Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 11 Lögfræði grunnnám (BA) Lögfræði meistarapróf (ML) Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is Það er markmið Háskólans í Reykjavík að bjóða framúrskarandi lögfræðikennslu og að lagadeild HR verði ein besta og nútímalegasta lagadeild Norðurlanda. Mikilvægt skref til að ná slíkum mark- miðum er að hafa á að skipa fólki í fremstu röð. Við lagadeild Háskólans í Reykjavík starfa nú fleiri doktorsmenntaðir kennarar en við nokkra aðra lagadeild íslenskra háskóla. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms á Íslandi, hvort sem litið er til skipulags, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda. Eins og allar deildir HR leggur lagadeild mikið upp úr góðum tengslum við atvinnulífið og að búa nemendur vel undir þátttöku í því. Alþjóðleg tengsl skipta HR miklu máli og geta nemendur við lagadeild farið til annarra landa bæði í skiptinám og starfsþjálfun á erlendum lögmannsstofum. Framtíðin er HR. LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK ER BRAUTRYÐJANDI NÚTÍMALEGS LAGANÁMS Á ÍSLANDI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 ÍSAFJÖRÐUR „Breaking the barriers“ eða Hindranir burt er heiti alþjóðlegrar heimildar- myndahátíðar og ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 29. maí til 1. júní næstkomandi. Hátíðin er haldin á vegum Sumarskóla Hrafnseyrar en aðstandendur eru Félag nor- rænna mannfræðinga í sjónrænni mannfræði, Safn Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri og Háskóla- setur Vestfjarða í samvinnu við fleiri aðila. Fyrir hádegi verða fyrirlestrar á ensku en eftir hádegi verða sýndar heimildar- myndir. - ovd Heimildarmyndahátíð: Hindranir burt á Ísafirði EDINBORGARHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Heimildarmyndahátíð og ráðstefna fer þar fram 29. maí til 1. júní í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JAPAN Ókunnur farþegi á Narita- flugvelli í Japan komst nýlega í gegnum öryggisgæslu vallarins með 142 grömm af kannabisefnum, án þess að hafa hugmynd um það. Tollgæslumaður flugvallarins valdi ferðatösku af handahófi og kom efnunum fyrir í hliðarvasa til að prófa öryggisgæslu vallarins. Fíkniefnahundar urðu ekki neins varir og tollgæslumaðurinn gat ómögulega munað í hvaða tösku hann setti efnin. Enn er ekki vitað hvar eiturlyfin eru niðurkomin. Tollstjóri flugvallarins segist harma mistökin, en afar ströng viðurlög gilda um vörslu kannabis- efna í Japan. - kg Kannabis-klúður í Japan: Tollari týndi fíkniefnum Innbrotsþjófa leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna sem á föstu- dagsmorgun brutust inn í íbúðarhús í Holtunum í Reykjavík og stálu þaðan verðmætum rafmagnsverkfærum. Hefur lögreglan lýsingar á mönnunum en mikið hefur verið um verkfæra- þjófnaði að undanförnu. LÖGREGLUFRÉTTIR ALÞINGI Opinberum störfum fjölg- aði um 30 á Vestfjörðum á tíma- bilinu frá 1. maí 2007 til 1. maí 2008. Á sama tímabili fjölgaði opinberum störfum á lands- byggðinni allri um samtals 85. Þetta kemur fram í svari iðn- aðarráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur, varaþingmanns Samfylkingar- innar. Opinberum störfum hefur fjölgað á sjö landsvæðum sem könnuð voru en fækkað um fimm í Þingeyjarsýslum. Atvinnuþróunarfélög öfluðu upplýsinganna en fram kemur að þau notuðu ekki að öllu leyti sambærilegar aðferðir við öflun- ina. Því verði að taka svörunum með fyrirvara. Nefnd vinnur að útfærslu verkefnisins Störf án staðsetn- ingar. Á þeim vettvangi er meðal annars rætt um að framvegis verði, við allar ráðningar hjá rík- inu, vegið og metið hvort vinna megi viðkomandi starf óháð stað- setningu og þurfi stjórnendur að rökstyðja ef þeir telja að ekki sé hægt að skilgreina starf sem slíkt. Reiknað er með að frumvarp til laga um störf óháð staðsetn- ingu verði lagt fram á næsta þingi. - bþs Opinberum störfum á landsbyggðinni hefur fjölgað um 85 á einu ári: Fjölgunin mest á Vestfjörðum HÚSAVÍK Opinberum störfum hefur fækkað í Þingeyjarsýslum. TILFÆRSLA OPINBERRA STARFA Svæði Fjölgun Fækkun Breyting Reykjanes 7 0 7 Vesturland 11 6 5 Vestfirðir 30 0 30 Norðurl.v 4 0 4 Eyjafjörður 20 0 20 Þingeyjarsýsl. 3 8 -5 Austurland 15 2 13 Suðurland 11 0 11 Samtals 101 16 85 VINNUMARKAÐUR Gengið hefur verið frá kjarasamningi Starfs- greinasambandsins, SGS, og ríkisins. Samningurinn gildir til ellefu mánaða eða fram til marsloka 2009. Launataxtar hækka um 20.300 krónur frá 1. maí og frá sama tíma tekur ný launatafla gildi. Persónuuppbót verður 44.100 krónur á þessu ári og orlofsuppbót 24.300 krónur. Réttur foreldra til fjarveru vegna veikinda barna fer úr tíu dögum í tólf, eftir því sem fram kemur á vef SGS. Þá hækkar framlag ríkisins í styrktar- og sjúkrasjóð í 0,75 prósent af heildarlaunum starfsmanns frá 1. janúar 2009. Þá var samið um sérstaka jöfnunargreiðslu, 17.000 krónur, fyrir ræstitækna í tímamældri ákvæðisvinnu sem greidd verður 1. desember, svo það helsta sé nefnt. SGS og ríkið: Laun hækka um 20 þúsund Meintar ólöglegar veiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar stóð tog- bát að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbugt við suðaustanvert landið á laugardag. Skipinu var vísað til Hafnar í Hornafirði, þar sem málið er í lögreglurannsókn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.