Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 23 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is * ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 20 41 0 5 2 0 0 8 Fjórða ævintýramyndin um fornleifafræðinginn Indiana Jones var langtekjuhæsta myndin vestanhafs um síðustu helgi. Tekjur myndarinnar náðu rúmum milljarði króna sem hlýtur að kæta félagana George Lucas og Steven Spielberg, mennina á bak við myndina. „Indiana Jones gekk ótrúlega vel miðað við að nítján ár eru liðin síðan síðasta myndin kom út,“ sagði starfsmaður fjölmiðla- fyrirtækisins Media By Numbers. „Þetta er ekta sumarmynd frá tveimur snillingum í gerð slíkra mynda, George Lucas og Steven Spielberg.“ Í öðru sæti á aðsóknar- listanum var framhaldsmyndin The Chronicles of Narnia: Prince Caspian. Tekjuhæst vestanhafs INDIANA JONES Fjórða myndin um Indiana Jones hefur fengið mjög góðar viðtökur. „Við ætlum að reyna ef þetta er hægt. Við erum bara bjartsýnir,“ segir Lýður Árnason, læknir og leik- stjóri. Á vef Bæjarins besta er greint frá því að Lýður hafi fengið danska leikarann Bjarne Henriksen til að leika í „prufuþætti“ sem hann hyggst leikstýra og gera ásamt Sigurði Ólafssyni og Jóhannesi Jónssyni. Henriksen ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur en hann lék hinn syrgj- andi föður Theis Birk Larsen í spennuþáttaröð- inni Forbrydelsen, eða Glæpnum, sem sýnd var á RÚV við miklar vinsældir. Lýður er þó ekki að leita langt yfir skammt eins og í fyrstu mætti ætla því tölu- verðir skyldleikar eru milli hans og Bjarne. „Jú, jú, ég er hálfur Dani. Pabbi hans og mamma mín eru systkini og við vorum leikfélagar í æsku. Þetta er eitthvað sem okkur hefur lengi langað til að gera og náðum loks að finna glufu núna.“ Lýður segir að ef vel takist til með þennan prufuþátt verði átta sjónvarpsþættir fram- leiddir og einhverjir af þeim teknir upp í Danmörku. „Þetta á að vera í svipuðum dúr og The Street, allavega ekki lögregluþættir enda er nóg af þeim.“ Þátturinn fjallar um heldri lækni, leikinn af Theódór Júlíussyni, sem finnur að lífslöngunin er farin. Konan hans er horfin yfir móðuna miklu og læknirinn ákveður því að fara í afskekktan sumarbústað þar sem hann hyggst fremja sjálfsmorð. „En síðan ber óvænta gesti að garði sem breyta öllum áætlun- um hans,“ segir Lýður. RÚV mun að öllum líkindum sýna þáttinn og þáttaröðina. - fgg Leitar ekki langt yfir skammt GAMLIR FÉLAGAR Lýður og Bjarne Henriksen eru gamlir leikfélagar frá æskuárum Lýðs í Danmörku. Opnunaratriði AIM Festival, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem verður haldin í þriðja sinn á Akureyri 12. til 16. júní, verður með dirfskulegra móti í ár. Þá mun flugkappinn Arngrímur Jóhannsson dansa á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar við undirspil vals, sem sérstaklega var saminn fyrir tónlistarhátíð- ina. Valsinum verður útvarpað beint í Síðdegisútvarpi Rásar 2, stundvíslega kl. 16.30, fimmtu- daginn 12. júní, svo áhorfendur geta hlustað á lagið og fylgst með svifflugi Arngríms á meðan. Nánari upplýsingar um AIM Festival má sjá á heimasíðunni aimfestival.is. Dansar á svifflugvél Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.