Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 46
30 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Já, þetta er satt,“ segir Gísli Örn Garðarsson sem landað hefur hlutverki í nýjustu mynd framleiðand- ans Jerry Bruckheimer, The Prince of Persia: The Sands of time. Um sannkallaða stórmynd er að ræða en áætlað er að hún verði ekki minni í sniðum en Pirates of the Caribbean-myndirnar þrjár, sem Bruckheimer framleiddi einnig. Gísli vill þó sem minnst segja á þessu stigi málsins en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður gengið frá samningum við hann í þessari viku um hlutverk The Vizier, sem er aðal vondi karlinn í myndinni. Það eru engir aukvisar sem leika á móti Gísla í þessu stóra verkefni. Jake Gyllenhal fer með hlutverk Dastans, prinsins sjálfs. Gyllenhal þekkja Íslendingar einna best úr kvikmyndinni Brokeback Mountain en þess má geta að hann fer einnig með aðalhlutverk í nýjustu mynd Sigurjóns Sighvatssonar, Brothers. Þá fer Gemma Arterton með hlutverk Taminu en hún leikur einmitt hina svokölluðu Bond-stúlku í nýjustu myndinni um njósnara hennar hátignar, Quantum of Solace. Leikstjórn myndarinnar er í höndum Mike Newell en sá er eldri en tvævetur í faginu. Hefur meðal annars leikstýrt einni mynd um Harry Potter, Donnie Brasco og rómantísku gamanmyndinni Four Weddings and a funeral svo eitthvað sé nefnt. Myndin er gerð eftir samnefndum tölvuleik og fjallar um Persíu- prinsinn sem berst við ill öfl um hinn svokallaða „Dagger of time“ sem gerir mönnum kleift að ferðast um tímann. Hlutverk Gísla í The Prince of Persia: The Sands of time, er tvímælalaust það stærsta sem rekið hefur á fjörur íslensks leikara. Gísli er að vonum spenntur. „Jú, þetta er mjög stórt dæmi og ég er spenntur,“ segir hann. soli@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. mats, 6. í röð, 8. fálm, 9. stefna, 11. í röð, 12. hljóðfæri, 14. spaug, 16. átt, 17. skref, 18. fornafn, 20. bókstafur, 21. stígur. LÓÐRÉTT 1. morð, 3. hróp, 4. olíusósa, 5. stykki, 7. skór, 10. mál, 13. gogg, 15. bak- hluti, 16. skilaboð, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. dóms, 6. rs, 8. pat, 9. átt, 11. jk, 12. píanó, 14. glens, 16. sv, 17. fet, 18. mér, 20. sé, 21. slóð. LÓÐRÉTT: 1. dráp, 3. óp, 4. majónes, 5. stk, 7. stígvél, 10. tal, 13. nef, 15. stél, 16. sms, 19. ró. „Það er Austurlandahraðlestin þegar maður vill gera vel við sig eða kemur þreyttur heim af æfingu, en Binna og Veiga í mötuneytinu í Borgó klikka aldrei.“ Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansari. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Þorvaldur Davíð Kristjánsson. 2 Bitruvirkjun. 3 Valur. GÍSLI ÖRN GARÐARSON: STÆRSTA HLUTVERK ÍSLENDINGS Í KVIKMYND Leikur vonda kallinn í stór- mynd Jerrys Bruckheimer GÍSLI ÖRN Hefur landað hlutverki í stórmynd Jerry Bruckheimers. JAKE GYL- LENHAL Fer með aðal- hlutverkið í The Prince of Persia: The Sands of Time BONDSTÚLKAN Gemma Arterton fer með aðalhlutverk í myndinni. Forkeppnin fyrir næstu Euro- vision verður stytt um meira en helming. Í stað sautján þátta eins og var í ár verða að öllum líkind- um sex þættir, að meðtöldu úrslita- kvöldinu. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, en hann var nýkominn heim frá Serbíu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Nú verður þetta mun styttra tímabil og ég reikna með að for- keppnin byrji ekki fyrr en í jan- úar,“ útskýrir Þórhallur en síð- asta undankeppni stóð frá 6. október til 17. febrúar. Og þótti mörgum það einum of langur tími þótt áhorfið hefði síður en svo dalað. Þórhallur bætir því jafnframt við að áhugasömum yrði gefið færi á að senda inn lög en hann væri einnig að skoða þann mögu- leika að fá einhverja valinkunna lagahöfunda til að semja grípandi dægurflugur fyrir keppnina. Sér- stök dómnefnd velur lögin í und- ankeppnirnar en Þórhallur tekur skýrt fram að þjóðin fái að velja næsta Eurovision-lag. „Ég ber fullt traust til þjóðar- innar enda hefur hún sýnt að hún veldur þessu hlutverki ákaflega vel,“ segir Þórhallur. - fgg Eurovision stytt um helming næsta vetur „Við vonumst til að fá sem flesta með okkur í þetta verkefni,“ segir Harpa Þórsdóttir, framleiðandi Dagvaktarinnar. Um helgina ætla leikarar og tökuliðið að blása til 17. júní veislu í Reykhólasveit og þjófstarta þannig þjóðhátíðardegi Íslendinga. Harpa vonast til þess að íbúar Reykhólahrepps láti sjá sig með börnin sín enda verði þarna boðið upp á helíum-blöðrur og grill að hætti hússins. Fastlega má gera ráð fyrir því að þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Jörundur Ragnars- son muni setja sinn svip á hátíðar- höldin í líki þeirra Georgs, Ólafs Ragnars og Daníels. Harpa vildi ekki gefa upp hvað myndi gerast eða hverju þeir tækju upp á en bætti því við að líklegt yrði að telj- ast að George yrði allt í öllu, kannski á grillinu. Hann myndi væntanlega nýta tækifærið til að breiða út fagnaðarerindi komm- únismans þegar ræðuhöldin hæf- ust. „Hann gæti aldrei látið slíkt happ úr hendi sleppa.” -fgg Dagvaktin þjófstartar 17. júní HÆ, HÓ Sautjándi júní verður haldinn hátíðlegur í Reykhólasveit um helgina. Rapparinn Erpur Eyvindarson er nýlega kominn heim til Íslands aftur frá Andalúsíu þar sem hann dvaldi ásamt félögum sínum í Maradona-klúbbnum. Þar voru kúbverskir vindlar, nautakjöt og romm í öndvegi. Þrátt fyrir dýrðarinnar stundir (en ekki vegna) kom Erpur veikur heim með lungnabólgu. Það breytir ekki því að Erpur lætur vel af förinni, til dæmis vegna þess að hann bætti í rommsafnið sitt, sem er orðið skuggalegt, 12 ára el Dorado- rommi frá Guyana og Barcelo-rommi frá Dóminíska lýðveldinu. Erpur á nú yfir tuttugu tegundir. Sturlu Jónssyni vörubílstjóra er ýmislegt til lista lagt en um helgina var auglýst uppákoma hjá EJS þar sem hann var í lyk- ilhlutverki. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, sölumet var slegið og EJS-menn alveg einstaklega ánægðir með hversu öflugur sölumaður Sturla er. Nálgast nú sjómannadagur. Egill Örn Jóhannsson framkvæmda- stjóri Forlagsins hafði uppi mikil og göfug áform um að hefna grimmilega ófaranna frá því í róðrakeppni fyrir ári. Þá keppti JPV forlag og var Egill formaður. En lið færeyskra húsmæðra sigraði keppnina glæsilega. Árinni kennir illur ræðari því Egill heldur því fram að sitt lið hafi fengið ónýtan bát til að keppa á. Annars hefði ekkert staðið í vegi fyrir sigri bókamanna. Ekkert verður þó af því að færey- ingarnir fái keppni frá Agli og hans liði þetta árið því Egill er nú í brúð- kaupsreisu í suðurhöfum ásamt konu sinni Þórhildi Garðarsdótt- ur. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI EUROVISIONFARAR Regína og Friðrik Ómar. ENGIN LANGLOKA NÆST Þórhallur Gunnarsson ætlar að stytta næstu und- ankeppni töluvert en síðast var undan- keppnin í sautján þáttum að meðtöldu úrslitakvöldinu. Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. opið mán-fös 10-18:15 og lau 11-14:00 ÞÚ FÆRÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA HJÁ OKKUR úrval fi skrétta, lúðu, skötusel, lax signa grásleppu, kinnar og margt fl eira.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.