Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 6
6 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Lagt verður til á næstu dögum að stofnað verði millidómstig í sakamálum. Allir fjórir fulltrúar nefndarinnar sem á að gefa álit sitt á stofnun millidómstigsins voru, í samtali við blaðamann, jákvæðir í garð hugmyndarinnar. „Hæstiréttur á erfitt með að snúa sýknu- dómi yfir í sekt. Ástæðan er sú að Hæstiréttur má ekki notast við vitni,“ segir Símon Sigvaldason, formað- ur dómstólaráðs og einn nefndarmanna. Hann segir að eina leið Hæstaréttar til þess að meta vitnaleiðslur betur sé að ómerkja héraðsdóminn og senda málið aftur til aðalmeðferðar. „Hugsunin á bak við hugmyndir sem hafðar hafa verið uppi um millidómstig er að tryggja það að yfirheyrsla vitna geti farið fram á tveimur dómstigum,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlög- maður og einn nefndarmanna. Um hundrað sakamálum er áfrýjað á ári til Hæstaréttar. Með tilkomu millidómstigsins yrði aðeins einstökum, þýðingarmiklum málum áfrýjað til réttar. „Tala þeirra myndi með tilkomu millidóms- tigs líklega fækka í 15-20 mál á ári,“ segir Símon Sigvaldason. „Með þessum breytingum er verið að tryggja og vanda málsmeðferðina en í því felast mikil þjóðfélagsleg gæði. Ekki er hægt að meta það til verðmæta að hafa gott réttarkerfi.“ Umræðuna um millidómstig má rekja til máls sem höfðað var gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu árið 2003. Í því máli, sem oft er kallað „Vegasarmál- ið“, voru tveir menn ákærðir fyrir líkamsárás. Annar þeirra var sakfelldur fyrir árásina en hinn sýknaður í héraðsdómi. Hæstiréttur sneri sýknu mannsins í sakfellingu án þess að gefnar væru vitna- skýrslur fyrir dómi. Sá sem hlaut sakfelling- una í Hæstarétti fór með málið fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu sem gagnrýndi réttarskipan Íslands harðlega. Í desember 2006 sendi dómstólaráð minnisblað til dómsmálaráðherra þar sem lagt var til að millidómstig í sakamálum yrði tekið upp. Dómsmálaráðherra skipaði í kjölfarið nefnd í nóvember 2007 um málið og sú nefnd er að ljúka störfum í þessari viku. Tillögur um nafn á dómstólnum hafa til dæmis verið Lögrétta og Landsyfirréttur. vidirp@frettabladid.is Landsyfirréttur tekinn upp Nefnd sem fjallar um millidómstig í sakamálum mun birta niðurstöður sínar í vikunni. Nefndarmenn hafa talað fyrir stofnun millidómstigs. Talið að það verði raunin. Kostnaður talinn 150 milljónir á ári. SÍMON SIGVALDASON HÆSTIRÉTTUR Líklegt er að ekki þurfi jafnmörg mál að fara alla leið til Hæstaréttar eftir tilkomu millidómstigsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KOSTIR: ■ Gott dómskerfi verður ekki metið til fjár. Vandaðri málsmeðferð. ■ Dómstólaráð reiknaði út að lítill kostnaður yrði af milli- dómstigi eða um 150 milljónir. Það er minna en kostar að reka Námsmatsstofnun. ■ Millidómstig hefur reynst vel á hinum Norðurlöndun- um sem við miðum okkar löggjöf vanalega við. ■ Fordæmisgildi Hæstaréttar mundi aukast því færri mál væru til meðferðar hjá réttinum og því meiri tími tekinn í hvert mál og dómar betur rökstuddir. GALLAR: ■ Mun lengri tími fer í dómsmál, gæti jafnvel tafist um ár. Íslenskt réttarkerfi er eitt það skilvirkasta í heiminum. ■ Gæti orðið töluvert meiri kostnaður en dómstólaráð reiknaði með og mörgum spurningum er enn ósvarað. ■ Millidómstigið mundi einungis fást við sakamál en ekki einkamál en einkamálin eru um 80 prósent þeirra mála sem koma til kasta dómstóla og því í raun um að ræða mikla peningaeyðslu fyrir lítinn hluta dómsmála. MILLIDÓMSTIG Í SAKAMÁLUM LÍTILL TÍMI „Um 600 mál eru dæmd í Hæstarétti á hverju ári,“ segir Róbert R. Spanó, prófessor í lögum við Háskóla Íslands. „Fjöldi málanna leiðir til þess að mjög lítill tími fer í þau. Það hefur þau áhrif að dómarnir eru oft illa rökstuddir.“ „Fordæmishlutverk Hæstaréttar er mjög takmarkað eins og skipan réttarins er núna. Ef Hæstiréttur fengi meira svigrúm og tíma fyrir hvert mál yrði réttaröryggið meira og niðurstöður dóma fyrirsjáanlegri.“ Róbert telur mögulegt að millidómstig, hvort sem er í sakamálum eða einkamál- um mundi minnka álagið á Hæstarétti og auka fyrir vikið fordæmisgildið. RÓBERT R. SPANÓ ÞÝSKALAND, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær helst kjósa friðsamlega lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, en hann álíti „alla valkosti vera uppi á borðinu“, einnig hugs- anlega hernaðaríhlutun. Á blaðamannafundi með Ang- elu Merkel, kanslara Þýskalands, við Meseberg-höll norður af Berl- ín varaði Bush Íransstjórn við því að draga það á langinn að láta undan kröfum alþjóðasamfélags- ins um að hætta auðgun úrans uns hann, Bush, væri farinn frá völd- um. Bush þrýstir nú á evrópska bandamenn sína að styðja strangari refsiaðgerðir gegn Íran. Mahmoud Ahmadinejad Írans- forseti beindi líka skilaboðum til Bush í gær. Hann sagði forsetatíð Bush liðna og að honum hefði mis- tekist að framfylgja markmiðum sínum um að ráðast á Íran og stöðva kjarnorkuáætlun landsins. Í ræðu fyrir þúsundum áheyrenda í Mið-Íran sagði Ahmadinejad Bush vera „illan“ og að bandaríski forsetinn beindi nú spjótum sínum að Íran í kjölfar þess að hafa sent her sinn inn í bæði Írak og Afgan- istan. „Ég segi (Bush) ... þinn tími er liðinn,“ sagði Ahmadinejad. „Fyrir náð Guðs mun þér ekki verða unnt að skaða svo mikið sem einn senti- metra af helgri foldu Írans.“ Íranski utanríkisráðherrann Manouchehr Mottaki sagði í heim- sókn í París að hótanir um hernaðar- íhlutun væru markleysa. - aa Forsetar Bandaríkjanna og Írans skiptast á stóryrðum hvor í annars garð: Bush útilokar ekki hervald MAHMOUD AHMADINEJAD GEORGE W. BUSH Telur þú Baugsmálinu lokið? Já 47,4% Nei 52,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú fylgjandi auglýsingum í barnatímum í sjónvarpi? Segðu þína skoðun á vísir.is SÚDAN, AP Enn er ekki vitað hversu margir létu lífið í flugslysi í Súdan á þriðjudag. Í fyrstu var talið að um eitt hundrað hefðu látist, en lögregla segir að lík 23 manna hafi verið flutt í líkhús. 214 manns voru um borð í vélinni og hefur verið staðfest að 113 þeirra hafi lifað af. Yfirvöld segja að einhverjir til viðbótar gætu hafa yfirgefið flugvöllinn strax eftir slysið og því gætu mun fleiri verið á lífi. Verið er að rannsaka tildrög slyssins, en þau eru enn óljós. - þeb Flugslysið í Súdan: Tala látinna og tildrög óljós NEPAL, AP Gyanendra, konungur Nepals sem var sviptur krún- unni er landið var lýst lýðveldi, flutti í gærkvöld út úr konungs- höllinni til að hefja nýtt líf sem óbreytt- ur borgari. Hann kvaðst ekki hafa í hyggju að flytja úr landi. Gyanendra sagðist hafa afhent ráðherrum hinnar nýkjörnu ríkisstjórnar veldissprota sinn og kórónu úr páfuglsfjöðrum, jakuxahári og gimsteinum er hann kvaddi konungshöllina í Katmandú. Eins og samið hafði verið um flutti hann í sumarhöll sína skammt frá höfuðborginni. Stjórnvöld hafa í hyggju að breyta konungshöllinni sjálfri í safn. Ætt Gyanendra ríkti yfir Nepal í 239 ár. - aa Söguleg umskipti í Nepal: Konungurinn kveður hásætið GYANENDRA DÓMSMÁL Ógæfumaður á fimm- tugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 90 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ítrekaðra brota. Hann er meðal annars dæmdur fyrir að hafa sjö sinnum á tímabilinu frá síðastliðnum október og fram í febrúar valdið hneykslan á almannafæri vegna ölvunar. Hann var ýmist staddur í verslun Nóatúns á Selfossi eða í Snælandsvídeói. Þá stal hann matvöru og öskudagshatti úr Nóatúni og hótaði starfsmanni lífláti. Maðurinn er langt leiddur drykkjusjúklingur og var síðast dæmdur árið 2003 fyrir fjársvik. - sh Ógæfumaður sektaður: Hneykslaði Sel- fyssinga ítrekað KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.