Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 27. maí, 149. dagur ársins. 3.35 13.24 23.17 2.51 13.10 23.31 Við frændi minn nýttum hádeg-ishlé okkar fyrir skömmu til að líta í heimsókn til róna og dópista. Þeir voru hinir hressustu, fóru með frumsamin kvæði fyrir okkur, sumir sýndi okkur ómeðhöndluð sár á líkama sínum til sönnunar um hraustleika þess og aðrir ræddu um hve mjög þeir væru menntaðir og gætu í raun fengið vinnu hvar sem væri ef ekki væri fyrir helvítis alkohólismann. Allt þetta fólk átti það sameiginlegt að vera sérlega áhyggjulaust í fasi þar sem það sat og naut veðurblíðunnar. Flest fólkið bar frænda mínum vel söguna enda var hann í þeirra hópi fyrir nokkr- um árum svona rétt áður en þeir snéru sér alfarið að róneríinu og hann snéri sér frá því. ÞÓTT frændi minn sé ein besta manneskja sem ég hef fyrir hitt verður ekki sagt að hann finni til nokkurrar vorkunnsemi þegar kemur að rónum. Bendir hann mér iðulega á kosti þess að þurfa ekki að muna eftir þeim leiðindum sem fylgja venjulegu lífi. Rónar hafi ekki nokkrar áhyggjur af barna- afmælum, afborgunum, vöxtum, sköttum eða öðru sem meðaljón sundlar af áhyggjum yfir. Ábyrgð róna sé engin og líði þeim illa kenni þeir öðrum ávallt um ógæfu sína. EITT sinn sá ég mann segja við frænda minn góðan að hann langaði svo mikið til að ná bata en helvítis samfélagið vildi ekkert gera til þess að svo mætti verða. Mannang- inn aumkvaði sér mikið í ógæfu sinni og sjálfsvorkunn, grét meira að segja smá. Frændi lét sem hann heyrði ekki kveinstafi hans heldur spurði manninn hvort hann væri ekki nýkominn úr meðferð, gera mætti ráð fyrir því að kostnaður samfélagsins vegna þeirrar aðstoð- ar næmi um milljón og það væri ekki í fyrsta skipti sem slík upphæð væri reidd fram fyrir hann. Fengi hann enn frekari aðstoð væri full- víst að hann myndi aldrei sjá nokk- urn tilgang í því að verða aftur nýti- legur þegn. ÉG er hlynnt því að samfélagið bjóði ógæfufólki upp á fjölda mögu- leika til að ná bata. Til mikils er að vinna fyrir fólkið sjálft, börn þeirra, fjölskyldur og auðvitað samfélagið – lesist skattborgara – þessa lands. Kostnaðargreiningar sem gerðar hafa verið hérlendis og erlendis sýna nefnilega að það er ódýrara að veita þessu fólki aðstoð og halda því fjarri afbrotum en ekki. Hins vegar má ekki gleymast að hver og einn ber ábyrgð á sjálf- um sér og sumum finnst einfald- lega best að vera alfarið lausir undan slíkri leiðindakvöð. Notalegheit rónanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.