Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 10
 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri grænna leggur til að hafinn verði undirbúningur að nauðsynlegum lagabreytingum til að mögulegt verði að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöfum. „Ef við hugsum þetta út frá venjulegum afskriftar- tíma fjárfestinga […] held ég að það sé alveg ljóst að 20 ára innköllun, sem fer rólega af stað, fullnægi meðalhófssjónarmiðum í þessum efnum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Gert er ráð fyrir því að taka tvö prósent af aflaheimildunum á ári fyrstu fimm árin. Auk þess verði heimildunum endurúthlutað, svo eitthvað komi aftur í staðinn. Steingrímur segist ekki telja að þeir sem eiga fiskveiðikvóta í dag muni eiga rétt á skaðabótum, nái tillögur VG fram að ganga. Aðgerðir verði með meðalhóf og sanngirni að leiðarljósi. Forystumenn Vinstri grænna kynntu í gær tillögu flokksins að svari til mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið bryti í bága við samning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og jafnrétti allra manna. Frestur stjórnvalda til að svara nefndinni rennur út 11. júní. Ein af tillögum VG gengur út á að þeir sem leigi kvóta missi hluta leigðra aflaheimilda, til dæmis fimm prósent, þegar úthlutað er að nýju á næsta fiskveiðiári. „Það að leigja frá sér veiðiheimildir er yfirlýsing um að þú ætlir ekki sjálfur að nýta afnotaréttinn sem þú hefur,“ sagði Steingrímur. Þá hljóti ríkið að vera í fullum rétti að taka hluta kvótans. Tilgangur kerfisins sé ekki sá að búa til leigutekjur fyrir handhafana. Ísland er bundið af áliti nefndarinnar og er skylt að fara eftir því, sagði Atli Gíslason, þingmaður VG, í gær. Þessu eru formenn ríkisstjórnarflokkanna ósammála. brjann@frettabladid.is Vilja innkalla afla- heimildir á 20 árum Vinstri græn kynntu í gær tillögur að svari við áliti mannréttindanefndar SÞ. Vilja breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu þannig að innköllun á aflaheimildum verði möguleg. Deilt er um hvort stjórnvöld séu bundin af áliti nefndarinnar. KYNNTU TILLÖGUR Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir kynntu tillögur Vinstri grænna um breyt- ingu á stjórn fiskveiða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig að ljóst sé að jafnræðis verði gætt við úthlutun veiðiheim- ilda. ■ Að hafinn verði undirbúningur að því að innkalla afla- heimildir frá núverandi handhöfum með lagabreytingu. ■ Að hluta aflaheimilda sem eigandi leigir en nýtir ekki sjálfur verði haldið eftir strax á næsta ári. ■ Að við úthlutun verði staða minni sjávarbyggða styrkt með óframseljanlegum byggðatengingum. ■ Að byrjað verði á heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. TILLÖGUR VG AÐ SVARI TIL NEFNDARINNAR Álit mannréttindanefndar SÞ er ekki bindandi í alþjóðarétti, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á þingi í gær. Hann sagði sjávarútvegsráðherra hafa látið vinna vandaða lögfræðivinnu og styttist í að svarið verði tilbúið og sent nefndinni. UNNIÐ AÐ SVARI PENINGA- OG GENGISMÁL RAUNTÍMAMÆLING EFNAHAGSUMSVIFA ÓSAMHVERFAR SVEIFLUR DOLLARANS TRÚVERÐUGLEIKI VERÐBÓLGUMARKMIÐS Ráðstefna á vegum Rannsóknarstofnunar í fjármálum við HR, fimmtudaginn 29. maí kl 12:15, stofu 201, Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2. Kl. 12.00 Léttar veitingar í boði Rannsóknarstofnunar í fjármálum Kl. 12.15 Chiara Scotti, Federal Reserve Board : Real Time Measurement of Business Conditions Kl. 13.00 Sigríður Benediktsdóttir, Yale háskóla : Exchange Rates Dependence: What Drives it? Kl. 13.45 Friðrik Már Baldursson, Háskólanum í Reykjavík : Out of reach? Convergence towards the inflation target in the Central Bank of Iceland forecasting model Kl. 14.30 Ráðstefnuslit Tekið er við skráningum í skraning@ru.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.