Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 38
22 27. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ÓSÁTT VIÐ ALDURSTAKMÖRK Hayden Panettiere segir aldurstakmörk í Bandaríkjunum fáránleg og kveðst njóta þess að dveljast í Bretlandi þar sem hún má kaupa sér áfengi með löglegum hætti. „Ég má kaupa klám eða drepa einhvern í stríði en ég má ekki fá mér vínglas. Ef ég gæti breytt einu atriði við Bandaríkin væri það þessi fáránlegu ald- urstakmörk,“ segir Heroes- leikkonan. Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu í sum- ar. Mikil eftirspurn er eftir gistirými og hafa einbýl- ishús verið leigð út í viku fyrir þrjú hundruð þúsund krónur. „Hér er blíðan og bæirnir allt um kring,“ segir Þorgils Torfi Jóns- son, sláturhússjóri á Hellu og oddviti hreppsins. Bæjarbúar gera sig tilbúna að taka á móti gestum í sumar – og það þýðir talsverðar tekjur fyrir Hellu og íbúa þar. Sumir íbúa ætla að ganga úr rúmi fyrir gesti að gömlum sið og leigja hús sín á um þrjú hundruð þúsund fyrir vikuna. Meðan ber á barlómi í þjóðfélaginu vegna kreppu þá á það ekki við íbúa Hellu. Þar ríkir mikil tilhlökkun vegna komandi Landsmóts hesta- manna sem haldið verður dagana 30. júní til 6. júlí í sumar. Landsmótið er stærsti íþrótta- viðburður sem haldinn er á Íslandi og er von á allt að 14 þús- und gestum. Þar af koma hátt á fjórða þúsund erlendra gesta til að upplifa mannlíf og menningu sem er engu lík. Mikil ásókn er í miða, það staðfestir Jóna Fanney Friðriksdóttir, sem stýrir Lands- mótinu. „Það má segja það. Rosa- leg stemning og allir á Lands- mót,“ segir Jóna Fanney. Gríðarleg eftirspurn er eftir gistirými á Hellu og nágrenni. Þannig er til dæmis 80 manna biðlisti eftir herbergjum á Hótel Hvolsvelli. Fólk á svæðinu er að rýma íbúðarhús og býður til leigu á um 300 þúsund. „Já, já, verðið er verulegt sem nefnt er vegna ásóknarinnar. Ég var búinn að heyra 250.000 fyrir stórt einbýlishús í eina viku. Fjöl- skyldur sameinast um að leigja,“ segir Þorgils Torfi. Hann bendir reyndar á að verðið megi heita sanngjarnt. Það fari eftir því hvernig á það er litið. Ef um hótel- herbergi væri að ræða væru menn fljótlega komnir upp í tölur sem þessar. „Og forréttindi að vera í göngu- færi við svæðið. Nú, einhverjir ætla að nota tækifærið og fara utan á meðan. Þá stendur þetta autt hvort sem er og menn komn- ir með farareyri. Tilvalið fyrir fólk. Hvort ég ætli að rýma mitt hús? Nei, ég er að hugsa um að vera heima í þetta skiptið,“ segir Þorgils Torfi. Oddvitinn segir frá því að ekki minna mót standi fyrir dyrum síðar í sumar á Hellu þegar þar verður haldin mikil hátíð tengd afmælisári Búnaðarsambands Suðurlands sem er hundrað ára um þessar mundir. „Þá koma líklega tugir þús- unda. En líklega verður minna um erlenda gesti þá.“ jakob@frettabladid.is Hús á Hellu leigð fyrir hundruð þúsunda FRÁ LANDSMÓTI Gríðarleg aðsókn er í miða á Landsmót hestamanna sem haldið verður um mánaðamótin júní/júlí. „Það er eitthvert ruslahrúgulið sem hefur flaggað á myndbandið,“ segir Icy Spicy Leoncie. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að söng- konan dagfarsprúða hefði sent frá sér myndband á íslensku. Nú hefur þetta sama myndband verið bannað á Youtube áhorfendum yngri en 18 ára. Það eru notendur sjálfir sem geta sett svokallað viðvörunar- flagg á myndbönd telji þau mynd- böndin ósæmileg. Myndband Leoncie fékk slíkt flagg en í mynd- bandinu dansar Leoncie og syngur með uppblásna dúkku í hönd. Þótti einhverjum það ósæmilegt en Leoncie er á öðru máli. „Ég er milljón prósent viss um að þarna eru íslenskir rasistar á ferð. Ég er mjög reið. Þetta er eitthvert hæfi- leikalaust pakk sem vill skemma fyrir mér,“ segir Icy Spicy ösku- vond. „Þetta er bara mjög saklaust og fyndið myndband. Hvað kemur það líka Íslendingum við þótt dúkkan sé þarna? Hún er ekki íslensk, hún er rússnesk,“ bætir hún við. Leoncie hefur trú á þessari nýj- ustu afurð sinni, Enginn þríkantur hér, og fyrst fólk getur ekki séð myndbandið á Youtube án þess að skrá sig inn ætlar hún að setja það á sína eigin vefsíðu. „Það stoppar mig enginn. Það var rándýrt að gera þetta myndband.“ Hún segir að ef þetta lag hefði farið í Eurov- ision fyrir Íslands hönd hefði hún án nokkurs vafa farið með sigur af hólmi. Hún telur litarhaft sitt spila þar stóra rullu. „Ég er ekki hvít, ekki brún, heldur bara mitt á milli og glæsileg,“ segir Leoncie. - shs Leoncie bönnuð innan 18 ára ÓSÁTT Leoncie er brjáluð yfir því að „íslenskir rasistar“ hafi flaggað á mynd- bandið hennar. Sveitaballahljómsveitin Dalton gefur út nýtt lag í dag sem nefnist Stjörnuhrap. „Þetta er rapp, „power“, þungarokk,“ segir Davíð Sigurgeirsson úr Dalton. Ný plata frá sveitinni er síðan væntanleg síðar á árinu. Óheppnin hefur elt Dalton und- anfarin misseri. Fyrst skarst söngvari sveitarinnar á hálsi á skemmtistað á Höfn í Hornafirði og síðan brann rúta sveitarinnar. Nýjasta uppákoman varð á laugar- dagskvöld þegar rútan bræddi úr sér fyrir utan Kirkjubæjarklaust- ur. „Þetta kemur sér ekkert voða- lega vel. Græjurnar urðu eftir og við þurfum að láta sendast eftir þeim. En við komumst heilu og höldnu á Egilsstaði og spiluðum á góðu balli í Valaskjálf. Við verðum síðan á Lukku Láka í Grindavík á sjómannadaginn,“ segir Davíð og greinilegt að Dalton er hvergi af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. - fb Nýtt lag frá Dalton í dag Hasarmyndahetjan Jackie Chan ætlar að gera kvikmynd byggða á jarðskjálftanum í Kína til að safna pening fyrir fórnarlömb hans. Að minnsta kosti sextíu þúsund manns fórust í skjálftan- um og fjölmargra er enn saknað. Chan er um þessar mundir í viðræðum við leikstjóra og handritshöfunda til að koma verkefninu á koppinn. „Ég vil gera kvikmynd um jarðskjálftann vegna þess að það eru svo margar áhugaverðar frásagnir sem tengjast honum,“ sagði Chan. „Tuttugu sjónvarpsstöðvar segja mismunandi sögur af fórnarlömb- unum og ég græt yfir hverri einustu sem ég sé.“ Chan hefur þegar látið um hundrað milljónir króna af hendi rakna til fórnarlamba skjálftans. Hann hefur jafnframt heimsótt sjúkrahús í nágrenninu. Mynd um skjálfta JACKIE CHAN Hasarmyndahetjan gerir kvikmynd um jarðskjálftann í Kína. „Ég held að lýðræðið í Sálinni sé virkast í þessum „prósess“,“ segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns, sem á öll þrjú lögin sem sveit- in er að ljúka upptökum á um þessar mundir. Hljómsveitin, sem er tvítug á þessu ári, hefur lagt áherslu á það í gegnum árin að kjósa á lýðræðislegan hátt um hvaða lög komast inn á plötur og var engin breyting þar á fyrir nýju lögin. Þrátt fyrir meint lýðræði mætti ætla að Guðmundur hafi fengið rússneska kosningu en hann gefur lítið fyrir það. „Það eru tveir lagasmiðir í hljómsveit- inni, ég og Jens (Hansson), og í þetta skipti kom ég með þrettán lög en Jens með fimm. Síðan förum við í gegnum þetta og merkjum við hvaða lög eru sterkust. Það kemur oft fljótt í ljós og síðan diskútera menn þetta í endann. Þetta hleypir í mann smá kappi að gera betur enda viljum við koma okkar lögum áleiðis. Maður er svo á kafi í sinni músík að það er gott að fá utanaðkomandi áhrif því maður sér ekki alltaf skóginn fyrir trjánum.“ Nýju lögin verða á 45 laga safnplötu sem kemur út í haust í tilefni afmælis- ins. Fer eitt þeirra í útvarpsspilun í byrj- un júní. Að sögn Guðmundar eru lögin þrjú af fjölbreyttara taginu; eitt popp- lag, eitt rokklag og eitt grúv-lag. „Ég held að þetta séu svona grunntónarnir í Sálarsándinu,“ segir hann. - fb Lýðræði ríkjandi hjá Sálinni SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Lýðræðið er í háveg- um haft hjá þessari tvítugu hljómsveit. BÖÐVAR RAFN REYNISSON Böðvar og félagar í Dalton hafa sent frá sér lagið Stjörnuhrap. ÞORGILS TORFI JÓNS- SON Sláturhússtjóri og oddviti sér fyrir sér mik- inn gestagang á Hellu í sumar og íbúarnir njóta góðs af því. JÓNA FANNEY Stjórnar Lands- mótinu að þessu sinni. Sjaldan ef nokkru sinni hefur verið eins mikil ásókn. Langar þig til að brosa við Mónu Lísu? Fara upp í Eiffel- turninn? Sötra „café au lait“ á Vinstri bakkanum? Eiga rómantískt kvöld á Signu- bökkum eða fá konunglega tilfinningu í Versölum? *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Komdu til Parísar, í helgarferð eða í sumarleyfi. Allir heillast af þessari litríku borg þar sem hún opnar faðm sinn, breiðstræti, torg og þröngar götur, á móti þeim sem vilja upplifa eitthvað nýtt og ævagamalt. Drífðu bara í því að panta far! M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.