byggja í framtíðinni. Um þær leiðir virðist vera mikill ágrein- ingur á meðal okkar sjálfstæðis- manna og vinstri manna á Alþingi. Á meðan við sjálfstæðis- menn erum ákveðnir í því að halda hér áfram uppbyggingu atvinnutækifæra með aukinni nýtingu náttúruauðlinda til lands og sjávar, eru vinstri menn á öðru máli. Þeir fylgja því sem ég kýs að kalla atvinnuleysisstefnu. Það er þeirri stefnu að hér eigi ekki að virkja, ekki byggja upp öflug atvinnufyrirtæki úti um landið og ekki að nýta með sjálf- sögðum hætti sjálfbærar auð- lindir hafsins. Þessi sami hópur er samt sammála okkur hinum að áfram verði að efla hér samfé- lagsþjónustu í öllum málaflokk- um. Ég spyr þetta ágæta fólk hvar það ætli að afla tekna til að standa undir þeim hugmyndum. Svar eins og efling ferðaþjón- ustu o.s.frv. dugar ekki. Efling hennar gengur vel sem betur fer og ekkert bendir til annars en að svo muni verða áfram, þótt hún ein og sér verði ekki sá horn- steinn sem við þurfum á að halda. Það hlýtur að koma að tíma- mótum í þessari umræðu. Við hljótum að þurfa að taka upp umræðu um hvernig við ætlum að auka tekjurnar í framtíðinni. Taka upp umræðu um það sem við ætlum að gera og hætta að tala um það sem við ætlum ekki að gera. Slík umræða leiðir ekki bara til alkuls á fasteignamark- aði heldur alkuls á atvinnumark- aði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Alkul Viðkvæmum strand- svæðum verði hlíft JÓN GUNNARSSON SIGURÐUR MAGNÚSSON Lyf skipta sköpum! „Lifnaði ekki við fyrr en 2005!“ Kristín Guðmundsdóttir, nemandi við enskudeild Háskóla Íslands. „Ég hef þjáðst af liðagigt frá því árið 2000. Frá þeim tíma stjórnaðist líf mitt nær algjörlega af sjúkdómnum. Vegna sársauka gat ég hvorki mætt í skólann né sinnt öðrum störfum. Í júlí 2005 fékk ég loksins lyf sem gerbreyttu öllu. Það er þeim að þakka að ég lifnaði við á ný og get nú stundað nám að fullu og lifað eðlilegu og sársaukalausu lífi.“ E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.