Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 26
 27. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● byggingariðnaður Á meðan Íslendingar velta fyrir sér hagnýtum byggingarlausn- um í miðbænum og Vatns- mýrinni eru menn í Dubai að fást við ögn umfangsmeiri hugmyndir. Forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og borg- arstjóri Dubai, Sheik Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur sett af stað risavaxið verkefni þar sem sérstaklega skapandi hug- myndir um landslags- og bygg- ingahönnun munu verða að veru- leika í Dubai. Hugmyndirnar eru vægast sagt framúrstefnulegar og í þeim er mikill íburður. Verkefnið nær yfir 880 milljónir fermetra lands og er framkvæmdin í höndum Dubai Properties sem er í eigu Dubai Holding. Verkefnið nefnist „Sheikh Mohammed Gardens“ og ein- kennist af stórkostlegu landslagi og kennileitum þar sem byggð- ar verða eyjur í ýmsum formum. Síki og gróður munu leika stórt hlutverk í umhverfinu. Hönnunin einkennist af rúmfræði arabískra lista og vísinda og er ætlað að tákna nútímaborg sem rís í fornu landi. Fimmtíu og sex milljónir fermetra af görðum munu skipta borginni upp í net sjálfbærra hverfa. Til gangur Sheik Moham- med er að skapa hreint umhverfi sem er laust við mengun og sem mun koma til með að varðveita heilsu komandi kynslóða. Lögð er áhersla á umfangs- mikið landslag, menntun, ferða- mennsku og að skapa umhverfi sem minnst verður í mannkyns- sögunni. Það ætti svo sannar- lega að takast með þessum nánast óraunverulegu hugmyndum sem ætlunin er að verði að veruleika í Dubai á komandi árum. Nánari upplýsingar um herlegheitin má nálgast á http://www.civicarts. com/. - hs Draumkenndar byggingar rísa í Dubai Lögð verður áhersla á samspil náttúru og bygginga og verður borginni skipt upp með síkjum og gróðri. Síkin tempra hitastigið á heitum dögum og gróðurinn dregur úr mengun. Hönnun síkjanna miðast við himinhvolfið og stjörnumerkin. Hús þekkingarinnar eða Bait al Hikma er hringlaga og þar mun verða háskólasvæði með stóru bókasafni og þýðingarmiðstöð. Byggingin er hugsuð sem tenging á milli gullaldar íslam og nútímaheimsins þar sem hönnunin er innblásin af stjörnufræði. Eyjur verða búnar til í ýmsum formum. Hér sjáum við dæmi um stjarnlaga eyju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.