Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.06.2008, Qupperneq 8
 9. júní 2008 MÁNUDAGUR Jepparnir frá Mitsubishi hafa staðist erfiðasta prófið og sigrað í Dakar kappakstrinum ár eftir ár. Komdu og prófaðu þann sem hentar þér: örugga pallbílinn L200, skemmtilega sportjeppann Outlander eða konung jeppanna, Mitsubishi Pajero. Við bjóðum hagstæða fjármögnun í erlendri mynt og eigum bíla til afgreiðslu strax. Finndu rétta kraftinn! F í t o n / S Í A 3.490.000 kr. VERÐ ÁÐUR 3.860.000 kr. AFBORGUN 35.500 kr. Á MÁn.* L200 Intense Dcab Sjálfsk. 4.090.000 kr. VERÐ ÁÐUR 4.340.000 kr. AFBORGUN 45.900 kr. Á MÁn.* OUTLANder Intense 5 manna Sjálfsk. 5.350.000 kr. VERÐ ÁÐUR 5.970.000 kr. AFBORGUN 59.900 kr. Á MÁn.* PAJERO 3.2 InVITE Sjálfsk. 370.000 kr. lækkun! 250.000 kr. lækkun!620.000 kr. lækkun! *Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er frá 9,21% til 9,36% miðað við hvaða gerð af bíl er valin. NÚ KOSTAR MINNA AÐ VERA Í VINNINGSLIÐINU BETRA VERÐ! SJÁVARÚTVEGUR „Við trillukarlarnir getum ekki staðið í samkeppni við um 4300 sportveiðimenn sem stunda hér veiðar ólöglega. Að óbreyttu munum við bara binda bát- inn og hætta þessu,“ segir Þorkell Pétursson sem gerir út á trillu frá Arnarstapa. „Þessi sjóstangveiði setur líf á annað hundrað fjölskyldna í land- inu í rúst,“ bætir Jón Gestur Svein- björnsson, kollegi hans, við. Þeir segja að frá komu sport- veiðimanna, sem verða að leigja kvóta til að stunda veiðar yfir sum- arið, hafi leiguverðið hækkað svo að það sé komið upp fyrir meðal- verð á markaði. Við þessar aðstæð- ur segja þeir ekki rekstrargrund- völl fyrir því að róa. „Þar að auki verðum við að kosta miklu til við að halda réttindum okkar,“ segir Jón Gestur. „Við verð- um að endurnýja vél- og skipstjórn- arréttindi reglulega, fara í endur- menntun í Björgunarskólanum og vera ávallt með pottþétt læknisvott- orð upp á vasann og þetta kostar menn fjármuni og tíma. En sport- veiðimenn eru réttindalausir og fá einnig að fiska á sjómannadag sem okkur er ekki heimilt. Við erum orðnir annars flokks.“ Hann segir að þeir hafi sent Sigl- ingamálastofnun erindi þar sem þeir óska þess að þetta mál verði tekið fyrir. Berist þeim ekki svar innan 15 daga þá munu þeir senda málið til umboðsmanns Alþingis. - jse Verð á leigukvóta hækkar vegna sjóstangveiði: Segja sportveiði rústa trilluútgerð ÞORKELL PÉTURSSON Leiguverð á kvóta er orðið svo hátt síðan sjóstangveiðimenn fóru að leigja hann í stórum stíl og segist Þorkell að óbreyttu binda bát sinn. En fyrst segist hann ætla ásamt kollegum sínum að reyna að rétta hlut sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.