Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.05.2008, Blaðsíða 22
22 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Prófkjör demókrata í Bandaríkjunum Kvóti hefur nú verið gefinn út á fjörutíu hrefnur, þrátt fyrir mótmæli erlendra ríkja og náttúruverndarsamtaka. Meðal þeirra samtaka sem hafa beitt sér gegn hvalveiðum Íslands eru Sea Shepherd, undir forystu hins alræmda Paul Watson. Samtökin hótuðu að senda skip sín á Íslandsmið í fyrra, kæmi til frekari langreyðaveiða, en af því varð ekki. Hver er saga samtakanna? Sea Shepherd urðu til árið 1977, þegar Paul Watson sagði skilið við Green- peace. Formlega voru samtökin þó ekki stofnuð fyrr en árið 1981. Ástæða þess að Watson taldi sig ekki eiga samleið með Greenpeace lengur var sú að hann vildi að náttúruverndarsinnar gripu til beinna aðgerða, sem félagar hans í Greenpeace sættu sig ekki við. Upphaflega einbeittu samtökin sér að sjávarspendýrum, en í dag beita þau sér í málum allra sjávardýra. Sea Shepherd fá styrki frá bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Samtökin halda úti þremur skipum sem sigla þangað sem þörf krefur. Hvers konar aðferðum beita þau? Íslendingar þekkja Sea Shepherd eflaust helst vegna þess að meðlimir sam- takanna, þar á meðal Watson sjálfur, sökktu hvalbátunum Hval 6 og Hval 7 við bryggju í Reykjavík í nóvember 1986. Watson var handtekinn en ekki sótt- ur til saka. Hann var sendur úr landi og er óheimilt að koma aftur til Íslands. Þetta voru hvorki fyrstu né síðustu hvalveiðiskipin sem meðlimir samtak- anna sökktu. Frá árinu 1979 til 1998 er talið að þeir hafi sökkt samtals tíu hvalveiði- skipum. Sea Shepherd samtökin eru einnig þekkt fyrir að beita sér gegn selkópa- drápum kanadískra veiðimanna, og selveiðum almennt. Á síðari árum hafa samtökin einkum barist gegn japanska hvalveiðiflotanum í suðurhöfum. Eins og áður láta meðlimir samtakanna sér ekki nægja að fylgjast með, heldur hafa meðal annars siglt í veg fyrir hvalveiðiskip og slett sýru á dekk skipanna. FBL-GREINING: SEA SHEPHERD Vilja beinar aðgerðir til varnar öllum sjávardýrum Eitt frægasta málverk allra tíma, „Ópið“ eftir norska málarann Edvard Munch, verður í þessari viku aftur aðgengilegt listunnendum, fjórum árum eftir að því var stolið úr Munch- safninu í Ósló. Listaverkinu var stolið um hábjartan dag þann 22. ágúst 2004, ásamt öðru frægu verki Munchs, Madonnu. Rúmu ári síðar tókst lögreglu að hafa aftur uppi á málverkunum, en þau höfðu skemmst talsvert í meðförum þjófanna og hefur verið unnið að viðgerðum síðan. Skemmdirnar eru þó enn greini- legar þrátt fyrir viðgerðirnar. Þjófarnir tveir hafa þegar verið dæmdir og fangelsaðir. - aa Munch-safnið í Ósló: Ópið til sýnis á ný ÓPIÐ Vatnsskemmd sést í neðra vinstri horninu. NORDICPHOTOS/AFP Barack Obama hefur tryggt sér meirihluta kjörinna fulltrúa á lands- þingi Demókrataflokksins í haust. Hillary Clinton stendur þó fast á því að ofurfulltrúarnir svonefndu geti enn tryggt henni sigur. „Þið hafið fært okkur nær útnefn- ingu Demókrataflokksins,“ sagði Obama við stuðningsmenn sína í Iowa á þriðjudagskvöld. Þangað var hann kominn að kvöldi enn eins prófkjörsdagsins, þegar kjósendur í Oregon og Kentucky höfðu fært honum rúmlega fjöru- tíu kjörmenn til viðbótar. Eftir prófkjörin í Oregon og Kentucky er Obama kominn með meirihluta kjörinna landsfundar- fulltrúa, en sá meirihluti dugar honum ekki til meirihluta þegar forsetaefni flokksins verður kosið því landsfundinn sitja nærri 800 ofurfulltrúar, sem geta varið atkvæði sínu að vild, ólíkt kjörnu fulltrúunum sem eru bundnir af niðurstöðu prófkjar- anna. En þótt Hillary Clinton hafi fengið nærri 60 kjörmenn sam- tals út úr prófkjörunum á þriðju- daginn, þá dugar það henni held- ur engan veginn til að ná upp nærri tvö hundruð kjörmanna forskoti Obama. Ætlar að berjast til þrautar Clinton hefur margoft lýst því yfir að hún ætli að halda áfram baráttunni þangað til prófkjörum í öllum ríkjum Bandaríkjanna er lokið. Nú eru aðeins þrjú ríki eftir: Hinn 1. júní verður kosið um 55 kjörmenn í Púertó Ríkó og tveimur dögum síðar verður kosið bæði í Montana, þar sem 16 kjörmenn eru í boði, og Suður- Dakota, þar sem kjörmennirnir eru 15. „Ég er staðráðnari í því en nokkru sinni að sjá til þess að hvert einasta atkvæði verði greitt og hver einasti kjörseðill talinn,“ sagði hún síðast í gær, eftir að hafa unnið nokkuð stóran sigur á Obama í Kentucky. Baráttan um ofurkjörmennina Innan við hálfur mánuður er þangað til síðustu prófkjörunum lýkur og þá tekur við baráttan um ofurkjörmennina. Nærri þrír fjórðu þeirra hafa reyndar nú þegar gefið upp afstöðu sína og styðja nú 303 þeirra Obama en 272 Clinton. Jafnvel síðustu vik- urnar, þegar Clinton hefur unnið fleiri sigra í prófkjörum en Obama, hefur forskot hans gagn- vart Clinton meðal ofurfulltrú- anna aukist jafnt og þétt. Bandaríska dagblaðið New York Times veltir því fyrir sér hvers vegna Clinton hafi ekki gefið eftir og hætt baráttunni, sem nú virðist vera gjörsamlega töpuð. Clinton hefur haldið því fram nýverið að það sé kannski kyn- ferði hennar frekar en kynþátta- fordómar sem hafi áhrif í baráttu hennar við Obama. Samkvæmt New York Times telja ráðgjafar hennar að með því að halda bar- áttunni áfram til þrautar geti hún sýnt stuðningsfólki sínu, ekki síst ungum konum, að hún gefist ekki svo auðveldlega upp og láti ekki ráðskast með sig. Flórída og Michigan Hún hefur farið fram á að kjör- menn í Flórída og Michigan fái að greiða atkvæði á landsfundinum. Fái Flórída og Michigan að vera með á landsfundinum mun það vissulega bæta stöðu hennar, en dugar henni þó ekki til sigurs. Það eina sem getur í raun bjarg- að henni er að ofurfulltrúarnir skipti um skoðun fyrir landsfund- inn, segi skilið við Obama og snú- ist á sveif með henni. Til þess að sú verði raunin þarf þó eitthvað að gerast sem varpar rýrð á Obama – eða að Clinton takist með einhverjum hætti að efla trú þeirra á sér á lokasprett- inum, sem nú er að hefjast. Clinton í Hæstarétt? Baráttan um ofurfulltrúana gæti því orðið hörð og hún gæti þess vegna staðið í tæpa þrjá mánuði, eða allt fram að landsþingi flokks- ins sem verður ekki fyrr en í lok ágúst. Engar líkur eru til þess, eins og staðan er nú, að Obama muni hætta baráttunni, þannig að spurningin nú er kannski helst sú hvort Clinton geti fundið sér ein- hverja leið til þess að hætta bar- áttunni með reisn. Eða í það minnsta hvort þau tvö geti komið sér saman um framhaldið, þannig að stuðningsmenn beggja geti tekið höndum saman eftir að hún stígur út. Pistlahöfundur á leiðarasíðu dagblaðsins Washington Post stingur upp á því að Obama gæti lofað Clinton því að gera hana að hæstaréttardómara, ef staða þar losnar á kjörtímabilinu. Obama mjakast æ nær Í HÓPI STUÐNINGSMANNA Barack Obama gekk á þriðjudagskvöld á fund stuðningsmanna sinna í Iowa, ríkinu sem í byrjun kosningabaráttunnar tryggði honum það forskot sem dugað hefur síðan. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is ÓVISSA UM FRAMHALDIÐ Bill Clinton, fyrrverandi forseti, fylgist með ræðu eigin- konu sinnar, Hillary, ásamt dóttur þeirra Chelsea, á fundi í Kentucky á þriðjudags- kvöld. Þar vann Hillary stórsigur, sem dugar henni þó engan veginn til að tryggja sér útnefninguna. NORDICPHOTOS/AFP Forsetaefni Demókrataflokksins verður kosið á landsþingi flokksins, sem haldið verður í lok ágúst í Colorado. Kosningarétt hafa 4.050 lands- fundarfulltrúar. Af þeim eru 3.253 kosnir í prófkjörum um land allt, en 797 eru forystumenn flokksins sem geta varið atkvæði sínu að vild. Obama hafði í gær tryggt sér 1.962 atkvæði, þar af atkvæði 1.650 kjörinna fulltrúa og stuðn- ingsyfirlýsingu 309 óbundinna kjörmanna. Clinton hefur tryggt sér 1.779 atkvæði, þar af atkvæði 1.499 skuldbundinna kjörmanna og stuðningsyfirlýsingu frá 280 ofur- kjörmönnum. KJÖRMENNIRNIR H im in n o g h af / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.