Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 19
[ ] Antonio Costanzo er eðlisfræði- kennari frá Napolí sem hefur af hreinum áhuga stundað sjálfsnám í forníslensku og nútímaíslensku. Um þessar mundir er hann að þýða Hávamálin yfir á ítölsku með ítarlegum orðskýringum. „Ég hef haft áhuga á íslensku og hinu forna máli norrænna manna mjög lengi. Áhuginn fæddist þegar ég las texta um Snorra Eddu, þá kviknaði ljósið. Ég vildi vita meira um víkinga, þannig að ég fór að lesa nokkuð um fólksflutninga Íslendinga en áhuginn liggur fyrst og fremst hjá goðsögunum þar sem hinir stórfenglegu guðir eru aðalsögupersónurnar í sögunum,“ segir Antonio. Hann byrjaði að læra íslensku upp úr málfræðibók sem hann las aftur og aftur þangað til hann var farinn að skilja. „Þegar ég las Íslendingasög- urnar var ég með það á tilfinning- unni að þetta væru ekki bara skemmtilegar sögur heldur upp- lýsingar um heimsmynd sem ekki er hægt að sjá án þess að veita textanum eftirtekt, það er ekki hægt að sjá þetta á yfirborðinu. Þannig að ég fann fyrir þörfinni að lesa þessa texta á frumtungu- málinu, ég ímyndaði mér að ég væri nær tungumáli guðanna, ég upplifði þetta heillandi tungumál nánast eins og dulspeki,“ segir Antonio. Antonio telur að það sé erfitt að skilja forntungumálin án þess að hafa minnstu hugmynd hvernig fornaldarmenn hugsuðu, lifðu, og lærðu orð. Hann telur einnig mik- ilvægt að læra nútímaíslensku og enn mikilvægara fyrir þann sem er að læra hin fornu norrænu tungumál. Sérstaklega fyrir útlendinga að kynnast rótum orð- anna, og að finna að málfræði fornaldar er náttúrulegt fyrir- bæri. „Þegar ég var orðinn öruggari á málfræðinni, reyndi ég að æfa mig með því að lesa Völuspá. Ég held ekki að það sé til nein önnur og betri leið til þess að læra hið forna tungumál skáldanna en að lesa Völuspá, það er besta leiðin. Völuspá er stórkostleg en ég hef einnig lesið hana á ítölsku,“ segir Antonio og hlær. Síðasta árið er Antonio búinn að vera að þýða Hávamál yfir á ítölsku en það er ekki til nein þýð- ing með ítarlegum orðskýringum. Þetta er því umfangsmesta útgáfa af Hávamálum sem til er á ítölsku. Antonio líkir Hávamálunum við heimspeki annarra þjóða eins og stóisma Rómverja og búddisma. Stefnan er að Hávamálin á ítölsku komi út eftir nokkra mán- uði og á meðan Antonio vinnur að þýðingunni styrkist hann stöðugt í íslenskunni. „Að tala íslensku er mjög heillandi, það er eins og fyrir Ítali að tala latínu, nema í dag geta menn eingöngu talað latínu við sérfræðinga á meðan íslenskan er ennþá lifandi tungumál.“ - eþ Tungumál guðanna Antonio vinnur nú að þýðingu á Hávamálum yfir á ítölsku. Myndlist er nákvæmnisvinna. Sniðugt er að nota sumarfríið í að æfa þá tækni og færni sem þarf til áður en myndlistarnám- skeiðin hefjast í haust. T V E I M U R Á R U M Á U N D A N Faxafen 10 108 Reykjavík Sími: 517-5040 Fax: 517-5041 Netfang: postur@hradbraut.is Veffang: www.hradbraut.is Kefl avík verð 74.900 kr. 16.-20. október verð miðast við gengi EU 20 mai 2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.