Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 4
4 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 STJÓRNSÝSLA „Vandséð er annað en að með þessari niðurstöðu sé stofn- unin komin út fyrir lögbundið hlut- verk sitt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum,“ segir Sam- orka um álit Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun. Samorka, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja, segir að Skipu- lagsstofnun hafi staðfest að mat á umhverfisáhrifum hafi verið unnið með lögbundnum hætti en segi jafn- framt að bygging Bitruvirkjunar sé „ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu“. Samorka vísar til þess lögunum var breytt árið 2005 þannig að Skipulagsstofnun eigi ekki að taka afstöðu til þess hvort fallast beri á eða leggjast gegn framkvæmd sem lýst hafi verið með fullnægjandi hætti í matsskýrslu. „Telji Skipu- lagsstofnun að setja þurfi frekari skilyrði fyrir framkvæmdinni eða gera þurfi aðrar eða frekari mót- vægisaðgerðir en fram koma í mats- skýrslu skal stofnunin tilgreina skil- yrðin og mótvægisaðgerðirnar og færa rök fyrir þeim,“ vitnar Sam- orka í lögin um umhverfismat. Þá bendir Samorka á að hvorki bæjarstjórn Ölfuss né iðnaðarráð- herra sem veitir nýtingarleyfi séu á nokkurn hátt bundin af því áliti Skipulagsstofnunar að Bitruvirkjun sé óásættanleg. Ekki náðist í Stefán Thors skipulagsstjóra í gær né feng- ust viðbrögð frá öðrum starfsmönn- um Skipulagsstofnunar. - gar Samtök orku- og veitufyrirtækja gagnrýna neikvætt álit um Bitruvirkjun: Skipulagsstofnun út fyrir lögin Vitnisburður lögreglu ekki nóg Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Maðurinn sagðist hafa ekið gegn gulu ljósi, og lögregluþjónn sem ók á eftir honum á mótorhjóli var eina vitnið sem hélt öðru fram. Dómurinn telur ekki komna fram sönnun á sekt mannsins. DÓMSTÓLAR UMHVERFISMÁL „Nokkuð hefur borið á kvörtunum um utanvega- akstur í Mosfellsbæ að undan- förnu og virðast jeppamenn meðal annars eiga það til að aka utan vegslóða í hlíðum Úlfars- fells,“ segir í frétt á heimasíðu Mosfellsbæjar. „Nú vorar og er jarðvegur sérstaklega laus í sér og við- kvæmur fyrir átroðningi, og því sérstaklega þörf á að fylgja reglum um utanvegaakstur fast eftir,“ segir á mosfellsbaer.is þar sem íbúar sem verða varir við utanvegaakstur á vélknúnum ökutækjum eru hvattir til að láta lögreglu vita: „Það þarf ekki marga til að valda varanlegum skemmdum á viðkvæmri náttúru.“ - gar Utanvegakstur í Mosfellsbæ: Jeppamenn aka um Úlfarsfellið VIÐ ÚLFARSFELL Jeppamenn eru sagðir ágengir í fjallinu. STJÓRNMÁL Samfylkingin er mun sterkari í Reykjavík, með 43,4 prósenta fylgi í könnun Frétta- blaðsins, en á landsvísu, þar sem hún hefur 26 prósenta fylgi, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Einar Mar Þórðarson stjórn- málafræðingur segir þetta sýna að kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík styðji hann til Alþingis en ekki borgarstjórnar. „Flokkurinn mælist með rúm 37 prósent á landsvísu sem sýnir að hann nýtur fylgis í Reykjavík. Hins vegar er óánægja með borgarstjórnarflokkinn og kjósendur nefna Samfylkinguna frekar þar,“ segir Einar. - kóp Kjósendur Sjálfstæðisflokks: Velja Samfylk- ingu í Reykjavík ALÞINGI Álfheiður Ingadóttir, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, telur frumvarp um breytingar á lögum er varða auðlinda- og orkumál til þess fallið að selja orkufyriræki úr opinberri eigu. Breytingartillaga meirihluta iðnaðarnefndar kveður á um að ríkið skuli eiga minnst 51 prósent í orkufyrirtækjum en í upphaflegu frumvarpi ráðherra var kveðið á um að opinbert eignarhald skyldi vera 66 prósent. Í frumvarpinu er líka kveðið á um uppskiptingu á starfsemi orku- fyrirtækja. Ber að starfrækja flutning og dreifingu, sem er einkaleyfisrekin starfsemi, í einu fyrirtæki en framleiðslu og sölu, sem er samkeppnisstarfsemi, í öðru. Álfheiður telur þennan fyrir- tækjaaðskilnað gerðan til að auð- velda einkaaðilum aðkomu að orkufyrirtækjum. „Við höfum ekki trú á að þetta sé gert til annars en að búa til bútasölu á þessum stóru opinberu fyrirtækjum. Þau eru of stór biti fyrir einkakapítalið til að gleypa í einum bita og nú á að búta þau niður og matreiða fyrir mark- aðinn,“ segir Álfheiður. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segir – öfugt við Álfheiði – að frumvarpið þrengi möguleika á sölu orkufyrirtækja frá því sem nú er. Ótti í þá átt sé því ástæðu- laus. „Í dag getur hver sem er á EES- svæðinu keypt orkuvirki og menn hafa nýtt sér þann möguleika. Með þessu frumvarpi erum við að slá í gadda að ekki verði hægt að selja þær orkuauðlindir sem í dag eru í eigu opinberra aðila og tryggjum líka að aðilar á markaði geti aldrei náð meirihluta í sérleyfisfyrir- tækjunum sem búa við náttúru- lega einokun og sjá okkur fyrir heitu vatni og rafmagni,“ segir Össur. Önnur umræða um frumvarpið fór fram í gær. Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðarnefndar, mælti fyrir nefndaráliti og breytingatil- lögum meirihlutans en Álfheiður og Grétar Mar Jónsson, Frjáls- lynda flokknum, sem bæði sitja í nefndinni, gerðu grein fyrir sínum álitum. Megintilgangur frumvarpsins er, samkvæmt greinargerð, að tryggja núverandi eignarhald ríkis og sveitarfélaga á vatns- og jarð- hitaréttindum. Álfheiður kveður flokk sinn styðja það ákvæði frum- varpsins. bjorn@frettabladid.is Telur ætlunina að selja orkufyrirtækin Þingmaður VG telur að með frumvarpi um breytingar á lögum á auðlinda- og orkusviði sé liðkað til fyrir sölu orkufyrirtækja. Iðnaðarráðherra segir þvert á móti að fyrirhugaðar breytingar þrengi möguleika á sölu orkufyrirtækja. Á ALÞINGI Álfheiður Ingadóttir segir breytingar á lögum um auðlinda- og orkumál stuðla að einkavæðingu orkufyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18 14 22 6 6 4 3 3 6 2 7 6 8 6 19° 20° 22° 17° 20° 11° 22° 21° 21° 22° 26° 28° 22° 28° 19° 22° 19° 20° 12 11 1315Á MORGUN 3-8 m/s FIMMTUDAGUR Hæg, breytileg átt. 14 12 12 9 11 14 18 20 14 16 16 16 14 BONGÓBLÍÐA Ég á von á því að eftir því sem líði á daginn létti víða til á landinu, síst þó reyndar norðvestan til. Við erum að sigla inn í góðviðri um mest allt land, bæði á morgun og á fi mmtudaginn. Á föstudag eru horfur á smálægð við austurströndina og þá kann að væta þar lítilsháttar. Helgin verður úr- komulítil og róleg. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur KAMBÓDÍA Kambódískur faðir verður líklega ekki ákærður fyrir að slasa fimm ára son sinn alvarlega með því að reyna að blása hann upp. Hrein heimska er nefnilega ekki ólögleg, að sögn þarlendrar lögreglu. Faðirinn dældi lofti inn í drenginn með því að stinga loftþrýstislöngu upp í endaþarm hans. Hann kvaðst aðeins hafa verið „að leika sér með stráknum“. Drengurinn var fluttur með hættulega útþaninn kvið á sjúkrahús en er allur að braggast. Faðirinn sér að sögn mikið eftir fíflaskapnum. - sh Faðir of vitlaus fyrir refsingu: Reyndi að blása upp son sinn AKRANES Bæjaryfirvöld á Akra- nesi, Rauði kross Íslands og flóttamannanefnd félagsmála- ráðuneytisins stóðu fyrir kynningarfundi vegna komu allt að þrjátíu manna hóps palest- ínskra flóttamanna frá Írak til Akraness í sumar. Allt að 250 manns komu á fundinn. Guðrún Ögmundsdóttir, formaður flóttamannanefndar, sagði að fundurinn hefði verið mjög góður. „Það hefur aldrei verið haldinn svona fjölmennur fundur á Akranesi,“ sagði hún. „Ég held að Skagamenn séu sterkari fyrir vikið.“ - ghs Flóttamenn til Akraness: Aldrei fleiri á einum fundi Hljóp 217 kílómetra Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðing- ur hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, varð fjórði í 24 tíma últramar- aþoni í Borgundarhólmi í Danmörku um helgina. Gunnlaugur hljóp 217,7 kílómetra á 24 klukkustundum og bætti sig um 20 kílómetra frá því í fyrra. DANMÖRK Kvenfélag gaf rafdrifin rúm Kvenfélag Garðabæjar hefur gefið kvennasviði Landspítalans tvö rafdrifin rúm sem auðvelda eiga alla umönnun og þjónustu við sjúklinga. HEILBRIGÐISMÁL ÖLKELDUHÁLS Samorka gagnrýnir nei- kvætt álit um Bitruvirkjun. GENGIÐ26.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 145,9253 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,01 72,35 72,01 72,35 113,38 114,02 15,197 15,285 14,355 14,439 12,175 12,247 0,6961 0,7001 117,62 118,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.