Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 25 Þá er 61. kvikmyndahá- tíðinni í Cannes lokið og verðlaunaafhending fór fram í höllinni Palais des Festivals á sunnudags- kvöldið. Að þessu sinni var það Frakkinn Laurent Cantet sem hlaut Gullpálm- ann fyrir mynd sína „Entre Les Murs“, eða Bekkurinn á íslensku. Hanna Björk Vals- dóttir fylgdist með hátíðinni í ár. Framan af keppni var mjög óljóst hver myndi hljóta Gullpálmann en „Entre Les Murs“ var ekki frum- sýnd fyrr en degi fyrir lok hátíðar og var næstsíðasta myndin sem sýnd var í keppninni. Sean Penn, formaður dómnefndar, tók fram við verðlaunaafhendinguna að eftir að hafa séð þá mynd hefði dóm- nefndin öll verið sammála um að hún hlyti Gullpálmann. „Þessi mynd snerti okkur djúpt,“ sagði hann svo á blaðamannafundi. „Hún hefur allt sem þú vilt að kvikmynd gefi þér. Algjörlega töfrandi.“ Bekkurinn fjallar um kennara í úthverfi í París sem kennir ung- lingum af ólíkum uppruna. Myndin er hálfgerð heimildarmynd því kennarinn er raunverulegur kenn- ari og krakkarnir eru nemendur hans og fylgjumst við með einu skólaári hjá þessum bekk. Myndin er mjög raunveruleg og vekur áleitnar spurningar um stöðu vest- rænna samfélaga í dag. „Þakka ykkur kærlega fyrir, ég er sérstak- lega hrærður yfir því að myndin hafi snert alla í dómnefndinni,“ bunaði Cantet úr úr sér þegar hann tók við verðlaununum meðan ungl- ingarnir úr myndinni fylltu sviðið í höllinni. Önnur verðlaun sem dómnefndin var einhljóða sammála um voru verðlaun Benicio Del Toro sem besta leikara í karlhlutverki fyrir túlkun sína á Che Guevara í stór- virki Steven Soderbergh „Che“ sem er hvorki meira né minna en fjórir og hálfur tími. „Ég verð að tileinka þessi verðlaun manninum sjálfum, Che Guevara,“ sagði Benicio þegar hann tók við verðlaununum. Besta leikkonan var hin brasilíska Sandra Corveloni í hlutverki einstæðrar móður fjögurra drengja í Sao Paolo í „Linha de Passe“ eftir Walter Salles og Daniela Thomas. Önnur verðlaun, eða svonefnd Grand Prix-verðlaun, hlaut ítalska myndin Gomorra eftir Matteo Gar- rone og fjallar um mafíuna í Napólí á nýstárlegan hátt, en hún fékk misjafna dóma gagnrýnenda, þótti annaðhvort algjört meistaraverk eða ekki nógu vel heppnuð. Tyrk- neski leikstjórinn Nuri Bilge Cey- lan var valinn besti leikstjórinn fyrir „Uc Maymun“ en sú mynd hafði einnig verið talin sigurstrang- leg. Verðlaun fyrir besta handritið hlutu belgísku bræðurnir Jean- Pierre og Luc Dardenne fyrir „Le Silence De Lorna“ en þeir hafa tvisvar áður hlotið Gullpálmann fyrir bestu mynd. Þó að „Smáfuglar“ Rúnars Rún- arssonar hefðu fyllilega átt skilið verðlaun var það Marian Crisan frá Rúmeníu sem hlaut Gullpálmann fyrir stuttmyndina „Megatron“ og dómnefndarverðlaunin hlaut Julius Avery fyrir „Jerrycan“. Cantet fékk Gullpálmann SÆTUR SIGUR Laurent Cantet tekur á móti Gullpálmanum í Cannes með unglingun- um sem leika í mynd hans. NORDICPHOTOS/GETTY BESTI LEIKARINN Benicio Del Toro var valinn besti karlleikarinn í Cannes. NORDICPHOTOS/GETTY „Það eru fyrst og fremst Norðurlöndin sem hafa sýnt áhuga. Það hefur enginn hringt frá Austur- Evrópu enn þá,“ segir Friðrik Ómar um tónleikahald Eurobandsins á næst- unni. „Við erum búin að setja okkur í sam- band við fullt af liði og margir hafa áhuga á að fá Eurobandið en það er ekkert í hendi enn þá.“ Friðrik var stadd- ur í Kaupmannahöfn ásamt Regínu Ósk þegar Fréttablaðið ræddi við hann og voru þau þá nýbúin að snæða hádegis- verð með vini sínum, danska Eurovion- keppandanum Simon Mathew. „Við feng- um okkur smörre- bröd,“ segir Friðrik og útilokar ekki samstarf með honum í náinni framtíð. Spurður segist Friðrik ekki eiga von á að Eurovision-keppnin verði stökkpallur fyrir sinn sólóferil. „Það hefur enginn íslenskur „artisti“ riðið feitum hesti frá þessari keppni. Fyrst og fremst lít ég á þetta sem klikkaða reynslu og þetta er sennilega einhver mesta pressa sem maður getur lent í. Ég verð voða feginn að koma heim í íslenska hversdagsleikann.“ Friðrik á ekki von á því að taka aftur þátt í Eurovision í bráð. „Mig langar að taka mér hvíld frá Eurovision og vil miklu frekar taka þátt í keppninni af öðru tagi en að syngja því það er gaman að stússast í kringum þetta.“ Hvort rússneska sigurlagið Believe með Dima Bilan verði á efnis- skrá Eurobandsins í framtíðinni segir Friðrik Ómar það útilokað. „Það er ekki í uppáhaldi hjá okkur þó svo að hann hafi kannski átt skilið að vinna. Ég bjóst samt ekki við þessum úrslitum og hef ekki hitt þann mann sem er sáttur við sigurlagið. Í Eurovision-sögunni held ég að þetta lag lifi ekki lengi,“ segir Friðrik, sem hefði verið sáttari við sigur Grikklands eða Armeníu. - fb Útlendingar vilja Eurobandið REGÍNA OG FRIÐRIK Eurobandið er eftirsótt eftir góða frammistöðu í Eurovision-keppnninni í Serbíu. GARÐARSHÓLMI KEMUR ÚT Á MORGUN PRUMP HUGLEIKUR ÁRITAR BÓK SÍNA Í IÐU Á MORGUN KLUKKAN 11:00 100 FYRSTU EINTÖK ÁRITUÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.