Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 8
8 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hver er að vinna leikgerð upp úr Íslendingasögunum? 2 Hvað heitir virkjunin sem styr stendur um á Hellisheiði? 3 Hvaða lið lék fyrsta leik sinn á nýjum knattspyrnuvelli um helgina? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 RV U N IQ U E 04 08 05 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. Sjá dagskrá á mpm.is. Allir velkomnir! VOR Í ÍSLENSKRI VERKEFNASTJÓRNUN Opin ráðstefna MPM námsins Hótel Loftleiðum, þingsal 1-4 Föstudaginn 30. maí, kl. 13-17 MPM • Verkfræðideild HÍ • Hjarðarhaga 6 • 107 Reykjavík • sími 525 4700 Verkefnastofur og verkefnaskipulögð fyrirtæki Menning og siðfræðileg álitamál í verkefnum Uppbygging þekkingar og færni í verkefnastjórnun Tæki og aðferðir í verkefnastjórnun Samningar og stefnumótandi þættir Skipuheildir og stjórnunaraðferðir Dæmi um viðfangsefni eru: Útskriftarnemendur í MPM náminu kynna fjölbreytt lokaverkefni tengd verkefnastjórnun. F í t o n / S Í A HEILBRIGÐISMÁL Hvert er samband þyngdar og heilsu? er yfirskrift málþings sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þar munu tveir erlendir fræðimenn fjalla um niðurstöður rannsókna sinna sem sýna að offita og ofþyngd sé ekki eins hættuleg og hingað til hefur verið talið. Linda Bacon er prófessor við háskólann í San Francisco og Katherine Flegel er aðjúnkt við háskólann í Norður-Karólínu. Rann- sóknir þeirra benda til þess að of fita, það er BMI-stuðull yfir 30, valdi mun færri dauðsföllum en áður var talið og að ofþyngd, eða BMI-stuðull á bilinu 25 til 29, tengist lægri dánartíðni en það sem kallað er kjörþyngd. Þar að auki virðist meiri líkur á jákvæðum breytingum á lífsvenjum ef fólk setur sér ekki markmið um að grennast. Bacon er sérfræðingur í átrösk- unum og efnaskiptum sem verða við líkamsrækt. Hún vinnur nú að rannsókn á því hvernig á að hvetja til breytinga á lífsstíl með árangurs- ríkum hætti. Flegal er sér fræðingur í offitufaraldursfræðum og hefur gefið út fjölda bóka á því sviði. Málþingið hefst klukkan eitt síð- degis í stofu 231 í Háskólanum í Reykjavík. Að fyrirlestri loknum verður opnað fyrir umræður. - sh Tveir erlendir fræðimenn telja offitu ekki eins hættulega og af er látið: Bacon mælir gegn grenningu OFFITA Linda Bacon og Katherine Flegel eru ekki sannfærðar um skaðsemi þess að vera of þungur. NORDICPHOTOS / GETTY KJARAMÁL Guðlaug Sigfúsdóttir flugfreyja segir að flugfreyjur hjá íslenska flugfélaginu Jet-X hafi viljað ganga í Flugfreyjufé- lag Íslands, FFÍ, og að gerður yrði kjarasamningur milli félagsins og Jet-X um mannsæmandi vinnu- tíma og vinnuskilyrði en stjórn- endur félagsins standi gegn því. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Jet-X, segir að „fullt félagafrelsi“ gildi á Íslandi og flugfreyjur geti gengið í það félag sem þær vilja. Guðlaugu var sagt upp hjá Jet-X um miðjan apríl og telur hún að ástæðan sé sú að hún hafi verið talsmaður flugfreyjanna og verið að þrýsta á umbætur. „Ég var ekki skráð trúnaðarmaður heldur tals- maður og mér var sagt upp bara til að láta hina þegja því að ég þorði að tala fyrir hópinn,“ segir hún. Jón Karl segir að þetta sé rangt en vill ekki ræða ástæður uppsagnarinnar. Guðlaug var ein ellefu flug- freyja sem sóttu um inngöngu í Flugfreyjufélag Íslands í haust en flugfreyjur hjá Jet-X hafa verið í VR og Verslunarmannafélagi Suð- urnesja. Guðlaug segir að stjórn- endur félagsins hafi lýst yfir að þeir vilji ekki aðild að Flugfreyju- félaginu því að þá „er ekki hægt að senda okkur í þessu löngu flug, alveg upp í tuttugu tíma með þrjár lendingar sem er svakalega langt“, segir hún. Guðlaug segir að flugfreyjurn- ar hafi viljað auka rétt sinn, semja um vinnutíma, hvíldartíma og hvíldaraðstæður og hafa sjúkra- sjóð eins og hjá Flugfreyjufélag- inu. Vinnutíminn sé langur og kröfurnar miklar. Þannig fái flug- freyjur hjá Iceland Express minnst 40 prósenta álag eftir 78 tíma á mánuði. Hún bendir á að flugfreyjur hjá Jet-X fljúgi í 110 tíma á mánuði áður en til álags- greiðslna komi. Þá ljúki vinnutíma þeirra korteri eftir lendingu þó að farþegarnir séu ekki komnir út úr vélinni. „Við viljum sækja aðeins meiri rétt og ekki láta traðka á okkur. Við erum ekki að tala um neina sokkabuxnapeninga. Flugin eru löng og erfið en það er kannski þess meira virði ef maður hefur betri hvíldaraðstöðu og jafnvel stopp í eina nótt. Þetta er líka spurning um öryggi, þegar fólk hefur flogið í sextán tíma er það farið að þreytast.“ Flugfreyjurnar sóttu um aðild að Flugfreyjufélaginu 1. septemb- er í fyrra en ekki hefur orðið af inngöngu þeirra þar sem vinnu- veitandinn þarf að gefa samþykki, að sögn Guðlaugar. Viðræðurnar eru hjá ríkissáttasemjara. ghs@frettabladid.is Flugfreyjur vilja í Flug- freyjufélagið Flugfreyja segir að vinnutími og vinnuaðstæður hjá Jet-X séu ekki mannsæmandi. Flugfreyjum Jet-X sé meinað að ganga í Flugfreyjufélag Íslands. „Fullt félagafrelsi gildir á Íslandi,“ segir forstjóri Jet-X. SPURNING UM ÖRYGGI „Þetta er líka spurning um öryggi, þegar fólk hefur flogið samfleytt í sextán tíma er það farið að þreytast,“ segir Guðlaug Sigfúsdóttir, fyrrver- andi flugfreyja hjá Jet-X. Guðlaugu var sagt upp um miðjan mars og telur að ástæð- an sé sú að hún beitti sér í réttindabaráttu flugfreyjanna. Stjórnendur Jet-X segja það rangt en vilja ekki ræða ástæður uppsagnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GILS Við erum ekki að tala um neina sokkabuxnapen- inga. GUÐLAUG SIGFÚSDÓTTIR FYRRVERANDI FLUGFREYJA HJÁ JET-X GEORGÍA, AP Um fimmtíu þúsund manns komu saman í höfuðborg Georgíu í gær til að mótmæla úrslitum þing- kosninga, sem stjórnarandstaðan segir vera fölsuð. „Kosningaþjóf- ur“ og „Georgía án Saakashvilis“ er meðal þess sem skrifað stóð á mótmælaspjöldum. Stjórnarflokkur Mikhaíls Saakashvili forseta hlaut, sam- kvæmt opinberum niðurstöðutöl- um kosninganna, 120 af 150 þingsætum, en stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn fékk 16 þingsæti. „Við viðurkennum ekki þetta þing og neitum að taka sæti,“ sagði David Gamkriledze, leiðtogi Sameinaða stjórnarandstöðubanda- lagsins. Stjórnarandstaðan ósátt: Fimmtíu þús- und mótmæla SAAKASHVILI FORSETI NEYTENDUR Gos og sætindi er eini vöruflokkurinn sem lækkar í verði á milli annarrar og þriðju viku í maí, eða stendur í stað. Á heildina litið hækkaði vörukarfan en hollustuvörur hækka. Þetta koma fram í verðlagseftirliti ASÍ. Það má því segja að slagorð Páls Vilhjálmssonar í bók Guðrúnar Helgadóttur: „Lakkrís lækki – lýsið hækki!“ hafi loks borið árangur. Mest varð hækkunin í Sam- kaupum-Strax, eða 2,2 prósent. Karfan lækkaði hins vegar í Samkaupum-Úrvali um 1,5 prósent og í Hagkaupum um 0,6 prósent. - kóp Hollustuvörur hækka í verði: Gos og sætindi lækka í verði Flóðljósakæru vísað frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur vísað frá kæru íbúa í Traðarlandi í Fossvogi vegna nýs skipulags sem gerir Víkingi kleift að útbúa nýjan gervigrasvöll með flóðljósum. Íbúarnir telja mengun og ónæði verða af fljóðljósunum en úrskurðarnefndin sagði kæru þeirra alltof seint fram komna. REYKJAVÍKURBORG VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.