Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 21 Eins og undanfarin tvö sumur verða tónleikar í stofunni á Gljúfrasteini alla sunnudaga í sumar. Fjöl- breyttur hópur tónlistar- manna mun leika á stofu- tónleikaröðinni í sumar en það verða Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari sem ríða á vaðið á sunnudaginn kemur kl. 16. Menningarsetrið Gljúfrasteinn hefur staðið fyrir stofutónleikum vikulega yfir sumartímann síðast- liðin tvö ár. Í sumar verður haldið áfram með þessa skemmtilegu hefð, enda hafa tónleikarnir tekist afar vel hingað til. Guðný Dóra Gissurardóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins, segir sumartónleik- ana tilkomna vegna hefðar fyrir tónleikahaldi í húsinu. „Halldór og Auður stóðu oft fyrir tónleikum hér þegar þau bjuggu í húsinu og því fannst okkur viðeigandi að halda tónleikastarfseminni áfram. Það er enda markmið okkar með starfseminni hér á Gljúfrasteini að skapa lifandi menningarsetur en ekki bara safn sem fólk heim- sækir einu sinni. Tónleikarnir eru þannig skref í áttina að því mark- miði.“ Þeir sem sótt hafa tónleika á Gljúfrasteini vita að þar myndast sérstök stemning, enda umhverfið heimilislegt og skemmtilegt. Því þarf engan að undra að tónleikarnir hafa verið vel sóttir hingað til. „Með góðu móti getum við tekið við 60 tónleikagestum, en á fjöl- sóttustu tónleikunum hafa verið um 100 tónleikagestir og var þá setið og staðið um allt hús. En það kemur svosem ekki að sök þegar þröng er á þingi; hljómburðurinn í húsinu er afar góður og stemningin verður bara betri fyrir vikið,“ segir Guðný. Sem kunnugt er var Halldór Laxness mikill áhugamaður um tónlist. Hann átti mikið safn hljóð- ritana og nótna, lék sjálfur á píanó og hafði sérlegt dálæti á tónlist J.S. Bach. Guðný segir tónleikana sem fram fóru á Gljúfrasteini í tíð Halldórs flesta hafa verið með klassísku sniði og að fjöldi þekktra listamanna hafi komið þar fram. „Halldór var meðlimur í Tónlistarfélagi Reykjavíkur og afar áhugasamur um lifandi tónlistar flutning. Fjöldinn allur af tónlistar mönnum, bæði inn- lendum og erlendum, kom fram hér á Gljúfrasteini og má í þeim hópi finna stór nöfn á borð við Aram Khachaturian og Adolf Busch. Tónlistarmenn taka enda nær undantekningarlaust vel í það að koma fram á tónleikum hér, enda ekki amalegt að feta í fótspor slíkra stórmenna.“ Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Áhuga- sömum er bent á að kynna sér tónleikadagskrá sumarsins á vef- síðu Gljúfrasteins, gljufrasteinn. is. vigdis@frettabladid.is Sumartónar á Gljúfrasteini Ó Ó INGIBJÖRG Þessi systkinahljómsveit er meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Gljúfrasteini í sumar. Á hverju leikári stendur Þjóðleik- húsið fyrir vali á athyglisverð- ustu áhugaleiksýningu leikársins. Að þessu sinni varð fyrir valinu uppsetning Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu, leikgerð Dale Wasserman byggðri á skáldsögu Ken Kesey. Af þessu tilefni verð- ur efnt til sýningar á Gauks- hreiðrinu á Stóra sviði Þjóðleik- hússins hinn 4. júní næstkomandi. Miða á sýninguna má nálgast hjá miðasölu Þjóðleikhússins. Markmið Halaleikhópsins er að „iðka leiklist fyrir alla“ og fæst hópurinn því við leiklist á for- sendum hvers og eins. Hópurinn hefur með starfi sínu opnað augu almennings fyrir því að fatlað fólk getur, þrátt fyrir ýmsar hindranir, leikið á sviði eins og allir aðrir. Þar með hefur hópur- inn á sinn hátt átt þátt í að eyða fordómum í garð fatlaðra. Gaukshreiðrið fjallar í víðu samhengi um vald og valdbeit- ingu andspænis dirfsku einstakl- inganna og samtakamætti hinna kúguðu. En um leið fjallar verkið um stöðu geðsjúklinga, hvaða augum samfélagið lítur þá og hvað felst raunverulega í því að vera geðveikur. Þýðandi verksins er Sonja B. Jónsdóttir og leik- stjóri sýningarinnar er Guðjón Sigvaldason. - vþ Gaukshreiðrið athyglisverðast ALLIR GETA LEIKIÐ Frá uppsetningu Halaleikhópsins á leikritinu Batnandi maður. DA G A OPNUM EFTIR 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.