Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 22
 27. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● byggingariðnaður Fólkinu í landinu fjölgar jafnt og þétt og ný íbúðahverfi rísa. Guðshús þarf til að hýsa söfnuðina. Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar að nýjar kirkjur væru að rísa í þremur nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Í Vallahverfinu í Hafnarfirði er um 12.000-15.000 manna sókn og þar á að rísa kirkja og er undir- búningsvinna þar á frumstigi. Í Lindasókn í Kópavogi er ný kirkja langt á veg komin en sóknin var stofnuð árið 2002. Fram- kvæmdir við kirkjuna hafa gengið vel, byggingin er orðin fokheld og áætlað er að taka hana að hluta til í notkun í haust. Ask arkitektar teiknuðu kirkjuna og við hönnun hennar var gengið út frá því að hún þjónaði sem best þeim ólíku hlutverkum sem stór og fjöl- breyttur söfnuður krefst. Við Kirkjustétt í Grafarholti er einnig að rísa ný kirkja. Fram- kvæmdir ganga vel og áætlað er að vígja kirkjuna á aðventunni. Ark- þing arkitektastofa teiknaði kirkj- una. Þau segja kirkjustarfið í dag ekki lengur einskorðað við messur heldur fari mikið starf fram innan safnaðarins. Því er hægt að opna á milli sala og stækka kirkjuskip- ið fyrir stærri athafnir. Nýstárleg leið var farin við gerð altaristöfl- unnar en í stað hefðbundinnar alt- aristöflu mætir fólki stór gluggi sem opnar út í lítinn garð með tjörn. - rat Kirkjur rísa í nýjum hverfum Svona mun aðkoman að Lindakirkju í Kópavogi vera þegar hún verður fullkláruð. MYND/ASK ARKITEKTAR Framkvæmdir við Lindakirkju ganga vel og er áætlað að taka hana í notkun að hluta í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arkþing ehf. teiknaði nýju kirkjuna í Grafarholti og lóðarhönnun er í höndum Land- hönnunar. Áætlað er að vígja kirkjuna á aðventunni. MYND/ARKÞING Þrívíð altaristafla verður í kirkjunni í Grafarholti en stór gluggi vísar út í lítinn garð með tjörn. Garðurinn afmarkast af hvítum veggjum. MYND/ARKÞING Viðhaldsfríar klæðningar henta vel á Íslandi. Fyrirtækið Málmtækni er einn helsti innflutningsaðili á stáli, áli og iðnaðarplasti á Íslandi. „Klæðningar sem krefjast lítils viðhalds verða vinsælli og við höfum við séð okkur fært að bjóða góða vöru á hagstæðu verði,“ segir Höskuldur Arnarson sölustjóri hjá Málmtækni hf. Málmtækni hf. var stofnað árið 1970 og hefur starfað í málmiðnaði alla tíð síðan. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri í viðskiptum sem traustur birgir bæði á innlendum og erlendum vettvangi. „Klæðningakerfin okkar eru sérhönnuð fyrir íslenskar að- stæður og hafa verið prófuð hjá Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins og fengið hæstu einkunn fyrir styrkleika og þol,“ segir hann og bætir því við að alltaf sé eitt- hvað nýtt í boði. „Nú höfum við hafið sölu á álundirkerfi sem hentar fyrir flísaklæðningar og álklæðningar jafnt sem RheinZink og KME kop- ar klæðningar,“ segir Höskuldur og útskýrir að undirkerfin byggi festivinklum og leiðurum úr áli, ryðfríum borskrúfum og galvani- seruðum múrboltum. Hægt er að fá álfestivinklana í stærðum frá 60 mm á hæð upp í 140 mm á hæð. Við gerð undirkerfisins er mið- ast við að nota efni sem þola ís- lenskar aðstæður til dæmis ál, heitgalvaniseraða bolta, A4 ryðfrí- ar borskrúfur og elóseraða vinkla. „T-leiðararnir eru bæði fáanleg- ir í svörtu elóseruðu áli sem og ómeðhöndluðu áli sem er sýru- og seltuvarið. T-leiðarar eru í stærð- inni 90 x 50 x 2 mm og L-vinklarn- ir í stærðinni 60 x 40 x 2 mm,“ lýsir Höskuldur. - mmr Álklæðningar fyrir heimili og fyrirtæki Höskuldur heldur á T-leiðara sem er smellt á festivinklana og síðan stilltir af til að fá sléttan flöt fyrir klæðninguna. FRÉTTABLADID/STEFÁN Álklæðningarnar voru til sýnis á sýningunni Verk og vit. Scanwo er danskt framleiðslu- fyrirtæki í byggingariðnaði sem selt hefur fjölda húsa víðs vegar um Evrópu. Fyrirtækið hefur hlotið verðlaun fyrir hönnun hús- anna og fallegt útlit þeirra. Húsin eru staðbyggð úr tilsniðnu gagn- vörðu 100 ára gömlu gæða greni. Nú rísa tvö Scanwo-hús hér á Íslandi, stórt einbýlishús í Bú- garðabyggð í Árborg og sumar- bústaður á landi Miðfells við Þingvallavatn. Opið hús var þar um síðustu helgi fyrir áhuga- sama sem vildu koma og skoða þessa tegund húsa. Edvard Sverrisson, umboðs- maður Scanwo á Íslandi, segir Scanwo-húsin sérstök að því leyti að þau eru byggð eftir dönskum byggingarstaðli en það sem hann hefur umfram þann íslenska er að meiri kröfur eru gerðar um einangrun. „Góð einangrun hent- ar okkur vel hér á landi og sér- staklega núna þegar fólk er orðið meðvitaðra um orkusparnað en áður,“ segir Edvard. Hægt er að fá húsin afhent á mismunandi byggingarstigum, en kaupendur geta lagt fram drög að skipulagi húsanna sjálf- ir eða notast við staðlaðar teikn- ingar frá framleiðanda. Scanwo er með iðnaðarmenn og meist- ara á sínum vegum til að sjá um byggingu húsanna að því bygg- ingarstigi sem óskað er. „Allt byggingarefni fylgir með hús- pakkanum sem þarf til að klára húsin að utan. Öll teiknivinna og hönnun er innifalin í kaupverði húsanna. Húsin eru svo afhent tilbúin undir tréverk og máln- ingu að innan.“ Aðeins tekur um fjórar til sex vikur að reisa húsin og gera þau fokheld. Edvard bendir á að vegna þess hversu lítinn tíma tekur að reisa húsin þá séu þau lánshæf nokkuð fljótt sem sé kostur hvað fjármögnun varðar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Scanwo-húsin nánar er bent á heimasíðu fyrirtækis- ins, www.scanwo.dk. - kka Fokheld á fjórum til sex vikum Scanwo hefur unnið til verðlauna fyrir hönnun húsanna. Húsin eru ýmiss konar, sum stór og önnur lítil. MYND/SCANWO Scanwo-húsin eru dönsk og byggð eftir dönskum byggingarstöðlum. Opið hús var um síðustu helgi þar sem fagfólk hitti áhugasama og sýndi þeim Scanwo-húsin. MYND/EDVARD SVERRISSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.