Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 12
12 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 24 48 0 5/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 2-8 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Bifrreiðaverkstæði Reykjavíkur ehf. Bæjarflöt 13 Reykjavík Sími: 577-7080 Bílatangi ehf. Suðurgötu 9 Ísafjörður Sími: 456-4580 Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 Sauðárkrókur Sími: 455-4500 Bílaleiga Húsavíkur ehf. Garðarsbraut 66 Húsavík Sími: 464-2500 Toyota - Varahlutir Núna er 15% afsláttur af rúðuþurrkum hjá sölu- og þjónustuaðilum Toyota um allt land. Gildir til 30. júní 2008. Njóttu sumarsins og fegurðar landsins í gegnum hreina framrúðu. Komdu og skiptu um þurrkur – fyrir ánægjulegri akstur. Viðurkenndir Toyota varahlutir í alla bíla, alls staðar. Njóttu útsýnisins í sumar ÍRLAND, AP Fórnarlömb klasa- sprengna skoruðu í gær á fulltrúa 110 ríkja á ráðstefnu í Dublin að samþykkja alþjóðlegt bann við notkun á þessu skaðræðisvopni. Á ráðstefnunni hafa fulltrúar ríkjanna setið á rökstólum í viku og er reiknað með því að þeir muni á föstudag kynna samkomulag um að settar verði strangar hömlur á notkun klasasprengna. Stærstu framleiðendur og not- endur þessarar sprengjutegunda, nefnilega Bandaríkjamenn, Rúss- ar, Kínverjar, Ísraelar, Indverjar og Pakistanar, eru þó fjarri fundar- höldunum og ætla ekkert mark að taka á samningnum. Klasasprengjur eru eitt umdeildasta vopn samtímans. Þær eru hlaðnar mörgum smásprengj- um, sem stundum springa ekki allar strax heldur kannski löngu síðar þegar fólk rekur sig í þær á förnum vegi. Hópur fórnarlamba, sem hafa mörg hver misst útlimi eða augu, hélt í gær blaðamannafund í tengslum við ráðstefnuna þar sem þau lögðu áherslu á nauðsyn þess að alþjóðlegt bann verði sam- þykkt. „Að varpa mörgum sprengjum nálægt óbreyttum borgurum er glæpsamlegt,“ sagði Dejan Dikic, serbneskur kennari sem særðist illa á fæti þegar hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins köstuðu klasasprengju á bæinn Nis árið 1999. - gb Alþjóðlegri ráðstefnu um klasasprengjur lýkur innan fárra daga: Fórnarlömb vilja algjört bann RÁÐSTEFNAN Á ÍRLANDI Búist við sam- komulagi fyrir vikulok. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAÞJÓNUSTA Erlendum gestum á Leifsstöð fjölgaði um 14 prósent árið 2003 en það sama ár hófust hvalveiðar í vísindaskyni. Árið eftir fjölgaði þeim um 13 prósent. Árið 2006 voru heimilaðar hval- veiðar í atvinnuskyni en það ár fjölgaði gestum um 12 prósent og 15 prósent árið eftir. „Það er svo margt annað sem getur útskýrt þessa fjölgun,“ segir Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarmaður í Samtökum ferða- þjónustunnar og situr jafnframt í Ferðamálaráði. „Á árunum 2002 til 2003 var sett mikið fé í markaðs- mál og það ber mikinn ávöxt þegar lagt er í slíka markvissa markaðsherferð. Eins hefur erlendum starfsmönnum fjölgað hér á landi síðustu ár. En hvað sem þessum tölum líður þá hafa hvalveiðar skaðað ímynd Íslands og einnig ferðaþjónustuna. Við finnum það á viðbrögðum fólks sem hefur til dæmis afpantað ferðir hingað. En það sem mér finnst einna sorglegast er að hrefnuveiðimenn skuli veiða á svipuðum slóðum og hvalaskoð- unin fer fram. Enda er það svo að fyrir nokkrum árum sáust hvalir í 95 prósentum skoðunarferða á Faxaflóa en það hlutfall hefur farið minnkandi.“ Gunnar Bergmann, formaður Félags hrefnuveiðimanna, segist hafa rætt við skipstjóra á hvala- skoðunarbátum og hafi menn náð samkomulagi um það hvernig þetta gæti farið sem farsællegast saman. - jse Ásókn ferðamanna eykst þrátt fyrir að hvalveiðar séu stundaðar hér við land: Gestum fjölgar í kjölfar hvalveiða FRÁ LEIFSSTÖÐ Erlendum gestum á Leifsstöð hefur fjölgað sömu ár og árin eftir að hvalveiðar voru heimilaðar. Anna G. Sverrisdóttir segir hvalveiðar skaða ferðaþjónust- una en markvissu markaðsstarfi sé að mestu að þakka fjölgun ferðamanna. FJÖLDI ERLENDRA GESTA SEM KOMA UM LEIFSSTÖÐ Fjöldi Fjölgun í % 2000 289.418 2002 270.307 2003 308.768 14% 2004 348.533 13% 2005 356.152 2% 2006 398.625 12% 2007 458.889 15% Heimild: Ferðamálastofa HANDTEKNIR Í MOSUL Tveir uppreisnar- menn í borginni Mosul í N-Írak standa handteknir við fangelsisvegg. Um helg- ina var 79 föngum sleppt í borginni þar sem stjórnarherinn berst við uppreisn- armenn. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Félagsráðgjafafélag Íslands hefur valið Hönnu Láru Steinsson félagsráðgjafa ársins en þetta er í fyrsta skipti sem félagsráðgjafi ársins er valinn. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn hjá Félagsráðgjafa- félaginu síðdegis í gær. Í umsögn segir að Hanna Lára stýri eigin ráðgjafarstofu um Alzheimer og öldrun og sé að hefja samstarf við Heilsuverndar- stöðina þar sem opnuð verði skammtímadeild, dagdeild og afþreying fyrir nýgreinda sjúklinga. Þetta séu ný úrræði fyrir þennan hóp. - ghs Viðurkenning í fyrsta sinn: Félagsráðgjafi ársins valinn HANNA LÁRA STEINSSON VINNUMARKAÐUR Samninganefnd ríkisins átti samningafund með félögum innan Bandalags háskólamanna, BHM, til dæmis hjúkrunarfræðingum, sjúkra- þjálfurum, lífeindafræðingum og Huggarði og hafa fundir verið bókaðir áfram út vikuna. „Við erum ekki sest inn í lokað herbergi,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, um framvinduna. „Hvert og eitt félag er í sínum viðræðum.“ Forystumenn innan BHM hittast í dag til að ráða ráðum sínum og ákveða hvaða stefna verður tekin. - ghs Forystumenn innan BHM: Ráða ráðum sínum í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.