Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 24
 27. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● byggingariðnaður Þessi höfðinglegi Mercedes Benz er dælubíll sem tilheyrir tækja- kosti steypustöðvar Hraunaveitu en það fyrirtæki hefur með hönd- um virkjanaframkvæmdir við Jök- ulsá í Fljótsdal, Kelduá og Grjótá. Bensinn kom til landsins í okt- óber 2005. Að sögn steypustöðv- arstjórans Ragnars Þrúðmarsson- ar hefur bíllinn gegnt mikilvægu hlutverki á vinnusvæðinu og gerir enn. Hann er með Putzmister dælubúnaði og nær upp í allt að 38 metra hæð. „Bíllinn er býsna öfl- ugur enda þarf oft mikla orku til að koma steypunni á sinn stað við erfiðar aðstæður,“ segir Ragnar. -gun Öflugur í steypunni Steypudælubíllinn gegnir veigamiklu hlutverki á virkjanasvæði Hraunaveitu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Byggingarvinna við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíð er hafin og framkvæmdir ganga vel. Byggingin þykir með þeim glæsilegri sem eru í byggingu hér á landi enda skyldi engan furða miðað við þær teikningar sem eru til af fyrirhuguðu húsnæði skólans. Ístak er aðalverktaki og hefur um- sjón með öllum frekari verksamn- ingum sem gerðir verða til að ljúka byggingunum. Framkvæmdir hófust rétt fyrir áramót og byggingarvinna er hafin. Gert er ráð fyrir því að taka hluta hússins í notkun haustið 2009 og allt húsið árið seinna. Byggingin er 36.000 þúsund fer- metrar allt í allt. Vel gengur að halda áætlun á byggingunni. Um hund rað manns vinna nú hörðum höndum að byggingu hússins. Þeir arkitektar sem koma að hönnun hússins eru Henning Larsens Arkitekts í Dan- mörku, Arkís Reykjavík og Land- mótun sf. í Kópavogi. Hin nýja háskóla bygging mun án nokkurs vafa gefa Öskjuhlíðinni mikla and- litslyftingu. - m Framkvæmdir í full- um gangi í Öskjuhlíð Svona mun háskólabyggingin líta út þegar verkið verður tilbúið árið 2010. Íslensk náttúra togar æ sterkar í Íslendinga. Margir sækja í eigin náttúruparadís og vilja helst verja öllum sínum dög- um í sælureit sveitarinnar, en þegar gesti ber að garði þarf oft að kveðja að kvöldi sökum skorts á hvílum og næturstað. Fátt er eins indælt á íslensku sumri og letilegir dýrðardagar í sumarhúsi þegar heiður him- inn er dægrin löng yfir Íslandi og lóan kallar út-úúúút á hverri þúfu. Því skyldi engan undra að sumar bústaðir spretta upp eins og gor kúlur við flest vötn, ár og læki; í gróður sælum dölum, skógi vöxnum hæðum og meira að segja við þjóðveg eitt. Sum hús- anna eru á við myndarleg félags- heimili til sveita og geyma í sér margar vistar verur, en önnur eru minni og þá vandast málið þegar nætur gestum fjölgar. Margir sumarhúsaeigendur hafa brugð- ið á það ráð að reisa sérstakt gestahús á landareign sinni, en það er bráðsniðug lausn þegar stór fjölskyldan kemur saman og vantar rúmstæði, eða þegar vina- fólki er boðið í sveitina og á þá sitt eigið kósí afdrep. Hús fyrir gesti sumars Lillevilla 100 gestahús frá Byko. Stærð 22 fermetrar með 8 fermetra svefnlofti. Mesta hæð í húsinu 3,70 m og veggir úr 70 mm bjálka. Þrjú rými. Verð frá 1.990.000 krónum með öllum fylgihlutum til uppsetningar, fyrir utan einangrun. Gestahús frá Völundarhúsi.is í Garði. Hægt að fá í tveimur stærðum: 25 fermetra og 9 fermetra. Verð frá 1.100.000 krónum. Innifalið er allt viðarverk. Glerjaðir gluggar og hurðir með lömum og festingum. Gestahús frá Húsasmiðjunni með yfirbyggðri verönd. Fjórar stærðir í boði, frá 10 upp í 25 fermetra. Þau minni eru eitt rými, en þau stærstu með þremur rýmum. Verð með öllum fylgihlutum til uppsetningar frá 599.000 til 1.298.000 krónur. Gestahús frá SG Húsum á Selfossi. Stærð 25 fermetrar. Verð frá 3,2 milljónum króna miðað við 1. byggingarstig, eða tilbúið að utan, fokhelt að innan. Við höfum yfir að ráða fjölda sérhæfðra jarðvegstækja sem henta vel við ýmsar erfiðar aðstæður og spara þér handtökin. Bjóðum upp á flestar gerðir af smágröfum og beltabörum ásamt jarðvegsþjöppum, völturum og fleiru. Með því að nota réttu tækin er að hægt að tryggja góða vinnu- aðstöðu í erfiðum verkefnum sem bæði létta vinnuna til muna og spara mikinn tíma. Við leigjum út gröfur með tækjamanni ef þess er óskað. Vinnulyftur eru umboðsaðili fyrir tæki frá traustum og virtum framleiðendum og veitir viðskiptavinum sínum góða og örugga þjónustu. Vinnulyftur ehf. • Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ • Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 • www.vinnulyftur.is BR O S 16 65 /2 00 8 Væri ekki betra að nota réttu tækin í verkið? Vinnulyftur leigja út vinnulyftur, jarðvegstæki og lyftara af ýmsu tagi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hvort sem þig vantar léttar skæralyftur, bómulyftur, stokklyftur eða minni jarðvegstæki, þá getur þú leigt tækið hjá okkur. Vinnulyftur selja bæði notuð og ný tæki. Við erum viður- kenndur söluaðili á Íslandi fyrir Skyjack og Terex. Höfum ávallt fjölda tækja á lager en einnig er hægt að fá sérpantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara. Tæki til leigu Tæki til sölu Við bjóðum jarðvegstæki og vinnulyftur til leigu og sölu Vinsamlegast hafið samband og fáið tilboð í síma 544 8444 Framkvæmdir hefjast innan skamms við gerð snjóflóðavarna í Bolungarvík. Bæjarráð Bolungar- víkur hefur samþykkt að taka til- boði Ósafls sf. en fyrirtækið var lægstbjóðandi í verkið. Varnargarðurinn á að vera um 18 til 20 metra hár og 700 metra langur þvergarður staðsettur þar sem gatan Dísarland er nú en undanfarið hefur verið unnið að því að rífa hús sem þar standa. Auk varnargarðsins verða gerðar átta keilur ofan í fjallinu og áætl- að er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af efni. Ósafl er í eigu Íslenskra aðal- verktaka og Marti Contractors og var stofnað sérstaklega um gerð Bolungarvíkurganga. Reiknað er með að bygging varnargarðsins taki tvö til þrjú ár. - þo Ósafl byggir varnarvirki Brátt rísa varnarvirki fyrir ofan þorpið í Bolungarvík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.